Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 1
SJÓMANNABLAÐIÐ UIKIH6UR ÚTGEFANDl: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS VII. árg. 1.-2. tbl. Reykjavik, jan.—febr. 1945 Horft fra m á vegirm Um áramótin minnumst við sjómennirnir þeirra úr stétt okkar og annarra, sem látið hafa lífið á liðna árinu í baráttunni við æstar öldur hafsins eða hina klettóttu strönd lands vors, og þeirra, sem hafa orðið hamförum ófriðarins að bráð á hafinu. Við minnumst landa okkar, er þannig hafa látið lífið, með þakklæti í huga fyrir störf þeirra í þágu þjóðar vorrar og erum jafn- framt stoltir af því, að þeir voru að vinna þörf og uppbyggileg störf, er þeir voru kallaðir héð- an og hugðu eigi á eyðileggingu, sem er þó mjög á lofti haldið nú, heldur hið gagnstæða. Á árinu hurfu 83 menn í hafið, karlar konur og börn, og er það mikil blóðtaka fyrir okkar fámennu þjóð. Að vonum er þessi stóri hópur harmaður af ástvinum og öllum, er voru þeim tengdir á einn eða annan hátt, en þjóð, sem byggir líf sitt að miklu á hafinu, getur ávallt átt von á hættu, að slys beri að og mannskaði verði, jafnvel á tímum friðar og stjórnmála- öryggis. Okkar þjóð verður því að bera höfuðið hátt og starfa og stríða, ef hún vill velli halda, og þeir, sem eiga um sárt að binda, láta huggast og horfa fram til bjartari og betri tíma. Eigi verður svo minnzt á nokkra þætti úr lífi þjóðarinnar á síðasta ári, að ekki gnæfi þar hæst hinn mikli viðburður og aðdragandi þess, er lýðveldi var stofnað á íslandi 17. júní síðast liðinn. Þrátt fyrir allt er saga síðustu ára á fs- landi svo merkileg fyrir undirbúninginn undir þessi sögulegu tímamót, að margt, sem miður hefir farið, hefir gleymzt fyrir þann stóra sigur, enda þótt þar með sé ekki öll sagan sögð. Margt er enn óleyst í sambandi við þau tíma- VlKlNGUR mót í sögu fslands, meðal annars, að ganga frá fullkominni iýðveldisstjórnarskrá og byggja upp hið raunverulega sjálfstæði eða tryggja það. Með nýsköpun og skipulagi á sviði atvinnulífs- ins, stóraukinni tækni og rannsóknum og nýt- ingu gæða landsins og hafsins, er umlykur það, verður slíkt að gerast. Eftir nærri 7 alda þoku og hafvillur á sviði þjóðmálanna hefir íslenzka þjóðin nú loks fundið svo sjálfa sig, að hún telur sig þess umkomna að taka öll sín mál í eigin hendur, og var það ekki vonum fyrr. íslenzka þjóðin stendur nú á hinum einstæð- ustu tímamótum til þess að sýna, hvað í henni býr. Þrátt fyrir margra alda áþján hefir frelsið og framfaraþráin lifað og orðið að þeim stríða straumi, sem svalg alla andúð og efasemdir svo eftirminnilega, að nú stöndum vér sem frjálsir menn meðal þjóðanna, viðurkenndir af hinum beztu þjóðum heims. Nú er það okkar að sýna, að við séum hinir sönnu afkomendur þeirra ágætismanna, er námu ísland, skópu sögu þess og viturlega stjórn í upphafi. Og þeirra er drengilegast hafa barizt fyrir rétti þjóðarinnar á liðnum öldum með beittum brandi sögulegra sanninda og stæltum og ákveðnum vilja til þess að leiða þjóð vora á rétta leið til sigurs í frelsis- baráttu hennar. Þeim öllum sé þökk og heiður fyrir drengilegt og gott starf. íslenzka þjóðin sýndi ákveðið, hve sigur vilj- ans og samtakanna getur verið glæsilegur, við atkvæðagreiðsluna í lýðveldismálinu, svo að slíks eru víst engin dæmi í sögu frjálsra þjóða. Þess vegna er enn meira í húfi, og því frekar þarf að vaka á verðinum í framtíðinni. Nú er hið fyrsta þing háð eftir lýðveldisstofn- unina. Nú liggur fyrir Alþingi meðal margra mála merkilegt mál, sem snertir sjómenn og 1 LAiJUSBQKASAFN Aí159090 ÍS. I.AL' 'Ts

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.