Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 15
sem bezt njóti sín í höndum þess hernaðaraðiia, sem yfirráðin hefir á hafinu. En það er nákvæm- lega öfugt hvað snertir stærri kafbáta. f upphafi núverandi styrjaldar varð það ber- sýnilegt, að ýmsar gamlar aðferðir á sviði sjó- hernaðar kröfðust skjótra endurbóta. Þýzki flotinn, sem var veikari, mundi aldrei leggja til orustu að fyrra bragði, heldur leggjast í „vík- ing“ gegn verzlunarflota Bandamanna. En aðal- styrkur þýzka flotans lá í því, að skipalestir Bandamanna voru aldrei óhultar fyrir árásum, ef þær nálguðust hafnir á valdi Þjóðverja og þurftu alltaf vernd öflugri flota en þess, sem Hitler gat sent til árása, er hann áleit hentugast. Af Breta hálfu var þetta varnarstríð, ein- göngu háð til þess að tefja tímann þar til þau hernaðarmeðul kæmu til sögunnar, sem ger- eyddu sjóveldi Hitlers. Þessi aðferð, að vera sí- fellt viðbúinn árás, sýndi samt einstöku jákvæð tilfelli, t. d. þegar Graf von Spee, Bismark og Scharnhorst var sökkt. En það var vafasöm hernaðarvizka, að halda svona út og bíða eftir hernaðarskyssum Hitlers, sem hægt var að þakka slíka sigra. Við svo búið gat ekki staðið lengur. Finna varð upp frumleg vopn. Nýjar aðferðir. Brezki dvergkafbáturinn var þá fundinn upp og smíð- aður, skipshafnir æfðar. Þessum framkvæmdum var haldið svo vandlega leyndum, að Þjóðverja grunaði ekki hið minnsta. Skipshafnirnar, sem valdar voru í hlutverkin, hurfu blátt áfram af yfirborði jarðar. Þær voru látnar hafast við i lágreistum byggingum í strandhéruðum, þai' sem íbúarnir höfðu verið fluttir á brott. Æfing- arnar voru afarstrangar. Áherzla var lögð á, að gera mennina hæfa til að þola þá líkamlegu þrekraun, sem það kostar, að standa eða liggja tímum saman í fastskorðuðum stellingum; því meðan dvergkafbáturinn vann hlutverk sitt, þurfti skipshöfnin, 3—4 menn, að liggja eða standa hreyfingarlausir, hver á sínum stað og anda að sér röku mollulofti, því að súrefnis- geymar voru ekki til. Máltíðanna neytti hver á sínum stað; matnum var komið fyrir tilreiddum, svo að hægt væri að grípa til hans. Jafnframt líkamsþjálfuninni hófust æfing- arnar í meðferð „dverganna“. Því þar sem þessi gerð var alger nýung, varð að ráða bót á öllum göllum og erfiðleikum, sem komu í ljós við próf- anirnar. Á stóru kafbátunum komu oft í ljós ýms fyrir- brigði, tæknilegs eðlis, sem skipshöfnunum voru áður ókunn, og í þessum „hvítvoðungum" með öllum sínum hárnákvæmu tækjum og vélum, eins samanþjöppuðpum og verki í armbandsúri, komu ótal nýir eiginleikar í ljós. Nýjar grundvallarreglur þurfti að finna upp í meðferð þeirra við að fara í kaf og halda þeim á stöðugu dýpi. Vélar og tæki við leiðarreikning var allt nýtt. Bretar hafa lengi átt í höggi við kafbáta. Ár- um saman hafa þeir beitt allri sinni vísindalegU tækni til þess að finna kafbáta á 100 feta dýpi og tortíma þeim. Þjóðverjum mega þeir þakka, að brezki flotinn hefir öðlazt víðtækari reynslu í því að herja á kafbáta en floti nokkurrar ann- arrar þjóðar. Reynslan kemur þeim nú að góðu haldi við að verja eigin kafbáta. Ennþá hvílir leynd yfir dvergkafbátunum. Al- menningur fær eflaust um skeið að glíma við getraunir í sambandi við þá tæknilegu erfiðleika, sem yfirvinna varð áður en þeir voru tilbúnir „í tuskið“. Herstjórn Þjóðverja hafði fullan hug á að nota sín herskip, en hún átti úr vöndu að ráða, þeirn vanda, sem alltaf bíður veikari aðilans. Af tvennu illu varð hún annaðhvort að gera, senda flotann úr höfn til orustu — og eiga á hættu að missa hann, eða að láta hann liggja óvirkan í höfn. Hið fyrra hafði hún reynt og það mistek- izt, eins og dæmin með Graf Spee og Bismark sýndu. Hún hafði lotið örlögum þeim, er bíða víkingaskipa, sem hætta sér út á höfin sem ó- vinurinn ræður yfir. Tirpitz var fullsmíðaður um það leyti sem Bismark var sökkt. Hann var öflugasta herskip heimsins, 40 þús. smál., 800 fet á lengd, vopnað- ur átta 15 þuml. fallbyssum. Áhöfnin var 1500 manns. Tirpitz var að útbúnaði og tækni talinn jafngilda 30 kafbátum, en Bretar sökktu þeim nú mjög Ört. Á móti Tirpitz urðu Bretar að tefla fram að minnsta kosti tveimur orustuskipum. Og ef nú Þjóðverjar beittu Scharnhorst jafnhliða Tirpitz, óx þolraun brezka flotans gífurlega, þar sem hann hafði aðeins til umráða 16 herskip, þar af 9, sem álitin voru nokkurn veginn jafnokar Tirpitz, til að vernda skipalestir, hvert sem þær fóru um höfin, flytjandi dýran varning, milljónir hermanna og útbúnað þeirra. Stjórnmála- og hernaðarlegar aðstæður Þjóð- verja neyddu þá til að senda Tirpitz úr höfn. Hann varð að láta til sín taka og sýna heimin- um til hvers hann dugði. Fall þýzka keisara- dæmisins hófst með uppreist í þýzka útliafsflot- anum, sem legið hafði ár í Kiel. Þess utan jókst sprengjuflugvélafloti bandamanna með þeim risaskrefum, að hann var að verða einráður í loftinu. Hamborg og Bremen höfðu verið lagðar í rústir og það var ekki eftirsóknarvert að geyma Tirpitz innan flugvíddar árásarflugvél- anna, ef þær beindu athygli sinni að honum. í Norðurhöfum, þar sem skipalestirnar á leið til VÍKINGUR 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.