Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 28
fjalla og taldi ekki eftir sér nokkra erfiðleika í þeim efnum. Hafliði kvæntist árið 1921 eftirlifandi konu sinni, Halldóru Helgadóttur, einnig ættaðri af Barða- strönd. Eignuðust þau 3 syni: Kristinn Daníel, 22 ára, er stundar nú nám í vélskólanum, Gísla, 19 ára; nemur hann járnsmíði; og Pétur Má, 17 ára, sem drukknaði með föður sínum. Halldóra er hin mesta skapfestu og atgerviskona, vel samhont manni sínum um að gera garðinn frægan. Er heimili þeirra hið prýðilegasta. Pétur Már Hafliðason var fæddur 10. ágúst 1927 í Reykjavík. Ólst hann upp í foreldrahúsum, gekk í gagnfræðaskóla og tók þar ágætt próf síðast liðið vor. Hann var yngstur þeirra bræðra og foreldrun- um einkar kær. Þau hjónin gerðu sér háar vonir um hann, er árin færðust yfir. Og nú átti að reyna, hvernig sjóvinnan ætti við hann. Ferðin með Goða- fossi var hans fyrsta yfir Atlantshaf, og einnig sú síðasta. Þannig vill það stundum verða. Dauðinn kippir þeim stundum til hliðar, sem mestar vonir eru bundnar við. En ástvinirnir sitja eftir með sára sorg. Svo er nú hér. Hér er óbætanlegt skarð höggvið á skömmum tíma. Eina huggun ástvinanna eru hugljúfar enudurminningar um þessa mætu menn. Hafliði, vinur minn! Sízt af öllu bjóst ég við því, er við spjölluðum saman s. 1. sumar, að það yrðu okkar síðustu samfundir. Þú nálgaðist fast aldurs- mörkin í vistinni hjá Eimskip, og var það aðalum- ræðuefnið. f gamni komumst við svo að orði, að enn væri svo mikið eftir af þér, að það væri skaði fyrir alla hlutaðeigendur, að þú yfirgæfir svo fljótt starf- ið, sem þú hefðir rækt svo ágætlega á fjórða tug ára. En aldursmörkin reyndust nær en við hugðum. Þannig er það stundum í þessu lífi, og undanþágur frá þeim aldursmörkum fást ekki. Við, hinir gömlu félagar þínir og vinir, eigum svo margar góðar endurminningar frá samfundum í litla klefanum þínum á skipinu, frá gleðistundum á heimili þínu, meðal ástvina þinna og vina, því þar er jafnan gott að koma. Við munum tillögur þínar um félagsmál, sem við mátum svo mikils. Hreinskilni þín og ein- lægni í skiptum við samferðamennina var alkunn. Og er nokkuð annað sigurvænlegra og samboðnara góðum dreng ? Þú varst til fyrirmyndar í starfs- grein okkar, og við minnumst þín með söknuði. Við þökkum trausta og ánægjulega samfylgd um ára- tuga skeið. Við minnumst hins vammlausa vinar. Okkur hefði verið það ljúfara að þrýsta hönd þína við sextugs ára aldursmörkin, í hópi ástvina þinna, en að sjá nú á bak þér. En nú ertu látinn og þið feðgar báðir; það er skarð fyrir skildi. Bandið er rofið í bili, svo að handtakið verður að bíða betri tíma. Guð blessi minningu ykkar. Hallgr. Jónsson. Bjarni Bárðarson f Lesbók Morgunblaðsins 26. febrúar er skýrt allítarlega frá frækilegu björgunarafreki, er unnið var á Bolungavík sumardaginn fyrsta 1913. Um hádegisbilið þennan dag rak á ofsarok af norðri, með snjóhríð og miklum sjógangi. Allir þeir bátar, er lágu á víkinni, slitnuðu upp eða sukku við legufæri sín, enda varð út í eng- an þeirra komizt fyrir veðurofsanum. Einn hinna minni báta, er á sjó voru, varð fyrir áfalli, skömmu áður en hann náði landi, svo að vélin stöðvaðist og hann rak fyrir sjó og vindi í áttina að hinum mestu grunnbrotum, er voru á þessum slóðum. Var ekki annað sjá- anlegt, en að hann mundi bera upp á brotin á hverri stundu og tortímast með allri áhöfn í augsýn venzlafólks þeirra sjö manna, er á bátn- um voru, auk annara, er fylgdust með því úr landi, sem fram fór. Þegar örvænt þótti með öllu, að nokkur skip- verja mundi lífi halda, bar að vélbátinn Dúfu utan úr sortanum. Þar var formaður Bjarni Bárðarson. Hann renndi báti sínum milli grunn- brotanna og hins nauðstadda báts, — ekki einu sinni, heldur þrisvar sinnum, unz öll áhöfn hans var kornin um borð í Dúfuna. Sigldi hann síðan með skipbrotsmennina til ísafjarðar, því að ekki var viðlit að lenda í Bolungavík. Bjarni Bárðarson er nú orðinn 67 ára að aldri, og 32 ár eru liðin síðan hann og félagar hans á Dúfunni unnu þetta frækilega björgunarafrek, sem lengi mun bera hátt meðal hreystiverka ís- lenzkra sjómanna. Athygli Alþingis hefir verið vakin á afreki hans; og það brugðizt vel við og veitt honum nokkra fjárhæð í viðurkenning- arskyni- Er það vel, er slíkum mönnum er sýnd verðug sæmd, þótt seinna sé en málefni standa til. G. ó. E. 28 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.