Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 31
eða skelfingu. „Líklega kötturinn,“ sagði Cleary
lögregluþjónn og flýtti sér í burtu.
Leigjendurnir á dyraþrepunum þustu upp.
Herra Toomey, sem átti kyn til þes að vera vá-
trygginga-umboðsmaður, en var lögregluspæjari
að nafnbót, fór inn til þess að grafast fyrir ræt-
ur ópsins. Hann kom aftur með þau tíðindi, að
hann Mikki litli hennar frú Murphy væri týndur.
Á hæla honum valt frú Murphy út, hundrað
kílógrömm af tárum og móðursýki, með andköf-
um og óhljóðum yfir að hafa týnt fimmtán
kílógrömmum af freknum og óþekkt. Smá-
munir að vísu, en herra Toomey settist niður
við hliðipa á ungfrú Purdy, saumakonunni, og
þau tókust í hendur af samúð. Piparmeyjarnar
tvær, Walsh-systurnar, sem daglega nöldruðu
yfir hávaðanum í húsinu, spurðu hvort nokkur
hefði leitað bak við klukkuna.
Griggs majór, sem sat við hliðina á feitri konu
sinni á efsta þrepinu, reis á fætur og hneppti að
sér jakkanum- ,,Er hann týndur, litla skinnið?“
spurði hann. ,,Eg skal fara af stað og leita hans
í hverjum krók og kima í borginni.'“ Konan hans
levfði honum aldrei að fara út eftir að skyggja
tók. En nú sagði hún með djúpri barytonrödd:
„Gerðu það, Lúðvík. Sá, sem getur horft á þessa
sorgmæddu móður án þess að skunda til hjálpar,
hefur steinhjarta.“ — „Gefðu mér þrjátíu —
eða sextíu cent, gullið mitt,“ sagði majórinn.
„Týnd börn ráfa oft langt. Eg get þurft að fara
með strætisvagni."
Denny gamli, sem bjó í afturhluta hússins á
fjórðu hæð og sat á neðsta þrepinu og reyndi
að lesa í dagblaði við götuljósið, fletti blaði til
þess að lesa framhaldið af greininni um tré-
smiðaverkfallið. — Frú Murphy æpti að tungl-
inu: ó Mikki, — Jesús minn, hvar er litla krútt-
ið mitt?“
„Hvenær sáuð þér hann síðast?“ spurði Denny
gamli með annað augað á skýrslu byggingar-
félagsins.
„Það var í gær, eða kannski bara fyrir fjórum
klukkutímum," sagði frú Murphy skælandi. „En
týndur er hann, elsku litli hjartakóngurinn
minn. Það var seinast í morgun, sem hann var
að leika sér hérna á fortóinu. Eða var það á
miðvikudaginn ? — Eg er alltaf svo önnum kaf-
in, að það er erfitt að muna daga. En ég hef
leitað frá hanabjálka niður í kjallara, og týnd-
ur er hann. f guðanna bænum —“
Stórborgin, svipþung og risavaxin, hefir
jafnan gert ófrægjendum sínum til skammar.
Þeir segja, að hún sé járnhörð; þeir halda því
fram, að engin meðaumkun hrærist í barmi
hennar; þeir líkja strætum hennar við óbyggða
skóga og eyðilegar hraunbreiður. En undir
hinni hörðu humarsskel hennar leynist góm-
sæt fæða. Ef til vill væri önnur samlíking heppi-
legri. Þrátt fyrir það skyldi enginn láta sér
mislíka. Vér mundum engan kalla humar, ef
hann hefði ekki sterkar og beittar klær.
Engin ógæfa hrærir menn til slíkrar með-
aumkunar sem það, er lítið barn týnist. Fætur
þess eru svo óstyrkir og veigalitlir; vegirnir svo
brattir og villugjarnir.
Griggs majór flýtti sér niður á hornið, upp
þvergötuna og inn í gildaskála. „Látið mig fá
einn tvöfaldan viskísjúss,“ sagði hann við þjón-
inn. „Þér hafið víst ekki séð kiðfættan, skítugan
scx ára gamlan týndan stráksorm neinsstaðar
hérna á flækingi?“
Herra Toomey sat enn á tröppunum og hélt
í hendina á ungfrú Purdy. „Blessaður litli stúf-
urinn,“ sagði hún. „Hann er búinn að týna
mömmu sinni — og kannski orðinn undir járn-
hörðum hestahófum — er ekki hræðilegt að
hugsa sér það?“ .
„Já, finnst þér það ekki?“ sagði herra
Toomey og þrýsti hönd hennar. „Eg held að ég
verði að leggja af stað og hjálpa til að leita
hans.'“
„Kannski ættirðu að gera það,“ sagði ungfrú
Purdy. „En þú ert svo ákafur og ógætinn. Setj-
um nú svo, að eitthvert slys henti þig; hvað
þá?“
Denny gamli hélt áfram að lesa skýrslu bygg-
ingarfélagsins, með vísifingurinn við línuna.
Á annarri hæð götumegin gengu McCaskey-
hjónin út að glugganum til að kasta mæðinni.
Herra McCaskey var að ausa rófustöppu úr
vestinu sínu með krepptum vísifingri og kona
hans var að nudda annað augað, sem hún hafði
óþægindi í eftir saltið úr svínakjötinu. Þau
heyrðu háreystina niðri og stungu höfðunum
út um gluggann.
„Mikki litli er týndur," sagði frú McCaskey í
hálfum hljóðum. Yndislegi litli engillinn; bless-
aður óþekktaranginn.“
„Hefir kerlingin nú gloprað honum niður,
litlu kvikindis-ögninni ?“ sagði herra McCaskey
og hallaði sér út um gluggann. „Það var afleitt.
Það er sorglegt, þegar börn týnast. Hefði það
verið kvenmaður, var allt öðru máli að gegna,
því að maður hefði þá alténd frið á eftir.“
Frú McCaskey lét sem hún heyrði ekki sneið-
ina og stakk hendinni undir handlegg bónda
síns.
„Jón,“ sagði hún blíðlega. „Litli drengurinn
hennar frú Murphy er týndur. Það er hörmu-
legt að týna litlum dreng í svona stórri borg.
Sex ára var hann. — Jón, ef við hefðum eign-
VÍKINGUR
31