Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 30
O. Henry:
Vopnahlé
Maítunglið skein bjart á leiguhúsið hennar
frú Murphy. Ef litið er í almanakið, sést, að auk
þess skein það á marga staði aðra. Vorið var í
essinu sínu og bráðlega mundi heysýkin sigla í
kjölfar þess. Skemmtigarðarnir voru prýddir
ungu laufskrúði og kaupahéðnum að sunnan og
vestan- Blómin og umboðsmenn sumargististaða
voru að skjóta upp kollinum, og loftið og lund-
in urðu mildari. Lírukassar, gosbrunnar og
landerspilarar klökuðu á hverju leiti.
Gluggarnir á leiguhúsinu hennar frú Murphy
voru opnir. Leigjendurnir sátu í hópum á ver-
öndinni fyrir framan útidyrnar, á flötum,
kringlóttum mottum, sem líktust þýzkum
pönnukökum.
Við einn gluggann á annarri hæð sat frú Mc-
Caskey og beið bónda síns. Kvöldmaturinn var
tekinn að kólna á borðinu. Frú McCaskey liitn-
aði að sama skapi.
Klukkan níu kom herra McCaskey. Hann
hafði jakkann á handleggnum og pípuna í munn-
inum og baðst afsökunar á átroðningnum, með-
an hann þræddi auðu blettina milli leigjendanna,
þar sem hann gæti stigið niður fótunum.
Þegar hann opnaði dyrnar á íbúð sinni, varð
hann fyrir óvæntum móttökum. f stað þess að
þurfa að verjast fljúgandi eldavélahringjum
eða jarðeplakvörn, steyptist yfir hann orða-
flaumur mikill.
Herra McCaskey leit svo á, að hið milda vor-
t\mgl hefði mýkt hjarta frúar hans.
„Eg heyrði til þín“, hófst orðaflóðið, sem kom
í stað eldhússáhaldanna. „Þú getur beðið þetta
óþverrapakk afsökunar á því, að þú hlammar
bífunum á pilsfaldana þess, en þú fótumtreður
konumyndina þína daginn út og daginn inn, án
þess að segja svo mikið sem hafðu skömm
fyrir. Eg geri ráð fyrir, að það séu launin fyrir
að bíða eftir þér allt kvöldið og láta matinn
verða kaldan, ef mat skyldi kalla, því ekki er
það svo beisið, sem ég fæ til þess að kaupa fyrir,
eftir að þú ert búinn að drekka út kaupið þitt
á hverju laugardagskvöldi. Og svo kom gasrukk-
arinn tvisvar sinnum í dag.“
„Kona!“ sagði herra McCaskey um leið og
hann fleygði hattinum og jakkanum á stól.
„Þetta skvaldur þitt spillir matarlyst minni.
Allur ruddaskapur hefur siðspillandi áhrif á
mannfélagið. Það er einungis kurteisleg ofaní-
gjöf að biðja konur, sem teppa veginn, að víkja
til hliðar. Viltu snúa svínssmettinu á þér frá
glugganum og fara að hugsa um matinn?“
Frú McCaskey reis þunglamalega á fætur og
gekk að eldavélinni. Það var eitthvað í fasi
hennar, sem gaf herra McCaskey til kynna, að
betra væri að vera við öllu búinn. Þegar munn-
vik konu hans féllu svona skyndilega, eins og
lóftvog á undan stormi, boðaði það venjulega
drífu af leirvarningi og eldhússáhöldum.
„Sagðirðu svínssmetti?“ mælti frú McCaskey
og þeytti fullri pönnu af svínsfleski og gulrófum
að herra sínum.
Herra McCaskey var enginn veifiskati í slík-
um hernaði sem þessum. Hann vissi, hvað koma
skyldi á eftir inngangsréttinum. Á borðinu var
steikt svínslæri og hvítsmári. Hann sendi konu
sinni það og fékk brauðsúpu í glerskál að laun-
um- Svissneskur ostskjöldur, sem herra Mc-
Caskey miðaði vandlega, hæfði frúna fyrir neð-
an annað augað. Þegar hún endurgalt með
meistaralegu kaffikönnuvarpi, þar sem ekki
skorti heitan, svartan, angandi vökva, hefði við-
ureigninni eftir venju átt að ljúka.
En herra McCaskey var enginn hálfvelgju-
matmaður. Auðvirðilegir, ábyrgðarlausir labba-
kútar mættu líta svo á, ef þeim sýndist, að með
kaffinu væri borðhaldinu lokið. Þeir um það.
Hann lét sér slíkt ekki nægja. Fingurskálar voru
honum ekkert nýnæmi. f Murphy-húsinu tíðk-
uðust þær ekki; en annað var fyrir hendi, sem
ekki var verra. Sigri hrósandi sendi hann leir-
þvottaskálina fljúgandi að höfði andstæðings
síns í hjónabandinu. Frú McCaskey beygði sig
í tíma. Hún fálmaði eftir strokjárni, sem hún
ætlaði að nota í úrslitaviðureign þessarar mat-
vælastyrjaldar. En hátt neyðaróp niðri á gang-
stéttinni varð til þess, að óvelkomið vopnahlé
komst á milli hennar og herra McCaskeys.
Cleary lögregluþjónn stóð á gangstéttinni við
húshornið, með annað eyrað sperrt og hlustaði
á brotliljóðið í eldhússáhöldunum.
„Eru þau nú tekin til aftur, McCaskey og
kerlingin,“ hugsaði lögregluþjónninn og velti
vöngum- „Eg veit ekki nema ég ætti að skreppa
upp og skilja þau. O-nei, ég held annars ekki.
Þau eru hjón, og það er ekki margt, sem þau
hafa sér til afþreyingar, greyin. Þetta stendur
ekki lengi. Þeim veitir samt víst tæplega af að
fá sér fleiri diska lánaða, ef þessu á að halda
áfram.“
Og rétt í sama bili heyrðist þetta skerandi
óp niðri, sem hlaut að stafa af hræðilegri ógn
VlKINGUR
30