Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 17
strauma, sjávarföll, sjávarhita, sjávarseltu, ná- kvæmt dýpi í Varosundi, Rognsundi, Stjörnu- sundi og Langasundi, því um þau lá leiðin inn í Altenfjörð. öllum þessum upplýsingum þurfti að vinna úr og aðhæfa hinum tæknilega út- búnaði ,,dverganna“. Eflaust hefir líka brezka leyniþjónustan leik- ið sinn mikilsverða þátt. Njósnarar og norskir föðurlandsvinir eiga ef til vill eftir að skýra frá sínum hlutverkum í sambandi við árásina á Tirpitz. Allar þessar rannsóknir og undirbúningur fór fram án þess, að Þjóðverjar felldu hinn minnsta grun. Árásin var gerð 22» september 1943. Dverg- kafbátarnir lögðu leið sína frá opnu hafi inn Altenfjörð. Hvaða leið valin var eða hvernig tókst að brjótast í gegn, frá því greinir ekki sagan. En við vitum, að Place og Cameron tókst það, og þeirra afrek bar hundraðfaldan ávöxt. Henty-Greer mistókst. Hann og skipverjar hans létu lífið, þegar þeir áttu örskammt ófarið að marki. Hinum tveim tókst ekki aðeins að brjót- ast gegn um allar girðingarnar í firðinum, held- ur skiluðu þeir „dvergunum“ gegnum netin og slárnar, sem umkringdu Tirpitz sjálfan, þar sem hann lá við akkerisfestar. Ofurhugarnir voru þá innan við 200 metra frá orustuskipinu. Örfáar sekúndur voru til athafna og þær voru notaðar. Enginn veit, hvort Þjóðverjar urðu þeirra var- ir nokkrum sekúndum á undan eða eftir að tundurskeytunum var skotið, en þeir brugðu óðar við og hófu ægilega skothríð á „dvergana". Tundurskeytin hæfðu Tirpitz og hið 40.000 smál. orustuskip veltist til eins og j ólgusjó, und- an afli sprenginganna, en sprengiefnið í skeyt- unum var nýfundið upp og sterkara en áður hafði þekkzt. Litlu skeytin frá dvergkafbátun- um gátu því valdið svipaðri eyðileggingu og venjuleg tundurskeyti hefðu gert. Kafbátarnir X6 og X7 sprungu í smátætlur, samkvæmt áætlun Breta, því foringjar þeirra framkvæmdu það, en þeir komust af og flestir af áhöfnunum. Place og Cameron, sem dregnir voru upp úr firðinum af Þjóðverjum, fengu fréttirnar um að þeir hefðu verið sæmdir Viktoríukrossinum — í þýzkum fangabúðum. X 6 og 7 höfðu leyst hlutverk sitt glæsilega af hendi. Hinir leiðangursmennirnir, sem úti fyrir biðu, gátu greint af eðli sprenginganna, að ferð- in hafði heppnazt. Ein sérstök sprenging túlkaði örlög Henty-Greer og skipverja hans. Kafbátur þeirra sprakk í loft upp. Þeir létu allir lífið, en Þjóðverjar fengu heldur engar upplýsingar um gerð kafbátsins. Tirpitz var eina mikilsverða skotmarkið í Altenfirði. Liitzov hafði farið þaðan kvöldið VlKINGUK áður og læðzt suður með ströndinni. En hann var líka þýðingarmikið skotmark. Hann sökk samt ekki, eftir að hafa meðtekið dvergskeytin, og við því var heldur ekki búizt. Prince of Wales fékk t. d. 17 tundurskeyti í sig, áður en hann sökk við Malakkaskaga og Bismark annað eins, auk þess að Vera hæfður mörgum fallbyssu- skotum. En hliðarplötur Tirpitz höfðu rifnað illa og ef til vill skrúfur hans og stýrisútbúnaður laskazt svo, að liann varð að halda kyrru fyrir. Frá hjálparskipum, sem lágu þarna, féklc Tirpitz skjóta aðstoð, svo sem rafmagn, dælur og fagmenn, og varahluti mátti senda loftleiðis frá Kiel á nokkrum klukkustundum. En Bretar gátu reiknað með að minnsta kosti 6 mánaða viðgerð, ef til vill lengur. Einnig var ekki ósenni- legt, að plötur skipsins hefðu rifnað undir sjáv- armáli og þá hlaut hann, að aflokinni bráða- birgðaviðgerð að fara til Kiel í þurrkví, en þar náðu sprengjuflugvélar bandamanna til hans. Tveir „dvergar" höfðu gert Tirpitz óvígan í 6 mánuði eða lengur. Þremur var fórnað við árásina, en hinn kaldrifjaði hernaðarútreikning- ur sýndi geysihagnað. Vetrarstormar norður- hafanna fóru í hönd. Árstíð, þegar skammdegis- myrkur grúfði yfir þessum samgönguleiðum bandamanna mánuðum saman og torveldaði mjög könnunarflug eða jafnvel útilokaði þau. En hins vegar hinn ákjósanlegasti athafnatími fyrir víkingaskip eins og Tirpitz, til að læðast að skipalestunum og valda þeim gífurlegu tjóni. Á annan jóladag réðust Þjóðverjar með öllum sínum herstyrk á Rússlandsskipalest, — en það var Scharnhorst, einn síns liðs. Honum var sökkt af brezka orustuskipinu Duke of York. Úrslitin hefðu getað orðið öðruvísi, ef Tirpitz hefði einnig verið að mæta. En hann var þar ekki. Hann lá ennþá í Altenfirði. Guðm. Jensson. Tveir menn voru að tala um mesta kulda, sem þeir þekktu. — Eg he£ vitað sjóðandi vatn frjósa um lei'ð og því var hellt úr katlinum, sagði annar. — Það er ekkert, svaraði hinn. Eg hef vitað kind stökkva fram af kletti og hanga þar kyrra í lausu lofti. — Þetta er ómögulegt, sagði sá fyrri. Það stríðir gegn þyngdarlögmálinu. — Ónei, svaraði hinn síðari. Þyngdarlögmálið var líka frosið 1 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.