Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 3
hvort miðar áfram eða úr leið er undir því kom-
ið, hvernig er á haldið. Það, sem menn verða að
hafa í huga, þegar svona mál myndast, er þetta:
Ekki má nema staðar við hverja smá torfæru,
sem verður á veginum. Það verður að brúa liana.
Framþróunin verður að fá notið sín, og brúin
milli nútíðar og framtíðar í þessu máli er ótví-
rætt þær tillögur frá F.F.S.Í., sem nú liggi"
fyrir Alþingi. Þegar sett eru lög, verður að
hugsa um hag fjöldans og heiður þjóðarinnar,
en ekki um þá fáu, sem gjarna vilja bolast í gegn
um lífið, án þess að taka fullt tillit til þeirra
tíma sem þeir eru uppi á, og verða því í annarri
víglínu á framfarabrautinni.
í fornöld fóru íslendingar utan og voru margir
þeirra fyrir sakir andlegs og líkamlegs atgervis
settir hið næsta konungum. Þótti það heiður
mikill. Gátu forfeðurnir sér oft í þeim förum
hinn bezta orðstír. Nú eru aðrir og nýir tímar,
en ennþá viljum vér mæla oss við aðrar menn-
ingarþjóðir. Því er um að gera að búa þjóðina
sem bezt á öllum sviðum undir þann mann-
jöfnuð. Menntun og menning er lykillinn að öll-
um sigrum. Að fáum árum liðnum munu allir
verða þakklátir, ef Alþingi ber nú gæfu til þess
að samþykkja frumvarpið eins og það liggur fyr-
ir. Þá verður það öllum ljóst, að ein torfæran á
framfarabrautinni hefir verið brúuð. Þess vegna
á nú minna prófið að hverfa skilyrðislaust og
engar ívilnanir að veita, frekari en gert er ráð
fyrir í frumvarpinu, í því sambandi
Við þessi merku tímamót í sögu íslands, við
þessi fyrstu áramót, eftir að ísland varð á ný
frjálst og fullvalda ríki, skora ég á öll sambands-
félög vor að treysta enn og efla á alla lund sam-
tök sín og samheldni í baráttunni fyrir rétt-
mætri viðurkenningu samtakanna og hvika
livergi frá settu marki, sem er barátta fyrir auk-
inni me.nntun, menningu og öryggi og öðrum
þeim málum, er miða stétt vorri til velfarnaðar.
Eg heiti á alla meðlimi sambandsfélaganna
hvern á sínum stað, að sýna og sanna, að þeir
séu eins og öldur hafsins, sem þeir þekkja svo
vel, ákveðnir á stefnunni, þótt stundum kunni
að blása á móti, og hvika hvergi frá stefnunni,
sem er vel menntuð og fullkomlega frjáls og
vel siðuð sjómannastétt, sem setur heiður þjóð-
arinnar ofar öllu öðru.
Alþingi hlýtur samkvæmt aldagömlum átrún-
aði og trausti þeirra, sem vilja frelsi og fram-
þróun, en ekki helsi og fálm, að styðja okkur í
þessu umrædda máli, sem og öðrum málum, sem
miða til aukinnar þekkingar og öryggis.
Hvar stöndum við með öll okkar óleystu við-
fangsefni, sem byggja eiga upp og treysta und-
irstöðuna undir hið nýstofnaða frjálsa og á-
Vísitala fiskverðsins
Einasta möguleg leið út úr ógöng
peningamálanna.
Nú er heimsstyrjöld. Á heimilum, vinnustöðv-
um og vígvöllum keppast synir og dætur ófrið-
arþjóðanna við að sýna takmarkalausa ætt-
.jarðarást, sjálfsafneitun og drengskap á öllum
sviðum. Þar hvetur hver annan. Að þessu leyti
er styrjöldin dýrleg tíð, því líf, lifað í dreng-
skap, fórnfýsi og ættjarðarást, er í sannleika
sagt dýrlegt.
Við sleppum umtali um hina svörtu hlið
stríðsins. Þar á móti skulum við minnast þess,
að brátt líður að því, að vér íslendingar verðum
að leggja út í ofurlítið stríð fyrir lífsréttindum
þjóðar vorrar, atvinnustríð, sem þjóð vor verður
að heyja í harðri samkeppni við keppinauta, er
að öllu samanlögðu standa oss betur að vígi.
Þjóð vor verður að gæta eigna sinna og halda
atvinnurekstri sínum í fullum gangi. Atvinnu-
leysi má ekki skapast.
í heimsstyrjöld þessari hefir þjóð vor orðið að
byrga ríki, ef öll mál eiga þannig að dragast á
langinn, hversu sjálfsögð, sem þau eru, ef að-
eins einhver hreyfir mótmælum, hversu veik
sem þau kunna að vera. Nú dugar ekki tepru-
liáttur eða gælur við smámuni. Við höfum geng-
ið inn á nýja braut, og nú er að halda hana beint
og krókalaust til sigurs og sæmdar fyrir okkai-
kæra land.
Að þessu sinni verður hér staðar numið og
eigi minnzt á fleiri mál, þótt þess væri þörf, en
þeirra hefir að undanförnu verið getið í frásögn-
um frá síðasta þingi F.F.S.í. En afgreiðsla þessa
máls, sem hér hefir aðallega verið rætt og er
beint framhald af byggingu hins nýja og full-
komna sjómannaskóla, er sýnir sameiginlegan
vilja sjómanna um aukna menntun og menn-
ingu, verður prófsteinn á framsýni og þjóðar-
metnað.
Sameinuð og vel menntuð þjóð, þótt fámenn
sé, heldur ávallt heiðri sínum meðal siðaði’a
þjóða og hefir skilyrðin til þess að leysa hin
vandasömustu verk.
Gleðilegt nýjár!
Ásg. Sigurðsson.
VÍKINGUR
3