Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 36
Draumur þingmannsins,
(Sjá grein á bls. 12.)
Stéttvísi.
Prestur, vísindamaður og lögfræðingur voru á
reki á björgunarfleka í Suðurhöfum. Loks komu
þeir auga á land. En vindinn lægði og gerði logn
meðan þeir voru enn spölkorn frá ströndinni. Lög-
lræðingurinn var sá eini þeirra, sem kunni að synda,
svo hann bauðst til að synda í land með línu, og
draga síðan flekann að. Presturinn lagðist á bæn
og bað guð að bjarga sér.
Þá stakk lögfræðingurinn sér. Félagar hans sáu
svartan hákarlsugga skera vatnsflötinn og stefna
að honum. Síðan hvarf hákarlinn, en kom upp hin-
um megin við sundmanninn. Skömmu síðar sáu þeir
annan hákarl, sýnu stærri, þjóta að honum, en hann
beygði einnig úr leið á síðustu stundu.
Þegar lögfræðingurinn var kominn upp í fjöru,
sagði presturinn við vísindamanninn: „Þarna hef-
urðu þó óræka sönnun fyrir mætti bænarinnar, trú-
leysinginn þinn!“
„Mætti bænarinnar!!“ hreytti vísindamaðurinn út
úr sér. „Þetta var einungis skiljanleg nærgætni við
stéttarbróður.“
★
I lífsins ólgusjó.
Þegar skella skruggur á
og skúra hrelling svíður,
hugrór velli haltu þá,
hvað sem elli líður.
Út fór kall á ýsupoll,
úfið vall þar straumasvall,
bleytti allan brúnakoll
bárufall, sem yfir skall.
Ó. Th.
★
Á FRIVA
1 ástandinu?
Stúlka kom til Vinnu sinnar með tvö einkennis-
merki liðsforingja úr silfri næld í peysubarm sinn.
Samstarfsstúlka hennar spurði: „Er hann kap-
teinn?“
„Almáttugur, nei,“ svaraði hún. „Tveir lautin-
antar.“
★
Hitaveitukamar ?
Guðíræðistúdent, sem átti að laysa sóknarprest-
inn af hólmi um stundarsakir, kom síðla kvölds
heim til meðhjálparans, þar sem hann hafði verið
vistaður. Skömmu síðar kvaðst hann þurfa að
bregða sér frá.
Meðhjálparinn sagði: „Það er úti ■— gakktu bara
slóðina í snjónum. Taktu skriðljósið að tarna. Og
— ég var nærri búinn að gleyma því, hérna er
setan. Við geymum hana bak við eldavélina á vet-
urna til að halaa henni heitri.“
★
Liðþjálfinn: „Hvað er það, sem hefur 24 fætur,
græn augu, Ijósrauðan búk með dökkrauðum rönd-
um?“
Nýliðinn: „Eg veit það ekki. Hvað er það?“
Liðþjálfinn: „Eg ekki heldur, en þú ættir að taka
það af hálsinum á þér.“
★
Tvisvar fcveir eru f jórir.
Gamansamur prófessor, sem var að reyna að út-
skýra atriði í rökfræði fyrir hóp af stúdentum,
spurði: „Ef Grímsey er fyrir norðan land, Vest-
mannaeyjar fyrir sunnan, Snæfellsjökull á Vestur-
landi og Gerpir austast á landinu, hve gamall er
ég þá?“
Hinir betri nemendur vissu hvorki upp né niður,
en sá lakasti sagði: „Þér eruð líklega 44 ára.“
Nú var það prófessorinn, sem hvorki vissi upp né
niður. „Það er hárrétt, en hvernig í ósköpunum
fóruð þér að vita það?“
Stúdentinn svaraði: „Það var mjög auðvelt. Eg á
bróður, sem er hálfbjáni, og hann er 22 ára.“
★
36
VÍKINGUR