Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 13
verður því nokkurt húsnæði þar umfram í bili, eftir að sjómannaskólarnir flytja þar inn. Þetta er alþingismönnum og öðrum vitanlega kunnugt um, og hafa því margir litið það vonaraugum. Og ekki alls fyrir löngu stóð upp einn fulltrúi (S.-Þingeyinga) á þingi, greindur og reyndur skólamaður, og flytur tillögu um það, að þetta umfram-húsnæði verði innréttað fyrir geð- veikrahæli!! Hvernig stendur á þessu? Meðan ekki er vitað að ábyrgðarlausir glannar darki um sali alþingis og stíli þingskjöl og til- lögur, verða menn að líta á tillögur, fluttar þar, sem alvörumál. Áminnzt tillaga er ótrúleg, en hún er staðreynd. — Ber nú að skoða þessa til- lögu eins konar títuprjónsstungu og lítilsvirð- ingu á málefnum sjómanna. — Skólamálið er þeim hugðarefni. — Eða er hugsanlegt, að hátt- virtir þingmenn beri fram í öðrum tilgangi aðra eins endemis-vitleysu ? Sjómannaskólinn er byggður fyrir kennslu og allur búnaður miðaður við það. í sölum þessa glæsilega menntaseturs eiga næstu mannsaldr- ana að glymja gleðiraddir mikils hluta hinna þrekmestu æskumanna þjóðarinnar. Og þaðan eiga þeir að flytja út á lífsbrautina góða mennt- un og endurminningar um glaðværð og göfgandi skólalíf. Geðsjúkt fólk og sá ömurleiki, sem ávallt er því samfara, á ekkert erindi í þetta hús. Flestir skólar hér í bæ eru í húsnæðisvand- ræðum, eftir því sem þeir færa út kvíarnar. Með þessu er engan veginn haldið fram, að ekki þurfi að sjá tauga- eða geðveiku fólki fyrir góðu húsnæði, síður en svo. Það er eitt af mörg- um vandamálum, sem þjóðfélagið þarf að leysa á sómasamlegan hátt. En það er svo fjarri skóla- málum sem austrið er vestrinu. Og að hugsa sér það, að geðsjúkir menn og hin glaða æska eigi samleið um sömu dyr, er vægast sagt fjarri öll- um sanni. Það hafa þegar heyrzt raddir um það, að sér- greinar sjómannastéttarinnar fengju fulltrúa í þeirri nefnd, sem væntanlega hefir á hendi yf- irstjórn sjómannaskólans, þegar til kemur. Er slíkt vel við eigandi. Meðan slíkar endemistillög- ur geta komið fram á hæstu stöðum um hugðar- mál sjómanna, eins og sú, sem hér hefir verið gerð að umtalsefni, er allra veðra von, og ekki ófyrirsynju þótt verið sé á verði og nokkur fyrirhyggja við höfð af hálfu sjómannanna sjálfra. H. J. Ritstjóraskipti Vikingurinn er þeim sköpum háður sem önn- ur rifc, að ritstjóraskipti eiga sér stað öðru hvoru. Við áramótin síðastliðin tók ég undirrit- aður, sem síðastliðin þrjú og hálft ár liefi verið ritstjóri Víkings, við öðru starfi. Og kemur því frá þessum áramótum nýr ritstjóri að blaðinu, Gissur ó. Erlingsson. Um leið og ég hætti störfum vil ég nota tæki- færið til þess að þakka alla þá vinsemd, sem ég hefi notið í ritstjórnarstarfi mínu þessi ár, og fram hefir komið í ótal myndum. Það hefir glatt mig allan þann tíma hvílíkum vinsemdum blaðið hefir átt að fagna víðsvegar um landið, allt frá innsta dal til yztu annesja, sem fram hefir komið í óteljandi bréfum, sem blaðinu hafa borizt. útbreiðsla þess er í örum vexti, enda fullur vilji þeirra, sem að blaðinu standa, að gera það svo vel úr garði sem frek- ast er unnt, jafnframt því sem þetta eina opin- bera málgagn íslenzkrar sjómannastéttar nýtur þeirra kærleika, sem þjóðin hefir á sjómönnum sínum. Eg vil nota tækifærið til þess að þakka öllum útsölumönnum blaðsins fyrir það mikla starf, sem þeir hafa lagt af mörkum til þess að efla velgengni og viðgang þess, sem aldrei verður þó að verðleikum metið. Og óteljandi öðrum ein- staklingum, sem á margan hátt hafa sýnt blað- inu hina mestu vinsemd og gert manni á þann hátt starfið léttara og ánægjulegt. Eg get ekki neitað því, að það er með allmikl- um trega að ég hætti starfi við blaðið, því það hefir ávallt verið svo ánægjulegt; en þar um er aðeins sjálfum mér að kenna, enda í því trausti gert, að mér takist í mínu nýja stai’fi að vinna íslenzkri sjómanna- og útvegsmanna- stétt nokkurt gagn. Að lokum vil ég þakka meðstarfsmönnum mínum þessi ár þeirra fórnfúsa og óeigingjarna starf í þágu blaðsins og óska starfi þeirra allra heilla, jafnframt því, sem ég mun eins og þeir og aðrir góðir sjómenn, hvort sem á landi eru eða sjó, leggja minn skei’f eftir getu til þess að þetta sameiginlega ástfóstur okkar allra, Sjó- mannablaðið Víkingur, megi lifa sem lengst og dafna sem bezt, íslenzkri sjómannastétt til hag- sældar. Halldór Jónsson. VtKINGUR 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.