Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 14
Þegar dvergbafarnir réðust á Tirpitz
Þýtt, lítið eitt stytt, úr The Saturday Evening Post.
Það hefir í mörgum tilfellum komíð í ljós, að
þróunin í herskipasmíði hefir farið hringinn,
þannig, að eftir að stærðarhámarkinu hefir ver-
ið náð, hefir þróunin snúizt til baka. Við eigum
hliðstæð dæmi úr dýraríkinu. Eftir tímabil risa-
eðiunnar hefst þróunin aftur til smærri dýra.
Ein tegund herskipa er fundin upp, smíðuð,
tekin í notkun. Óðar eru hafnar endurbætur.
Skipið má endurbæta á þenna hátt eður hinn.
Vopnabúnaðurinn er ekki nógu kröftugur, hrað-
inn of lítill. Skipið ekki nógu sjóhæft til að mæta
öllum veðrum. Endurbæturnar gera skipið betra,
— en óhjákvæmilega stækkar það um leið. Hinir
upphaflegu tundurskeytabátar voru lítil kríli,
sem gátu hangið í skipsdavíðum og í rauninni
ætlaðir til að flytjast þannig á hernaðarvett-
vanginn. Ef þeir væru nú aðeins stærri yrðu
þeir um leið sjóhæfari, og ennþá stærri tundur-
skeytabátar gátu gengið hraðar, borið stærri
fallbyssur og þannig ráðið niðurlögum hinna
smærri, óvinanna. Þannig var kapphlaupið um
hraða og vopnabúnað hafið.
Undanfarin 70 ár hefir tundurskeytabáturinn
stækkað úr „davíðubátkrílinu“ upp í nýtízku
tundurspilli yfir 2000 smál., orustuhæfari en
beitiskip síðustu kynslóðar og að burðarmagni
jafnstór orustuskipum Nelsons.
Þegar þessu stigi er náð, komast menn að
raun um, að þessi tegund skipa er mjög kostn-
aðarsöm, útheimtir stóra skipshöfn og mikinn
útbúnað. Mönnum er orðið ljóst, að skip af þess-
ari gerð má smíða hlutfallslega ódýrari, kraft-
minni, stórum minni, í fjöldaframleiðslu, svo
að tap eins eða fleiri er ekki tilfinnanlegt. Og nú
rækja tundurskeytabátar, sem þjóta í stórhóp-
um meðfram Bretlandsströndum, að nokkru
leyti hlutverk tundurspillanna.
Nú þegar verður vart endurtekinnar þróunar
í þessari gerð skipa. Kemur það fram í sífellt
stærri gerðum af tundurskeytabátum.
Um þróunina í smíði kafbáta er svipaða sögu
að segja. Upphaflega voru þeir langt innan við
100 smál. að stærð, notaðir til þess að verja
hafnir. Þeim var ætlað nokkurra mílna athafna-
svið, og úthaldstími þeirra var nokkrar klukku-
stundir. Úr þessu hefst þróunarskeið kafbát-
ii
anna, sem hnígur í svipaðan farveg og tundur-
skeytabátanna. Þyngri vopnabúnaður, stærri
kafbátar. 1920 voru þeir orðnir ófreskjur á borð
við Surcouf (franskur), og brezku X-gerðina,
yfir 2000 smál., vopnaðir þungum fallbyssum,
og voru að nafninu til taldir jafnokar tundur-
spillanna. En nú tekur hjólið allt í einu að snú-
ast. Þegar árið 1918 notuðu ítalir smáskip, svo-
kallaða hálfkafbáta, sem ferðuðust hálfir í lcafi.
1940—41 reyndu þeir notkun þessara gerða,
endurbætta, gegn Bretum á Miðjarðarhafi.
Japanar höfðu einnig gert tilraunir með ó-
dýra, liðlega smákafbáta og reynt að nota þá
við Pearl Harbor, Sidney og víðar. Bretar voru
einnig með hugleiðingar í þessa átt, — en eng-
inn hafði hugmynd um það, þar til Tirpitz
varð fyrir tundurskeytunum á Altenfirði.
Rökfærslurnar gegn hinum risastóru kafbát-
um voru sterkar og sannfærandi. Vélaútbúnað-
urinn, sem útheimtist til að knýja þá áfram neð-
ansjávar, tók svo mikið af hleðslurúminu, að
kafbáturinn gat ekki fullnægt sömu skilyrðum
og ofansjávarherskip sömu stærðar. Vopnabún-
aðurinn varð kraftminni nær sjávarfleti. Tund-
urskeyti, sem skotið var frá 1000 smál. kafbáti
neðansjávar, var eins kraftmikið og því væri
skotið frá 2000 smál. kafbát. Ef kafbátur af
meðalstærð gat ferðast yfir hafið og haldið úti
jafnlengi og líkamsþrek skipshafnarinnar entist,
hafði hann rækt hlutverk „stóra bróður“. Tveir
af meðalstærð gátu líka verið á 2 stöðum í einu.
Að lokum voru rökin sterk fyrir því, að stóru
kafbátarnii' væru lengur að fara í kaf, þyngri í
vöfum, dragi stærri slóða og séu stærra skot-
mark.
En á kafbát af meðalstærð og dvergkafbát er
reginmunur. Dvergkafbáturinn er auðsjáanlega
ekki fær um að ferðast yfir hafið, hann verður
að flytja á vettvanginn, ef óvinirnir eru fjar-
lægir. Slíkt útheimtir annaðhvort alger yfirráð
á hafinu eða að víkingaskip læðist með hann
að athafnasvæði hans í skjóli myrkurs og að
sjóndeildarhring að degi til, og sjósetji liann.
Hætta er á, að „víkingaskipið“ verði uppgötvað
og því sökkt, en það leiðir til þeirrar eftirtektar-
verðu ályktunar, að dvergkafbáturinn sé vopn,
VÍKINGUR