Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 12
meiri hraða en áður; rannsóknunum mundi skila hraðar áfram og árangur þeirra verða snemm- teknari. Einnig mundi reynsla sjómannsins geta ýmist staðfest eða tortryggt niðurstöður, sem hann reyndi að hagnýta, og mundi það verða til þess að gefa fiskifræðingnum vísbendingu um, hvort hann væri á réttri leið. Þá er eftir að taka til athugunar, hvern ramma skyldi smíða þessari kennslu. Hér yrði að gæta hófs á báða bóga, leggja ekki tilfinnan- legar byrðar á kennara eða nemanda í viðbót við það, sem fyrir er, en leggja þó þá rækt við, að kennslan yrði ekki kák eitt, aðeins til mála- mynda. Markið, sem stefna bæri að, er ljóst; þangað yrði að halda krókalaust, en stilla þann- ig til, að ferðin sæktist sem greiðast. Iiér verður ekki hægt að gera allsherjar grein fyrir ýmsum smærri atriðum, en ég teldi, að kennslan og kennslubókin ættu að vera eitthvað á þessa leið: A, Almennt efni. a. Heimshöfin. Aðal-úthafsstraumar og á- hrif þeirra. Hiti og selta hafanna. (Forð- ast skyldi upptalningar og aukaatriði. b. Lífið í sjónum. Gróðurinn við strendurnar og þörungasvifið í yfirborðinu. Botndýra- lífið. Samfélög botndýranna. Dýrasvifið. Strandsvif og úthafssvif. Vetrar- og sum- arsvif. Svif í köldum og heitum höfum. Helztu nytjategundir fiska, sela og hvala. önnur nytjadýr hafsins. c. Aðalfiskimið heimsins. Helztu fiskveiða- þjóðirnar. Ársafli heimsins. Markaðir. 8. Sérhæft efni. a. Hafið kringum ísland. Straumar, dýpi, hiti, selta, helztu fiskimið og náttúrufræði- leg þýðing þeirra. b. Dýralífið í sjónum við ísland. Heiti og kaldi sjórinn. Svifið. Botndýrin. Nytja- fiskarnir. Aðrar nytjar hafsins við ísland. c. Saga fiskveiðanna við fsland. Framfarir íslendinga. Samkeppnin við aðrar þjóðir. d. Mikilsverðar niðurstöður fiskirannsókna. Hagnýting þeirra. Meðferð hjálpartækja. Leiðbeining um skýrslugerð. Um söfnun efniviðar til vísindalegra rannsókna. e. Auðæfi fslands í hafinu og nýting þeirra. Hámarks afnot. Hér hefi ég þá talið upp í belg og biðu þau viðfangsefni, sem hugsanlegt væri að taka til meðferðar. Þau ættu að geta komizt fyrir í 8-10 arka bók, og yrði henni fylgt allnákvæmlega við kennsluna, en sem minnstu bætt við. Æski- legt væri, að sjómenn förguðu ekki bókum sín- 12 Otrúlegt en satt Eg las nýlega í blaði um viðtal við skólastjóra stýrimannaskólans, þar sem hann lætur þess getið, að að öllu forfallalausu muni nokkur hluti hins nýja sjómannaskóla verða tilbúinn næsta haust, og að vélskólinn og stýrimannaskólinn muni þá hefja þar starf sitt. Þetta eru góðar fréttir. Gamall draumur íslenzkra sjómanna er að byrja að rætast, draumurinn um það, að eiga í höfuðstaðnum veglegt og vaxandi mennta- setur. Við undirbúning og byggingu þessa skóla hafa forgöngumenn sjómanna verið bjartsýnir og stórhuga. óskir þeirra hafa og mætt skilningi hjá miklum hluta ríkisstjórnar og alþingis, og fé ekki verið sparað. Hin ríflegu framlög hins opinbera til þessa menntaseturs, skoðar sjó- mannastéttin sem eins konar viðurkenningu fyr- ir vel unnið starf í þágu alþjóðar á yfirstand- andi áh'ættutímum. Þótt segja megi sem svo, að fjárframlög til þessa skóla séu óvenju mikil, þá er þess að gæta, að verulegur hluti fjárins fer fyrir innlent efni og vinnulaun. Þjóðfélagslega séð er fórnin því ekki mjög tilfinnanleg. * Sjómannaskólinn er sniðinn við vöxt, og um, en hefðu þær við hendina til hægðarauka, þegar eitthvað skyldi aðliafast í anda þeirra. Það er engum vafa bundið, að ef kennslu sem þessari yrði komið á, yrði hún stórt spor í átt- ina til framfara. Reyndar mun satt vera, að ís- lenzka sjómannastéttin sem heild sé betur menntuð en sjómannastéttir flestra annarra landa, en hér er að ræða um viðbót á menntun hennar, sem ætti að geta gert hana ennþá fær- ari í samkeppni við erlenda stéttarbræður sína. Einnig er þess að minnast, að mér vitanlega er enn sem komið er hvergi kennd ,,fiskifræði“ við erlenda sjómannaskóla, og ætti það sízt að spilla áliti okkar íslendinga út á við, ef við gætum orðið brautryðjendur á þessu sviði. Ætti það vel við, að aukin menntun þessarar stéttar risi af grunni um leið og húsið, sem henni er ætlað til afnota. Árni Friðriksson. Ofanrituð grein birtist í Lesbók Morgunblaðsins eftir að hún hafði verið sett og henni ætlað rúm í þessu blaði. Ekki þótti þó ástæða til að nema hana í burtu og tefja með því útkomu blaðsins, enda f jallar hún um athyglisvert mál, sem þarf að koma fyrir sjónir sem flestra sjómanna. Ritstj. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.