Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 18
Minningarord
um
Friðrik Halldórsson
loftskeytemann
Friðrik Halldórsson andaðist 18. nóv. s. 1. að
afloknum uppskurði.
Þótt Friðrik yrði ekki nema 37 ára að aldri,
hafði hann afkastað óvenjulega miklu og nyt-
sömu starfi í þágu félaga sinna og sjómanna-
stéttarinnar yfir höfuð. Þau eru ekki mörg, vel-
ferðarmál sjómanna síðari árin, sem hann hefir
ekki unnið að eða verið driffjöðrin í að ein-
hverju leyti. Starfsvilji hans og starfsgleði var
frábært, og hann var allt af boðinn og búinn að
vinna að öllu því, sem verða mætti sjómanna-
stéttinni til heilla. Hann var virkur þátttakandi
í sjómannadagsráði, átti sæti í sjóminjasafns-
nefnd og var ritstjóri Sjómannadagsblaðsins síð-
ustu árin. Friðiák var og virkur þátttakandi í
Farmanna- og fiskimannasambandi íslands, átti
sæti í stjórn þess og var fulltrúi á þingum þess.
Þá var hann og ritari í stjórn Slysavarnafélags
fslands.
En, eins og gefur að skilja, bar mest á starfi
Friðriks í hans eigin hópi, í Félagi íslenzkra
loftskeytamanna, þar sem hann var óslitið í
stjórn í 12 ár, og þar lengst af formaður. Þeir,
sem þekktu Friðrik og störfuðu með honum þar,
munu lengi minnast áhrifa hans, og er skarð
hans vandfyllt, því betri dreng og gjörhugulli
er vart að finna.
Það, sem einkenndi Friðrik Halldórsson, voru
afburða gáfur og vandvirkni í orði og verki. Með
þá eiginleika í veganesti ásamt framúrskarandi
lipurð og ljúfmennsku í framkomu, voru honum
allar götur greiðar til frama og fulltingis þeim
málum, sem hann barðist fyrir.
Starfsfélagar hans heiðruðu minningu hans
með því að kosta útför hans að öllu leyti. Slysa-
varnafélag fslands stofnaði björgunarverðlauna-
sjóð fyrir það fé, er vinir hans höfðu gefið
Slysavarnafélaginu til minningar um hann. Far-
manna- og fiskimannasamband íslands færði
börnum hans 1000 krónur í minningargjöf.
Þannig kepptust allir, sem honum voru kunn-
ugir, við að votta þakklæti sitt og virðingu fyrir
störf hans og sannar það bezt vinsældir hins
látna.
Friðrik fæddist 19.. marz 1907 í Hafnarfirði,
sonur Iialldórs Friðrikssonar skipstjóra og konu
hans, önnu Erlendsdóttur. Friðrik var sá 4. af
sex efnilegum systkinum. Friðrik kvæntist
1936 eftirlifandi konu sinni, Helgu I. Stefáns-
dóttur. Þau eignuðust 3 dætur, sem allar eru í
ómegð, sú elzta 8 ára. Er þeim mikill harmur
kveðinn við fráfall slíks ágætismanns.
Friðrik Halldórsson var gagnfræðingur og
loftskeytamaður að menntun, laulc loftskeyta-
prófi 1926, og starfaði lengstum á varðskipum
og strandferðaskipum ríkisins og nú síðast á
loftskeytastöðinni í Reykjavík.
Friðrik var mörgum hæfileikum gæddur og
stundaði hvert starf með prýði og sérstakri
fórnfýsi. Honum voru því allar götur greiðar,
en vanheilsa greip í taumana. Fyrir nokkrum
árum kenndi Friðrik sér meins, sem hann að
lokum varð að lúta fyrir.
Með Friðrik er í valin fallinn einn af forvígis-
mönnum íslenzkrar sjómannastéttar.
18
VÍKIMGUR