Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 5
skekkju verður að slá af einhverri áætlaðri tölu.
Einhver kann að segja, að þetta skraf um
yfirvofandi verðfall á sjávarafurðum sé aðeins
grýla, það komi aldrei.
Þetta er þó því miður ekki grýla. Að vísu eru
verð ýmislegra matvæla ekki hvort öðru óháð
með öllu. Meðan matvælaframleiðslan í heimin-
um ekki eykst og meðan megn skortur er á
skipum til matvælaflutninga frá öðrum heims-
álfum til Bretlands, mun fsland fá bærilegt verð
fyrir fisk sinn, þótt það falli nokkuð og haldi
áfram að falla. Komi ekki markaðshömlur er-
lendis, og sé með ráðdeild og dugnaði stjórnað
hér, þarf ísland ekki að óttast það, að geta ekki
selt afurðir sínar, því þær eru ódýrar matvörur,
sem almúgi annarra landa mjög þarfnast og
getur ekki frestað kaupum á. Sé markaðurinn
frjáls, þurfa aldrei að koma fyrir kreppur í lík-
ingu við það, sem er með stóriðnaðarþjóðunum,
þótt verðfall geti orðið geysimikið.
En samt má segja það, að fiskur sé aðallega
vinna, það framleiðsluaflið, sem mest framboð
mun verða á í öðrum löndum vegna örbirgðar
þeirrar, sem stríðið hefir skapað. Fiskur er og
sú matvara, sem fljótast er að framleiða. Aukin
framleiðsla af korni fæst ekki fyrr'en eftir 6
mánuði eða ár, aukin kjötframleiðsla ekki fyry
en búið er að ala upp svín á korninu, og aukin
mjólkurframleiðsla ekki fyrr en búið er að ala
upp fleiri mjólkurkýr. En sama dag og ýtt er
úr vör er hægt að koma að landi með hlaðið
skip af fiski, og þessa framleiðslu er hægt að
auka hvenær sem er, því skipin eru til. 0g með
tækni nútímans er fljótlegt að smíða fleiri báta.
Það er og óumflýjanlegt, og einnig svo sam-
kvæmt gamalli reynslu, að fiskur verður á und-
an í verðfalli matvæla.
Menn kunna að segja, að landsstjórnin sé að
undirbúa nýsköpun atvinnuveganna, og með því
verði ráðin bót á öllum meinum. Mér mundi þó
sýnast, að stjórnin gerði vel, ef hún gæti tryggt
landinu næga markaði og útvegað svo mikið af
atvinnutækjum, að enginn þyrfti að sitja auðum
höndum vegna áhaldaleysis. Um verð sjávaraf-
urða á heimsmarkaðinum getur landsstjórn vor
vitanlega litlu eða engu ráðið, þótt hún væri
öll af vilja gerð.
Það er ekki nægur tími til að rifa, þegar skip-
ið er komið í kaf!
Það væri mjög heimskulegt og jafnvel háska-
legt að draga það að breyta um vísitölur og
samþykkja eða lögtaká, að allar kaupgreiðslur
í landinu, án nokkurrar undantekningar, skuli
fara eftir vísitölu fiskverðsins, unz kominn er
taprekstur á bátaflotann og honum liefir verið
lagt upp, stöðvun og tregða er komin í atvinnu-
reksturinn á landi og fólki hefir verið sagt upp
VÍKINGVR
vinnu hópum saman, og atvinnuleysið aftur
orðið almennt þjóðarböl. Aðstaða og viðhorf
verkamannanna er allt annað, þegar í slíkt neyð-
arástand er komið, en meðan allir hafa vinnu.
Það er eitt, að bjóða verkamönnum, meðan þeir
hafa vinnu, upp á það, að afstýra yfirvofandi
atvinnuleysi og hruni með ráðstöfun, sem
tryggir þeim að atvinnan haldist áfram og að
þeii’ beri úr býtum allt það, sem landið getur
borgað — en ekki meira — og að þetta hið
sama gangi jafnt yfir alla, háa sem lága, og
með fyrirheiti um að lækkun í peningaupphæð
kaupsins vegna væntanlegrar lækkunar á vísi-
tölu fiskverðsins leiði af sér verðfall á nauðsynj-
um í landinu. Með öðrum orðum: Verði krón-
urnar færri, verði þær stærri, svo að kaupmætti
launanna verði eftir fremsta megni haldið ó-
skertum. Allt annað er hitt, að bjóða atvinnu-
lausum verkamönnum eða verkamönnum, sem
kannske geta náð í vinnu 2—3 daga í viku, upp
á það, að kaup þeirra verði lækkað eftir vísitölu
fiskverðsins fyrir einu eða tveimur árum, upp á
þá von eða óvon, að févana og mergsogin fyrir-
tæki geti, ef til vill, aftur komizt í lag og
marguppsprengt verðlag í landinu lækkað aftur.
Fyrra tilboðið var glæsilegt, en hið síðara frá-
leitt. Það er jafnan allt annað að fyrirbyggja
vandræði, en að lækna þau. Þess vegna. er það
lífsnauðsyn fyrir íslenzku þjóðina, sérstaklega
þó fyrir alla launþega hennar, að koma því
skipulagi á tafarlaust, að allar launagreiðslur
verði greiddar eftir vísitölu fiskverðsins að
dæmi feðra vorra, og að gerðar verði öflugar
ráðstafanir til að minnka seðlaflóðið, sem heldur
uppi dýrtíðinni. Seinna er ekki vænna, og þessi
öryggisráðstöfun getui1 komið of seint. Það er
hvorki hægt að fyrirbyggja né lækna eftir dauð-
ann.
Eg minntist í upphafi á ættjarðarást, dreng-
skap og fórnfýsi styrjaldarþjóðanna. Menn á
herskyldualdri og eldri hafa verið kallaðir í her-
inn. Húsin hafa verið sprengd ofan af eða ofan
á þá, sem heima sátu. Af venjulegum verka-
mannslaunum á Bretlandi, sem eru næstum hin
sömu og fyrir stríð, eru 50% tekin í skatt til
styrjaldarreksturs. Samt möglar enginn Breti
og mun aldrei mögla, hvað sem á gengur, því
slíkt er ósamboðið góðum dreng. Eg er og sann-
færður um, að enginn íslendingur mundi barma
sér eða mögla, ef slíkt væri lagt á þá. En tillaga
mín hnígur ekki að neinu slíku, heldur að því,
að tryggja launþegum það allra hæsta kaup, sem
landið getur borgað, og tryggja ótruflaðan gang
atvinnuveganna, þótt verðfallið komi, svo að at-
vinnan haldist stöðugt. Hún miðar að því að
fella dýrtíðina í landinu og gefa íslenzkum pen-
ingum smátt og smátt sitt forna verðgildi, er
5