Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 10
B.v. helgafell bjargar báti úr sjávarháska Þann 12. janúar s. 1. klukkan hálf átta að morgni fór b/v. Ilelgafell frá Önundarfirði á leið suður með landi- Vindur var 6—7 stig á SV. og talsverður sjór. Þessari stefnu var haldið til kl. 12,10, en þá var snúið við og lónað upp að land- inu með hægri ferð, unz komið var upp undir miðja Breiðuvík. Sást þá, að bátur kom á eftir Helgafelli með fokku og mersansegl uppi, og, að því er virtist, með vél á fullri ferð. Rétt á eftir sást dregið upp flagg á aftursiglu báts- ins, en það merkir, að aðstoðar sé óskað. Helga- fell sneri þá strax við til að grennslast eftir, hvað að væri. Þegar nær kom, sást, að þetta var v/b. Leifur Eiríksson, EA 627, frá Dalvík, og var hann á leið suður til Sandgerðis á vertíð, eftir því, sem við síðar fréttum. Þegar hann var kominn suður að Látraröst, kom snögglega svo mikill leki að honum, að ekki þótti fært að halda áfram. Var þá ákveðið að snúa við til næstu hafnar. Þegar báturinn var kominn nálægt miðri Breiðuvík, sáu bátsverjar Helgafell, en rétt í sama bili stöðvaðist vélin vegna þess, hve mikill sjór var kominn í bátinn. Töluðust þeir síðan við, formaðurinn á Leif heppna og skipstjórinn á Helgafelli, og var á- kveðið, að Helgafell skyldi draga bátinn til næstu hafnar, sem var Patreksfjörður. Var þá heldur ömurlegt að sjá bátinn. Lúkar, lest og vélarrúm voru um það bil hálf af sjó. Bátsverjar voru fimm að tölu, og af þeim voru þrír við austur úr lestinni. Notuðu þeir til þess lóðar- stampa, því að árangurslaust var að reyna að ausa með minna íláti, og höfðu þeir þó vart við lekanum. Var nú settur vír um borð í Leif frá Helgafelli, og gekk það ágætlega, og síðan var lagt af stað með hann í eftirdragi. Var þá klukk- an orðin rúmlega eitt e. h. Hafðir voru menn á verði á bátapallinum á Helgafelli til að hafa gát á því, að allt væri með felldu um borð í bátnum, því að talstöð hans var í ólagi, en talstöðin er eitt hið nauðsynlegasta öryggistæki skipa. Báts- verjar stóðu allan tímann við austurinn í ágjöf og bylhraglanda, enda virtist lekinn færast í aukana. Til Patreksfjarðar var komið kl. 15.45. Var báturinn þá dreginn upp að síðunni á Helga- felli, og tóku skipverjar þar við að ausa bátinn og sjá um hann, en bátsverjar komu um borð í Sjómarmafræðslan og hagnýting vísindalegrar þekkingar Yfirleitt má segja, að mannkindin þræði troðna stigu, og er það mjög að vonum, þar sem nær því aleiga hvers einstaklings er frá öðrum komin. Mál, tælcni, menntun og siðir, allt þetta er arfur, sem okkur er fenginn til þess að létta lífsbaráttuna, arfur, sem við eigum að ávaxta og láta ganga aukinn og bættan til næstu kyn- slóðar. Þessi sannindi eiga ekki síður við um fisk- veiðar en hvern annan þátt mannlegra athafna. ekki síður fiskveiðar íslendinga en annarra þjóða. Kynslóð eftir kynslóð hefir verið safnað þekkingu, sem gengið hefir í ætt, mann fram af manni, en á þessari þekkingu stendur íslenzk útgerð í dag. Ávöxtur þekkingarinnar er annars vegar sú tækni, sem við ráðum yfir, en hins vegar árangurinn af lífsreynslu kynslóða og vísindalegra rannsókna um fiskinn í sjónum. Nú eru tímamót í sögu þessarar þjóðar, þar sem íslandi hefir nú lilotnazt sæti á bekk með óháðum og fullvalda ríkjum. Allir íslendingar hljóta að fagna því, og óska þess af heilum hug, að okkur megi auðnast að halda því um alla tíð, Helgafell til að fá sér hressingu og þurrka klæði sín eftir erfiðið og vosbúðina. Höfðu þeir þá staðið án afláts við austurinn í nálega fimm klukkustundir. Klukkan 16.45 var komið upp að bryggju á Vatneyri með bátinn á síðunni, og dæla fengin úr landi til að reyna að halda bátn- um á floti, en það reyndist árangurslaust. Var þá það ráð tekið, að fara með hann upp í fjöru, að lítilli bryggju, sem þar er. Þegar þangað var komið, sökk báturinn. Var svo að sjá, að ekki hefði mátt tæpara standa með að koma honum í höfn- Leifur Eiríksson er 26 brúttósmálestir að að stærð, byggður á Akureyri á árinu 1939. Hann er fallegur bátur og hinn traustasti að sjá. Um borð í b/v. Helgafelli, 12. jan 1945. Sigurður E. Ingimundarson bræðslumaður. 10 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.