Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 19
•• Oryggismál Mikið hefir verið rætt og ritað um öryggis- mál sjómanna á tveim síðastliðnum árum, og mun gagnrýni, sem fram hefir verið borin, hafa leitt til ýmissa umbóta. Eitt er þó það atriði, er sjaldan hefir verið minnzt á í sambandi við öryggismálin, það er varðar vélstjórn og vél- stjóra á skipum. Eg ætla að fara nokkrum orðum um þessa hlið öryggismálanna, ef vera kynni, að þeir, er hlut eiga að máli, ljúki upp augum fyrir þeirri hættu, er stafar af því, að skapa vélstjórum ekki viðunanleg starfsskilyrði, eins og til dæmis á sér stað, er þeir eru látnir skuldbinda sig til að sinna hásetastörfum á þilfari að meii'a eða minna leyti, og fara í báta á síldveiðum. Til eru dæmi frá síðustu vertíð, að bátar voru dregnir að landi vegna vélbilana, er urðu vegna þess, að fyrsti vélstjóri var á þilfari að þorsk- veiðum. Á meðan hætti vélin að fá smurning og bræddi úr öllum aðallegum. Á línu- og dragnóta-veiðum, þar sem hluta- skipti eru, mun vera all títt að spara tölu skip- verja, og er það oftast gjört á kostnað vélgæzlu skipsins — með þegjandi samþykki vélstjóra og skipstjóra — í þeim tilgangi, að skipta í færri staði. Telja menn sig þá vera að spara, þótt stundum verði það þeim dýrkeypt, t. d. með viku til hálfs mánaðar landlegu frá góðum afla, vegna úrbræðslu eða annarra vélbilana. Því má heldur ekki gleyma, að ekki er ætíð auðvelt að ná landi, þegar vélbilun á sér stað, og þá er öryggi skipshafnarinnar stefnt í hættu. Skal hér rakin þróun og viðgangur þessa hugs- unarháttar, þá er stærri mótorskipunum fjölg- ar. Skip þessi hafa ýmist verið í flutningum hér við land, milli íslands og Englands, eða stundað veiðar með botnvörpu, og síldveiði á sumrum með herpinót. Á skipum þeim, er siglt hafa milli landa, hefir lagaákvæðum um starfslið og tölu skipverja verið framfylgt, þar sem mér er kunnugt mál. En svo, þegar sum þessara sömu skipa fara á síldveiðar, hefir verið gripið til fyrrnefndra „sparnaðarráðstafana“ um tölu skipverja, á kostnað vélgæzlu skipsins, með þeim hætti, að annar vélstjóri fer í báta, eða jafnvel með þeim hætti, að láta annan vélstjóra aðeins mæta við, lögskráningu, en ganga síðan að öðru starfi í landi. Það vissi ég til, að átti sér stað á síðustu síldarvertíð. Ærið langur varðtími getur orðið hjá fyrsta vélstjóra á skipum, þar sem annar vélstjóri fer í báta, en ekki er fátítt, að hann bæti sér það upp með því að „poka“ í vélarrúmi. Með því að undirgangast slíka tilhögun svíkja vélstjórarnir sjálfa sig og starf sitt og veikja öryggi skips- ins. Til er það og á sumum hinna stærri mótor- skipa (með vélar yfir 200 hestöfl), að stjórn- tæki vélar eru leidd til stýrishúss, og er þá skoðun sumra, að ekki sé lengur þörf vélstjóra í vélarrúmi. Þessi skoðun er orðin til á smærri skipum og er að mestu leyti vélstjórunum sjálf- um að kenna, þar sem þeir hafa stundum haldið sig alls staðar annars staðar á skipinu en í vélar- rúmi, er þeir eru á vakt, í skjóli þess, að hægt sé að stjórna vélinni frá stýrishúsi, hvenær sem þörf gerist. Þá er ekki óeðlilegt að skipstjórarnir haldi, að vélstjórinn geti unnið eitthvað á þilfari, og að spara megi með því mann á skipið. Öllum hugsandi mönnum er það ljóst, að með slíkum starfsháttum og skoðunum á starfi vél- stjóra, er gerð skerðing á öryggismálin, sem uppræta verður úr fiskiflotanum. Sem betur fer eru þau þó fá nú orðið mótorskipin, þar sem slíkt ástand ríkir. En þó vantar á, að allir skip- stjórar vilji skilja réttmæti þess, að vélstjór- arnir séu við sitt starf og hvergi annars staðar. Loks til vélstjóranna: Lærið að skilja og meta ykkar eigið starf; undir því getur öll.skips- höfnin átt líf sitt. Sveinn Jónsson, vélstjóri. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Grótta hélt aðalfund sinn 7. þ. m. Á fundinum var sam- þykkt að stofn'a deild í Keflavík fyrir þá meðlimi félagsins, er búa á Suðurnesjum, og ýmsar aðrar breytigar voru gerðar á lögum þess. — Formaður félagsins er nú Auðunn Hermannsson. VÍKINGUR 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.