Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 7
ur að gefa frá sér nokkurt hljóð. Var nú reynt
að hella ofan í hann spenvolgri nýmjólk, en
gekk þó eigi greitt að opna á honum munninn,
sem var mjög klemmdur saman. Var fyrst
reynt að nota skeið til þessa, en hún brotnaði
strax. Tók ólafur þá kökukefli og þrýsti enda
þess inn á milli tanngarða Skúla. Komu þeir þá
mjólkinni í hann. Síðan var hann flettur klæð-
um og sofnaði hann þá fljótt, enda eigi kalinn
að ráði. Héldu þeir ólafur og Tímoteus nú áfram
heimleiðis og komu til Bolungavíkur um tvö-
leytið um nóttina. Vöktu þeir þegar upp sjö
menn til að halda áfram leitinni að Ingvari, og
urðu þeir bræður, frændur ólafs, Jóhannes og
Halldór Jónssynir, fyrirliðar í þeirri leit.
Svo bar við, er ólafur lcom heim til sín um
nóttina, að kona hans lá vakandi í rúmi sínu.
Náttlampi stóð á borði við rúmið og varpaði
daufri birtu um herbergið. Varð henni litið til
dyra og sá þá, að maður stóð í dyrunum. Studdi
hann báðum höndum að dyrastöfum, teygði inn
álkuna og litaðist um í hei’berginu. Kenndi hún
þegar, að þar var Ingvar kominn. Rétt í þessu
heyrði hún fótatak ólafs, er hann gekk að úti-
dyrum, og hvarf þá svipurinn.
Þeir bræður, Jóhannes og Halldór og félagar
þeirra, fundu Ingvar um kl. 6 um morguninn
nokkru innan við Kálfadal. Var eigi sjáanlegt
lífsmark með honum og hafði skeflt yf-ir hann.
Tóku þeir nú stiga úr Kálfadalsbúðum og drógu
hann á honum til Bolungavíkur og voru komnir
þangað kl. 8. Voru nú gerðar lífgunartilraunir,
sem reyndust þó árangurslausar. Var hann síðan
jarðaður skömmu fyrir skírdag.
Þeir Tímoteus og Ingvar höfðu rekkt saman
um veturinn, allt þar til að Ingvar varð úti.
Eftir það var Sigurður Sveinsson rekkjunautur
Tímoteusar í búðinni. Tók nú skjótt að bera á
því, að heldur illa fór að sækja að Sigurði í
svefni, og fékk hann svo lítinn svefnfrið af þeim
sökum, að til vandræða horfði. Fannst honum
jafnan sem lagzt væri ofan á sig í rúminu, og
hrökk hann þá oftast fljótt upp með andfælum.
Korraði þó nokkuð í honum áður en hann vakn-
aði. Ekki fylgdu ófögnuði þessum neinir válegir
draumar, og aldrei sá Sigurður neitt uggvæn-
legt.Þar var með þeim í búðinni kona ein vel
skyggn, og svaf hún hjá dóttur sinni, er var
fanggæzla þeirra. Ávallt, áður en korra tók i
Sigurði, sá hún að Ingvar gekk að rúmi þeirra
Sigurðar, beygði sig yfir hann og eins og þrýsti
báðum höndum á brjóst honum. Fór þá jafnan
að korra í Sigurði, og hrökk hann þá oftast
fljótt upp, en um leið og hann vaknaði vatt
svipur Ingvars sér niður um loftsgatið. Gekk
svo um hríð, en var þó eigi orð á gert í fyrstu,
og ekki var ólafur látinn vita neitt um þennan
ófögnuð, en hann svaf þá eigi í búðinni, heldur
heima hjá konu sinni. Greip Sigurður nú til þess
ráðs að lesa húslestra á kvöldum, en ekki stoðaði
það hót. Kom nú þar, að hann tjáði Ólafi þessi
vandræði sín, enda var þá farið að kvisast um
Víkina, að ekki mundi allt með felldu í búðinni,
en ekki gaf ólafur þessu mikinn gaum.
Það var vandi ólafs að sofa heima hjá konu
sinni, en ekki í sjóbúðinni. En upp úr páskum
var hann vanur að flytja í búðina og sofa þar
út vorvertíðina. Svo var og í þetta sinn. Er
ólafur var fluttur í búðina gekk hann tíðast síð-
astur um að kvöldi og lokaði útidyrum. Bar nú
ekkert til tíðinda fyrstu tvær eða þrjár næt-
urnar eftir að hann kom í búðina. Var Sigurður
þegar farinn að fagna því, að nú mundi ófögn-
uði þessum aflétta að fullu.Þá var það eitt kvöld,
að Ólafur gekk venju fyrr til náða, þar eð hann
bjóst við sjóveðri að morgni, og varð þá einhver
manna hans til þess að ganga frá lokum. Um
miðnætti var Júlíus Árnason, sem fyrr var
nefndur, enn ekki sofnaður, en lá vakandi í rúmi
sínu. Heyrðist honum þá, sem hljóðlega væri
gengið um niðri í búðinni, upp stigann og hler-
anum yfir stigagatinu væri lyft upp. Dró þá
skyndilega úr Júlíusi allan mátt. Sá hann nú
hvar Ingvar kom upp um loftsgatið, gekk að
rúmi Sigurðar og beygði sig yfir hann. Fór þá
að korra í Sigurði, en ekki vaknaði hann þó.
Sneri Ingvar þá að rúmi ólafs, en það stóð gegnt
rúmi Sigurðar, myndaði sig til að styðja hönd-
um á hann; en ólafur hrökk þá upp með and-
fælum, settist fram á, brá sér í klossa og snar-
aðist fram að loftsgatinu og niður stigann. Sá
Júlíus, að svipur Ingvars þaut niður um gatið á
undan ólafi, en um leið kenndi Júlíus aftur mátt-
ar síns.
Ólafur segir svo frá atburði þessum, að hann
hafi ekkert vitað, fyrr en hann vaknaði skyndi-
lega, og lagði þá að vitum hans óþef mikinn,
einhvers konar sambland nályktar og brenni-
vínslyktar. Kveðst hann ekkert annarlegt hafa
séð, en þó kennt návistar hins framliðna. Segir
hann, að sér hafi runnið í skap, er hann vaknaði
og fann óþefinn. ósjálfrátt kveðst hann hafa
þotið fram úr rúminu, niður stigann, slegið um
sig höndum á leið til útidyra og sagt eitthvað á
þá leið, að þeim, sem þar væri að flækjast, mundi
hollara að halda sig á sínum stað, en að vera
að þvælast fyrir sér eða sínum mönnum. Sagðist
hann hafa opnað útidyrnar, bandað út höndum,
lokað rækilega aftur og síðan gengið til náða
að nýju.
VÍKINGUR
7