Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 37
KTINNI
Lengi foýr að fyrstu gerð.
„Þegar hann sagði, að við hefðum hann að fífli,
gat ég aðeins sagt, að skaparinn hefði orðið fyrri
til.“
★
Snúið heim úr róðri:
Hallast skeiðin, héðan sný,
hjartað þráir friðinn.
Eg hef löngum lífi í
lagt á grunnu miðin.
S. M.
★
1 beituskúr.
Silfurbúni baukurinn
bragna lúna gleður,
meðan húna hundurinn
hlés í túnum veður.
G. B.
★
Á heimleið.
Við höfum fiskað vel í skeið,
vindum segl við húna.
í Herrans nafni heim á leið
halda skulum núna.
F. Ö.
★
Fyrsta loftárásin.
Fyrstu loftárásir, sem sagan getur um, voru
gerðar fyrir 95 árum, en þá gerðu Austurríkismenn
ítrekaðcir sprengjuárásir úr allt að 1500 metra hæð
á Feneyjaborg, sem hafði hafið uppreisn gegn
stjórn Austurríkiskeisara. Verkfræðingur einn í
her Austurríkismanna, Franz Uchatius að nafni,
hafði gert tilraunir með belgi, sem fylltir voru
lofti, hituðu með ofni, er hékk neðan í þeim. Hann
lagði til, að slíkir belgir yrðu látnir berast fyrir
vindi inn yfir borgina, og skyldi hver þeirra útbúinn
tæki til að sleppa sprengju eftir ákveðinn tíma.
Yfirherstjórnin hafnaði boðinu, en keisarinn fól
honum að gera tilraun.
Uchatius lét gera loftflota, sem í voru 100 belgir,
en hann gat aðeins náð í ofna fyrir fimmtíu þeirra.
Þegar þeir voru tilbúnir, flutti hann bækistöð sína
á herskipið Volcano, vék því til unz reynslubelgir
hans svifu inn yfir borgina, og þá leysti hann fyrsta
sprengjubelginn. Sprengjan sprakk á miðju fjöl-
förnu stræti. Fólkið varð viti sínu fjær af skelfingu
við þessa óvæntu ógnun af himnum ofan. Margir
tróðust undir í þyrpingunum, sem ruddust út á
mjóar brýrnar yfir skurðina. Dag eftir dag sleppti
Uchatius belgjum sínum. Vegna ófullkominnar
smiði belgjanna urðu oft mistök, sem uku eyði-
legginguna, sem af þeim hlauzt. Nokkrir þeirra of-
hitnuðu, svo að kviknaði í þeim, en logandi silki,
víðitágum, spítnabraki og ofnstykkjum rigndi niður,
auk sprengjanna. Borgarbúum lærðist fljótt að
skjóta ekki á belgina, vegna þess, að logarnir voru
öllu hættulegri en sprengjurnar. Nokkur hús urðu
eJdinum að bráð, áður en fólkið vann svo bug á
hræðslunni, að það kæmi á fót brunaliði. Loftárás-
irnar urðu aðeins fjórum mönnum að bana og
særðu 2, en hin sálrænu áhrif þeirra voru ægileg.
Fólkið var svo skelkað, að enginn þorði að fara úr
borginni né nálgast hana. Það lá við hungursneyð
í Feneyjum, vegna þess, að borgin byggði að mestu
leyti á siglingum um aðdrætti alla.
Borgarbúar voru komnir á fremsta hlunn að gef-
ast upp, þegar loftsóknin skyndilega hætti. öfund-
armenn Uchatiusar gerðu mikið úr kostnaðinum við
þessar handahófslegu stríðsaðgerðir, sem þeir svo
kölluðu, og þeim tókst að koma því til leiðar, að
beiðni hans um fleiri ofna var synjað, en án þeirra
voru honum hinir fimmtíu loftbelgir, sem hann átti
ónotaða, gagnslausir.
Þegar Feneyjabúar voru lausir úr álögum þessara
ógna af himnum ofan, óx þeim kjarkur og þor, svo
að þeim tókst að brjóta af sér umsát Austurríkis-
manna.
Eftirfarandi samtal fór á milli tveggja fyllirafta,
sem slöguðu í armlögum eftir götunni:
— Veiztu að ég var bara há-hikk-hálft annaíS pund
þegar ég fœdd-hist. Rvei mér þa-há!
— pú seir’ þa’ ekki. Lifðiröu1?
— Li-Lifði ég! Maður lifandi! Þú ættir að sjaliá
mig núna!
VIKINGXJR
37