Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 20
J Pétur Sigurðsson: Sjómælingor í Húnaflóa 1934—44 Síðastliðin tvö sumur hefir verið unnið að sjómælingum í Húnaflóa, á svæðinu út og suð- ur af Reykjarfirði. Nánar tiltekið nær mæl- ingasvæðið frá Reykjaneshyrnu og suður und- ir Eyjar og um 10 sjómílur út frá landi, eða hér um bil út á miðjan flóann. Á þessum slóðum er misdýpi mikið, og hefir þar ýmislegt komið í leitirnar, sem ekki var Mið milli Barms og Létthöfða: Myndin sýnir hvernig miðið milli grunnanna Barms (og Hornálsflögu) og Létthöfða út af Gjögri við Reykjarfjörð, er rétt tekið. — sýnt í sjókortum áður. En þótt ennþá sé ekki búið að ganga til fullnustu frá þessum mæl- ingum, þykir rétt að birta nú þegar nokkur helztu atriði þeirra, ef þau gætu komið sjó- mönnum að gagni strax. Ber það til, að lang- ur tími getur liðið þangað til að þau koma í sjókort, en siglingar orðnar allmiklar um þessar slóðir, — sérstaklega um síldveiðitím- ann. Til þess að menn geti betur glöggvað sig á því, sem hér er sagt, fylgir hér með mynd af sjókortinu á þessum slóðum. Inn á það er teiknað sjálft mælingasvæðið (punktalína) og nokkrar dýpistölur á grunnum (í hring) og ein fyrir mesta dýpi (272). Dýpi er í metrum. Syðst, út af Djúpskerjum, liggur svonefnt Sveinbjarnargrunn. Þar er grynnst 11 m. og brýtur þar í sjó. f kring um grunnið er nokk- uð stór fláki með 25—50 m. dýpi. — Milli grunnsins og Djúpskerja er 100—130 m. dýpi, og að skerjunum er bæði hreint og hyldjúpt. Utar og norðar, hér um bil mitt í Byrgis- víkurpollinum, er Hryggur eða Urriðaborga- grunn. Þar er minnsta dýpi 30 m. á mjóum og löngum hrygg, með um 70—150 m. dýpi, en þaðan snardýpkar niður á 200—250 m. Hrygg- VÍKINGUR 20

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.