Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 9
nauðsyn síldarflotanum er það, að hafa örugga
höfn og stóra síldarverksmiðju á Húsavík, þar
sem engin höfn er á öllu svæðinu frá Raufar-
liöfn til Eyjafjarðar, en á þessu svæði er síldin
tryggust, þegar á vertíð líður, nótt fer að lengj-
ast og mest áríðandi fyrir skipin að geta náð
til hafnar til afferminga og skjóls; enda hefir
það sýnt sig greinilega, síðan þessi kvörn kom,
hvað skipin liafa sótt fast að fá losun, þrátt
fyrir það, þótt aðstaðan við affermingu sé svo
bágborin sem mest má vera. Þetta er mjög eðli-
legt, því að af öllu þessu svæði, frá Grímseyjar-
Frá Húsavík.
sundi, öllum Skjálfandaflóa, austur með Tjör-
nesi, austur í Axarfjörð, jafnvel austur undir
Rauðunúpa, ei' hægast að jafnaði að fara til
Húsavíkur á hlöðnum skipum. í fyrsta lagi
vegna þess, að það er jafnaðarlega styttra, og
í öðru lagi betri leið, að fara til Húsavíkur, því
eins og þeir vita, sem við síldveiði hafa verið
hér við Norðurland, þá er oft þrálát austan- og
norðaustanátt, þegar líður á síldarvertíð. Þess
vegna skiljanlegt, að betra muni vera að fara
undan sjó og vindi til Húsavíkur, lieldur en nróti
sjó og vindi til Raufarhafnar á hlöðnum skip-
um. Svipaða sögu er að segja af hinni leiðinni.
Það getur verið spauglaust að fara á hlöðnum
skipum í austan- eða norðaustanstormi yfir
Eyjafjarðarál og vestur með til Siglufjarðar,
auk þess sem það er í sumum tilfellum rnikið
lengra. Meira að segja, í allri austanátt getur
verið sæmilegt veiðiveður vestan undir Tjörnesi
og inn í Skjálfandaflóabotn austan til, og eins
austur í Axarfjörð, allt austur undir Rauðu-
núpa, þótt illfært eða jafnvel ófært sé að kom-
ast til Raufarhafnar eða Siglufjarðar á hlöðn-
um skipum; en sæmilegt og ágætt að komast
til Húsavíkur.
Eg skal taka það fram, að ég er búinn að
stunda sjó héðan frá Húsavík í yfir 20 ár, bæði
VÍKINGUR
við síldveiði og þorskveiði, og ætti því að hafa
nokkra reynslu, hvað þetta snertir, sem ég er
hér að benda á. Eg býst líka við, að flestir
reyndir síldveiðisjómenn verði mér sammála.
Það mun ekki vera ótítt um skip, sem veiða
síld hér austur undir Tjörnesi og austur í Axar-
firði í austan- og norðaustanátt, að þau þurfi að
ryðja meiru og minnu af farminum út til að
komast til Siglufjarðar eða Raufarhafnar. T. d.
sagði mér maður, sem hér var staddur í haust,
en hafði verið á stóru síldarskipi hér fyrir norð-
an í sumar, að þeir hefðu fyllt skipið einu sinni
sem oftar hér austur við Tjörnes af síld og
þurftu auðvitað með farminn til Siglufjarðar;
en á leiðinni vestur jókst veltan og stormurinn
það mikið, að það varð að ryðja 80—100 málum,
til að komast alla leið. Þannig heyrir maður ár-
lega um fjölda tilfella, þar sem skipin þurfa að
losa sig við meira og minna af farminum á leið-
inni til hafnar, og er það óútreiknað fjármuna-
tjón, fyrir utan áhættuna, sem skip og áhafnir
þurfa aö leggja sig í hér um slóðir vegna vönt-
unar á góðri höfn og stórri síldarverksmiðju á
Húsavík.
Það hefði verið freistandi að skrifa allræki-
lega um þann furðulega sljóleika, sem fram hefir
komið hjá ráðamönnum þessara mála gagnvart
því milljónatapi, sem þjóðin hefir orðið fyrir
nú í mörg ár vegna vöntunar á síldarbræðslum.
Það eru háværar raddir á lofti um aukningu
skipaflotans, og eru sízt of háværar, en það
hefði verið fróðlegt, ef einhver af þessum mörgu
skýrslufróðu skriffinnum hefði viljað reikna út,
livað mörg skip og hvað margar síldarverk-
smiðjur hefði mátt byggja fyrir þann sjóð, sem
myndazt hefði fyrir þá veiði, sem þessi litli og
úr sér gengni veiðifloti hefði getað fært að
landi þá mörgu veiðidaga, sem hann hefir orðið
að liggja í höfn vegna vöntunar á síldarvinnslu-
tækjum í landinu.
Húsavík, 10. október 1944.
Björn Kristjánsson.
Rithöfundur nokur hafði sent timariti sögu til
birtingar, en ekkert svar fengið. Hann skrifaði blað-
inu skammarbréf og krafðist þess, að annaðhvort
yrði sagan birt tafarlaust eða endursend, því hann
hefði önnur járn í eldinum. Hann fékk handritið
um hæl og orðsendingu með: „Ég hef lesið sögu
yðar og ráðlegg yður að láta hana hjá hinum járn-
unum.“
9