Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 33
Ur skýrslu Sjómanna- og
STARFSTÍMI
Sjómanna- og gestaheimili Sigluf jarðar hóf starf-
semi sína að þessu sinni fimmtudaginn 1. júlí, en
um það leyti voru skip byrjuð að koma hingað til
síldveiða, en lauk störfum 30. sept., er flest eða
öll síldveiðiskip voru farin héðan, og fólk það, er
hér stundaði sumarvinnu. Heimilið starfaði því alls
í 3 mánuði, og er það nokkuð lengri tími en verið
hefur áður.
Húsakynni heimilisins voru hin sömu og áður,
og höfðu smávegis lagfæringar verið gerðar innan
húss, til þess að allt mætti verða sem vistlegast.
Dagleg störf á heimilinu önnuðust þær frú Lára
Jóhannsdóttir og frú Guðlaug Steingrímsdóttir, en
þær störfuðu einnig við heimilið sumarið áður. Hr.
Friðrik Hjartar, skólastjóri, starfaði einnig við
heimilið um 6 vikna skeið. Sjálfboðaliðar frá stúk-
unni Framsókn réttu oft hjálparhönd, þegar mikið
var að gera.
STARFIÐ
Starfið á heimilinu var að þessu sinni með mjög
líku sniði og undanfarin ár. Frá því í byrjun júlí-
mánaðarog fram til loka mánaðarins var heimilið
opnað alla daga kl. 9 f. m. og lokað kl. 22,30 að
kvöldi. En vegna þess, að raddir höfðu komið fram
um það, að æskilegt væri, að opið væri lengur að
kvöldinu, var tímanum breytt þannig, að opnað
var kl. 10 f. m. og opið til kl. 23,30 að kvöldi. Var
byrjað á þessu 30. júlí, og var almenn ánægja yfir
þessari breytingu.
Öllum var frjáls aðgangur að heimilinu, er fylgdu
settum reglum um umgengni. Gátu menn komið og
farið, er þeir vildu, og dvalið þar lengur eða skemur
eftir því, sem þeir óskuðu.
Flest blöð og tímarit lágu frammi á lesstofu
heimilisins til afnota fyrir gestina. Pappír og ritföng
gátu menn fengið eftir þörfum og þurftu ekki að
greiða fyrir það, frekar en þeir óskuðu. Bækur gátu
menn einnig fengið lánaðar, bæði á lestrarsal og í
skipin, en um fyrirkomulag þeirra útlána verður
nánar getið síðar í skýrslunni.
Á veitingasal voru veitingar framreiddar alla
daga, þó voru ekki tök á því að hafa heitan mat á
boðstólum.
Þá var annazt um móttöku og sendingu bréfa,
peninga og símskeyta fyrir þá, sem þess óskuðu.
Margs konar leiðbeiningar og upplýsingar voru
veittar þeim, sem þess óskuðu. Föt og munir voru
geymdir fyrir allmarga sjómenn á síldarskipum,
og einnig var sérstakt herbergi, þar sem menn gátu
haft fataskipti og snyrt sig.
Útvarp var jafnan í gangi á útvarpstíma, og orgel
og píanó voru í veitingasal, og var gestum frjálst
að leika á þau, ef þeir óskuðu.
AÐSÓKN
Undanfarin ár hefur það verið venja að láta gesti
skrifa daglega nöfn sín í gestabók heimilisins.
Jafnan reyndist erfitt að fá gesti til að skrifa nöfn
sín daglega, ag gaf því gestabókin ekki rétta hug-
mynd um heildarsóknina. Var því gerð sú breyting,
að starfsfólk heimilisins áætlaði tölu gesta eftir
því sem næst var komizt hvern dag, og skrifaði
þá tölu í dagbókina.
Aðsókn að heimilinu hefur aldrei verið meiri,
síðan það tók til starfa. Alls komu á heimilið um
6080 gestir yfir starfstímann samkvæmt dagbók
heimilisins. Flestir gestir voru' á einum degi um
300, en þá var landlegudagur og mörg skip inni.
Um 668 bréf voru skrifuð og þeim nær öllum komið
í póst. Teknir voru til geymslu og sendingar pen-
ingar að upphæð kr. 14606.00.
Landssímasamtöl og símskeyti voru afgreidd
fyrir mjög margt fólk, einkum eftir lokunartíma
bæjarsímans, og kom það sér oft mjög vel fyrir
sjómenn, er höfðu takmarkaðan tíma í landi.
Meginþorri þeirra gesta, er á Sjómannaheimilið
koma, eru sjómenn af síldarskipunum, en auk þess
eru margir gestanna aðkomufólk, er vinnur hér í
landi og hefur oft ekki önnur heimili en vinnuskála
(brakka). Þykir mörgu af þessu fólki gott að koma
á sjómannaheimilið og sitja þar við lestur blaða og
hlusta á útvarp. Margir bæjarbúar á Siglufirði koma
þangað einnig í sömu erindum.
Umgengni og prúðmennska gestanna hefur verið
eins og áður hin prýðilegasta, eða svo að á betra
verður ekki kosið, og eiga sjómenn og aðrir gestir
heimilisins þakkir skilið fyrir það, því að slík fram-
koma ber órækan vott um velvild og virðingu í
garð starfseminnar og sýnir auk þess, hve bindindis-
starfsemi og reglusemi má miklu góðu til vegar
koma.
SAMKOMUR
Undanfarin sumur hafa allmargar samkomur
verið haldnar á heimilinu og erindi flutt og skemmti
atriði höfð. Þetta fórst að mestu fyrir s. 1. sumar.
VÍKINGUR
33