Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 23
Einar Sigurðsson: Örugg höfn Innsigling gegnum Eiðið. Vestmannaeyjar liggja fyrir hinni hafnlausu suðurströnd miðri. Þær eru í siglingaleið milli höfuðstaðar landsins og næstu viðskiptalanda þess. Umhverfis þær og í tvær höfuðáttir frá þeim eru einhver auðugustu fiskimið hér við land. Heimaey er grösug og vel til ræktunar fallin og getur auðveldlega framfleytt nautpen- ingi, sem fullnægja myndi mjólkurþörf íbúanna, þótt þeim fjölgi um helming frá því, sem nú er. í björgum er gnægð fugla og eggja, sem eyjar- skeggjar hafa frá ómunatíð hagnýtt sér til lífs- viðurværis. Þar er jafnmildara loftslag en á nokkrum öðrum stað á íslandi. Eyjarnar hafa löngum verið sú mjólkurkýrin, sem hefur dropað drýgst eigendum sínum fyrr og síðar, kirkjuvaldi, konungum, einokunar— verzlun og þjóðarheildinni. Frumskilyrði til þroska byggðarlags nú á dögum er, að samgöngur geti átt sér stað á eðlilegan hátt. Fram að þessu hafa samgöngur við Eyjarnar aðeins átt sér stað á sjó, og hefur höfnin lengst af verið eins og náttúran hefir skilað henni sér úr hendi, opinn vogur gegn að- alvindáttinni, þar sem brimið gekk óhindrað inn, nema það, sem sker og eyrar drógu úr. Þar var því hætt öllum skipum, sem ekki voru sett á land að róðri loknum. Bólverkið norðan undir Löngunefi var helzti friðarstaðurinn fyrir stærri fiskiskip, þar til hafnarfestarnar komu og síðan garðarnir, fyrir aðeins aldarfjóðungi. Síðan hefir öryggið enn aukizt með Básaskersbryggj- unni nýju og skipakvínni í Botninum. Vestmannaeyjahöfn má nú teljast sæmileg fyrir takmarkaðan fjölda smærri skipa, eins og hún var álitin góð til útróðra í tíð opnu skip- anna. f Eyjum er nú líka stærsta bátaverstöð landsins. Þar er einnig duglegt fólk, sem fram- leiðir mikið útflutningsverðmæti, um sex þús- und krónur á hvern íbúa árið 1944, eða nánar tiltekið fyrir 11 milljónir króna ísfisk, 6 millj. króna frosinn fisk, 4 milj. króna lýsi og þú milj. króna fiskimjöl. Með flutningsgjöldum skipa, sem eru í eigu Vestmannaeyinga, mun verð út- fluttra vara þaðan nema yfir 10% af heildar- útflutningi landsins, en þó eru eyjabúar ekki nema tæp 3% af þjóðinni. Þeir hafa þó orðið að VÍKINGUR sníða skipastærð sína eftir hinni ótryggu, grunnu og litlu höfn, á meðan önnur byggðar- lög hafa óhindrað getað tekið í sína þjón- ustu stærri og afkastameiy skip. En nú krefj- ast þeir að fá skilyrði til hins sama. Fuílkomn- ustu tækin svara líka alltaf mestri eftirtekjunni í þjóðarbúið, svo það er ótvíræður gróði fyrir þjóðarheildina, að þannig sé búið að hinni fjöl- mennu sjómannastétt í Eyjum, að hún fái not- ið sín til fulls. 25 nýtízku togai’ar, sem veiðar stunda allan ársins hring, eru nú með um fimm- falt meira afláverðmæti en sá bátafloti, 70—80, sem nú er í Eyjum, en krefðist álíka margra sjómanna. Fyrir siíitan togaraflota, og þótt minni væri, er höfnin vanbúin. Og til afgreiðslu millilanda- og strandferðaskipa, er slík veita krefði, er hún enn þá ófullkomnari. í nokkur ár hefir ekki verið fengizt við dýpk- un innsiglingarinnar eða hreyft við Steinrifinu, sem liggur yfir þvera leiðina. Sama er að segja um aðal hafnarsvæðið, þar standa bátarnir á legunni um fjöru. Hefir hér valdið miklu um styrjöldin, sem hefir torveldað útvegun á píp- um til að dæla sandinum og afkastameira dýpk- unarskipi. Góð skipakví hefir þó verið grafin inn í sandinn í Botninum og dýpkað á milli henn- ar og Básaskersbryggjunnar. Eins og sakir standa er nauðsynlegt að gera bátalegu og báta- bryggju sem fjærst hafnarmynninu, þar sem minnst gætir brims og soga. En ákjósanlegast væri að geta Jiagnýtt allt svæðið innan garðanna eða sem mest af því, því sannarlega er pollurinn ekki of stór. Oft hefir því verið talað um garð, þriðja varnargarðinn, frá Brasinu, Austurbúð- arbryggjunni og nú seinast Edinborgarbryggj- unni. En hafnarmynnið snýr eftir sem áður gegn aðalvindáttinni, sem orsakar það, að inn- og útsiglingin verður ófær með öllu marga daga á ári og allir kunnugir þekkja, að landtakan í Eyjum er oft erfiðust af sjóferðinni. Oft kemur það fyrir, að bátar og skip verða að liggja undir Eiðinu dægrum saman, án þess að komast inn í höfnina eða fá afgreiðslu. Er skemmst að rninh- 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.