Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 11
sem unnizt hefir. En vandi fylgir vegsemd
hverri. Það eru márgar kvaðir, sem fylgja því
að vera fullvalda menningarþjóð, og byrðirnar
verða þyngri hverjum einstaklingi, þegar fáar
eru herðarnar til þess að skipta þeim á. En það
er ekki aðeins mannfæðin ein, sem skipar ís-
landi á sérstakan bekk meðal sjálfstæðra menn-
ingarþjóða, heldur og það, að við erum að lang-
mestu leyti komnir upp á einn atvinnuveg, en
það er sjávarútvegurinn. Eg veit ekki til þess,
að nokkur önnur sjálfstæð þjóð sé jafn háð sjón-
um og við. Eins langt og séð verður fram í tím-
ann, verður því efnalegt sjálfstæði þjóðarinnar
að byggjast á útgerðinni, þar sem allt hvílir á
henni, beint eða óbeint, en hún verður um leið
að standa undir menningu þjóðarinnar, þar sem
menning kostar fé. Mikið veltur á því, að allur
almenningur í landinu skilji þetta og hagi af-
stöðu sinni gegnvart sjómannastéttinni og út-
gerðinni eftir því, og mikið veltur á, að sjó-
mennirnir skilji þetta sjálfir. Það á að vera ís-
landi kappsmál, að þýðingarmesta og væntan-
lega bráðum stærsta stétt landsins, sjómanna-
stéttin, sé sem alh'a bezt menntuð, helzt betur
menntuð en sjómannastétt hvaða lands sem er,
enda mundi það efla okkur í samkeppninni við
aðrar þjóðir, því ,,mennt er máttur.“
Það er góðs viti, að endurheimtu sjálfstæðis
landsins skuli meðal annars vera heilsað með
því, að látið er rísa af grunni stórhýsi, þar sem
sjómönnum komandi áratuga skal séð fyrir
fræðslu. Þarna mun kennt verða allt, sem nauð-
synlegt hefir verið talið til verklegra fram-
kvæmda og til þess að veita nauðsynleg réttindi.
En einni námsgrein fyndist mér ástæða til þess
að bæta við kennsluna, þegar nýi sjómannaskól-
inn tekur til starfa, en það er ,,fiskifræði“.
Mætti vel komast af með lítils háttar tilsögn,
t. d. eina eða örfáar stundir á viku í svo sem
eitt misseri, og þyrfti þá fyrst að semja hand-
hæga kennslubók. Kenna þyrfti meðferð einföld-
ustu áhalda og margt kemur til greina, sem
menntuðum fiskimanni er nauðsyn að vita og
hann getur nú hvergi aflað sér upplýsinga um
á prenti á einum stað.
Fyrst er nú að athuga, hvort það sé nauð-
synlegt, og æskilegt, að sjómönnum sé veitt til-
sögn á þessu sviði. Því er þá fyrst til að svara,
að fiskirannsóknir eru orðnar fastur liður í
i'annsóknum vegna atvinnuvega landsmanna og
munu verða það framvegis, og liggur við virð-
ing þjóðarinnar, að sem bezt sé til þeirra vandað
Þó að fiskirannsóknirnar kunni oft að fást við
viðfangsefni, sem eru fremur vísindalegs en
nothæfs eðlis, þá á þó aðalviðfangsefni þeirra
að vera eitt og aðeins eitt, hagsmunir útgerðar-
innar, ekki einvörðungu út frá sjónarmiði dags-
VlKINGVR
ins í dag, heldur engu síður með hagsmuni kom -
andi kynslóða fyrir augum. Þessar rannsóknir
kosta vissulega allmikið fé, og það er sann-
gjarnt, að krafizt sé reikningsskila um árangur;
en ef slíkar kröfur eru gerðar, verður að athuga,
til hvers er hægt að ætlast af sárafámennum
hópi manna með ófullkomin hjálpartæki og ó-
hagkvæma aðstöðu að mörgu leyti. Markmið
rannsóknanna er vissulega að geta skilað sem
beztum árangri, en þær iiafa einnig annað mark
að sækja að, en það er að leggja upp þekkingu
fyrir eftirtímann. — En úr því að fiskirann-
sóknir eru kostaðar' af almanna fé, og úr. því
að til þess er af þeim ætlazt, að þær skili árangri,
þá er nauðsynlegt að tryggja það, að árangur-
inn komist til þeirra, sem hann er ætlaður, ann-
ars er unnið fyrir gíg. Það er af þessari ástæðu,
sem æskilegt væri að taka upp kennslu í
„fiskifræði“ við sjómannaskólann. Með þeirri
starfsemi væri mörkuð samvinna milli sjó-
mannastéttarinnar og fiskirannsóknanna.
Sjómenn mundu vitanlega eigi verða fræddir
einungis um árangurinn af okkar rannsóknum,
lieldur af öllum rannsóknum, sem við vitum til
að hafi skilað útkomu, sem að gagni mætti
verða. Kennslan mundi því öðrum þræði hafa
raunhæft, en hins vegar menningarlegt gildi.
Hvað mundi vinnast við að taka upp þessa
kennslu? Það er auðséð, að árangurinn mundi
verða tvenns konar. Annars vegar aukin mennt-
un sjómannastéttarinnar, en hins vegar sam-
vinna sjómanna og vísindamanna. Hinn verð-
andi skipstjóri eða loftskeytamaður, — því rétt-
ast væri að láta kennsluna einnig ná til loft-
skeytamanna, — mundi öðlast þekkingu á ýms-
um mikilvægum grundvallaratriðum, sem æski-
legt er að hann viti skil á og hann gæti tæp-
lega aflað sér vitneskju um annars staðar. Einn-
ig mundi koma í lians hlut þekking á öllum þeim
hjálpartækjum við fiskveiðar, sem við ráðum
nú yfir. Hann mundi fá að vita það litla, sem
við vitum nú um t. d. „kjörhita" nytjafiskanna,
um hvernig rannsaka skal átumagnið í sjónum,
um magn nauðsynlegrar lágmarksátu, um það,
hvort vænta megi veiði á þessum og þessum
stað, samkvæmt þeirri þekkingu, sem nú er fyr-
ir hendi. Hann mundi, með fáum orðum sagt,
verða fræddur um allt, sem við teljum að mætti
verða honum til liðs í starfi hans. — Þá er ekki
síður auðsætt, hverja þýðingu samvinnan við
sjómennina mundi hafa fyrir rannsóknirnar.
Áhugi fiskimanna fyrir viðfangsefnum rann-
sóknanna mundi að sjálfsögðu aukast; þeir
mundu verða handgengnir nauðsynlegustu tækj-
um og samvinna við rannsóknarstöðvarnar í
landi mundi því liggja opin við. Á þann hátt
mundi safnast meiri efniviður en áður, með
ll