Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 22
Helgi
jónsson
frá
Súðavík
In memoriam
Bústinn, eins og bezti sauður,
hráðum er ’ann Helgi dauður
þó stundum kunni á Ijóðum lag.
Sjaldan eina fjöl við felldur;
falskur heimur þessa geldur.
Hann krusaði áfram slag í slag.
Hann var áður karl í krapi;
kallað'ur stundum angurgapi.
Kafaði títt um kalda dröfn.
Allstað'ar hann átti kraklca, —•
sem eflaust mætti fyrir þakka, —
og kærustu á hverri höfn.
Á margt hann Iagði hagar hendur;
hans því minnisvarði stendur
í Ijóði og sögu langa stund.
Kvenna-maður í meira lagi,
margt hann kvað' af ýmsu tægi;
ætíð bar hann létta lund.
Aldrei kunni ’ann aurum safna,
en auðjöfranna mútum hafna,
kaus hann, oft þó kveldi nauð.
Sannfæring ei seldi neinum,
sárum þó að ylli meinum
að vanta stundum bjorg og brauð.
Goðatoss
— sekkur í sæinn
Hví drúpa fánar að heiðurs-stöngum ?
— Hrollkalt er regn á grátnum vöngum.
Berast frá sævi sorgarkvæði. —
Svartnættisvindar þjóta í æði. —
Feðurnir dánir, dætur, synir.
Daprir að kvöldi hljóðna vinir.
Grimmleg og flá er veröld víga,
vargeldar þjóða rísa, stíga.
Engu er þyrmt, en öllu glatað.
Enginn fær leið í sortanum ratað.
Drengskapnum höfuðhögg er gefið.
Heiftin og fávitið eiga skrefið.
Sigldu með kappi sæinn voða,
sigldu fram hjá skeri og boða
einatt fræknustu íslands-garpar.
Við Ægi þeir deildu rimmur snarpar.
Viti þeir beittu, vinsemd, ráðum,
víðfrægir að sínum dáðum.
Því er nú kveðin sorgar saga
sagna og rauna á strengjum braga:
— Ungbörnin hníga í Ægisfljótum.
Ástin grætur í hjartarótum.
Náfregnin berst um höf og heima.
Hjörtun syrgja og aldrei gleyma.
Vér biðjum þann guð, sem á þó vorið,
að efla og styrkja sólarþorið,
biðjum þann guð, sem blessar landið,
að bæta oss sára niðjagrandið.
Biðjum þann guð, sem gefur allt,
að gera að sólskini hretið kalt.
En ætíð skal heillir of höfin kalla,
hvar sem íslendings raddir gjalla.
Virðum sóknina og sjómanns-þorið —
þeir sigldu þjóðinni beint inn í vorið.
Og þó að hörpur harma klingi,
heiðursljóð allir manndómi syngi.
11. nóvember 1944.
Sig. Arngrímsson.
Harður var í liorn a<V taka; Síðast þá hann liggur, látinn;
liót ei til hann vildi slaka laukskorð inörg þá verður grátin
á því, sem hann áleit rétl. að missa liann oní móðurgrund.
Bituryrtur óft í máli, Finnst mér á því færi bet'ur,
aflið smátt, en vilji úr stáli; að fallegt væri grafar-letur
sannleik unni og sinni stétt. fest yfir gamlan flækings-hund.
22
VÍKINGUR