Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 40
Nokkrar stökur
eftir Jóhann Bárðarson.
um skip, sjó og sjómenn.
Fyrstu 6 vísurnar eru gerðar á sjó við ýms
tækifæri.
Rifja sjávar regin tröll
Ránar bláa teiginn.
Öldur háar eins og fjöll
elta smáu fleyin.
Boða-riðin brotna há,
bárur iða og sprikla.
Hryggjarliðum Ægis á
álftir viða stikla.
Gnoðin mikla, liðug, létt,
lagar stiklar grundir.
Boðar hnykla brúnir þétt,
bárur sprikla undir.
Þýtt er leiði, lifnar geð,
liðugt reiða-hundur
sínum breiðu brjóstum með
bylgjur sneiðir sundur.
Sléttubönd.
Togna strengir, víklcar voð,
veina kengir linda.
Bogna stengur, gnötrar gnoð,
glottir þengill vinda.
Blánar móða, geisla glóð
gyllir flóðið víða,
Ránar jóðin ástar óð
arma bjóða þýða.
Næstu 5 vísur eru um sjómenn almennt. Eru
3 þær síðustu sléttubönd og eru í bók Jóhanns
,,Áraskip“.
Kappar frægir sjávar svið
sigla þægilegan.
Glíma Ægi ygldan við,
ekki vægilegan.
SJÓMANNABLAÐIÐ VlKINGUR
Útgefandi:
Farmanna- og fiskimannasamband Islands,
Ritstj. og ábyrgðarm.: Gissur Ó. Erlingsson.
Ritnefnd:
Hallgrímur Jónsson, Grímur Þorkelsson,
Henry Hálfdánsson, Konráð Gíslason, Þor-
varður Björnsson, Snæbjörn Ólafsson.
Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar
árgangurinn 20 krónur.
Ritstjórn og afgreiðsla er á Bárugötu 2, Reykja-
vík. Utanáskrift: „Víkingur", pósthólf 425, —
Reykjavík. Sími 565S.
PrentaO í tsafoldarprentsmiöju h.f.
Þegar kvikur knerri á
kólgu ryki skvetta,
enginn hika sjómenn sá,
sigla strikið rétta.
Kynning drengja þægi þjóð
þekkist gengi róðurs.
Minning lengi geymist góð,
glymji strengir hróðurs.
Djarfir, knáir færðu fley,
fengu smáa gjaldið.
Þarfir sáu, ofbauð ei
Ægis háa valdið.
Öllum sendist þakkir, þjóð
þeirra lending greiði.
Snjöllum endist gæfa góð,
Guða hendur leiði.
Gamall og frækinn formaður átti sjötugsaf-
mæli fyrir skömmu. Sendi Jóhann honum þá
eftirfarandi vísur í heillaskeyti.
í sjötíu ár á úfnum sjó
afl við bárur þreyttir.
Aldrei sár né þreklaus þó
þóftu-klárum beittir.
Sigldir skeið um svalan mar,
sóttir veiði dýra.
Gazt þér heiður háan þar
happa leið að stýra.
Verði örugg auðnu kjör,
alltaf fjörugt leiði.
Heill í vör úr happa för
hlaðinn knörinn skeiði.
40
VlKINGVU