Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 8
Sigurjón Á. Ólafsson fyrrv. alþingismaður, átti tvenns konar afmæli fyrir skömmu. Hann varð sextugur að aldri og átti 25 ára starfsafmæli sem formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, og er það út af fyrir sig einsdæmi, að sami maður skuli fara með for- mennsku í jafn fjölmennum og að sumu leyti sundurleitum félagsskap í svo mörg ár og á jafnmiklum umrótatímum. Vafamál er, hvort nokkur á eftir að leika það eftir Sigurjóni. Það er því ekkert undarlegt, þótt sjómenn hafi vilj- að votta honum þakklæti sitt og virðingu. Hitt hefði verið mesta furða, hefðu þeir ekki gert það, eftir allt, sem hann hafði lagt á sig til að fá kjör þeirra bætt. Þó mun fáa hafa órað fyrir því, að það yrði með þeim myndarbrag, sem varð, aðra en þá, sem þekkja sjómannastéttina íslenzlui og rausn hennar. Hún gerði bæði sér og Sigurjóni hinn mesta sóma, og munu þess vart dæmi, að nokkur íslendingur hafi hlotið jafnmikið þakklæti fyrir störf sín. Sigurjón var um mörg ár fulltrúi sjómanna á alþingi, og nú nýtur hann þess, að hann gleymdi því aldrei, hverra umboðsmaður hann var, og gleymdi aldrei að koma málum þeim á fram- færi, er hann áleit að verða mundu sjómönnum til heilla. Þess vegna nýtur hann nú óskoraðs trausts allra sjómanna, hvar í flokki sem þeir standa. Brá nú svo við, að eftir þetta varð Sigurður eigi fyrir aðsóknum, og enginn varð framar neins undarlegs vai' í búðinni. Guðm. Guðmundsson frá Ófeigsfirði skráði. Enn segir Húsavíkfil sín Fyrir eina tíð sagði Einar skáld Benediktsson, sem hér um slóðir var vel kunnugur, að allir fglendingar gætu lifað á Tjörnesi. Þá var gamli Tjörneshreppur einn hreppur, sem nú eru þrír hreppar, Reykjahreppur, Húsavíkurhreppur og Tjörneshreppur. Þannig leit hann á lífsskilyrði hér á Húsavík og nágrenni, en hún var þá eins og nú miðstöð Tjörneshrepps og þeirra kjarn- miklu sveita Þingeyjarsýslu, sem að Húsavík liggja. En hvað sem menn nú á dögum vilja segja um framsetningu skáldsins, þá verður aldrei á móti því mælt, eins og oft hefir verið bent á bæði i ræðu og riti, að hér á Húsavík eru mjög ákjósanleg skilyrði til lands og sjávar fyrir fjöl- breyttan atvinnurekstur, sem gæti íramfleytt fjölda fólks. Eitt af því, sem bendir svo greinilega á Húsa- vík, er hafsíldin, og hpn hefir gert það síðan síldveiði hófst hér við Norðurland. Og svo minnti síldin svo áþreifanlega á Ilúsavík í sum- ar, er hún fagnaði fyrsta forseta íslands, herra Sveini Björnssyni, með því að sýna honum fjölda síldveiðiskipa að veiðum hér rétt framan við höfnina, og þrátt fyrir það, að allir gerðu sitt til að fagna forseta fslands, þá mun honum liafa þótt mest til þess koma að sjá síldina og skipin að veiðum svo nærri landinu. í upphafi síldveiða hér við Norðurland komu Norðmenn fljótt auga á Húsavík sem mjög vel setta fyrir síldariðnað og sóttu um að fá að byggja hér síldarverksmiðju. En ráðamenn þorpsins sáu þá ekki lengra fram í tímann en það, að þeir leyfðu ekki byggingu síldarverk- smiðjunnar. Það var ógæfa Húsavíkur, því það er víst, að hefði fengizt þá að byggja hér síldar- verksmiðju, væri Iiúsavík nú einn með stærstu síldariðnaðarbæjum landsins eða máske stærst- ur. Ekki hefir það heldur farið fram hjá íslenzku síldveiðimönnunum, hvað hentugur staður Húsa- vík er til síldariðnaðar, og má í því sambandi benda á einróma meðmæli þeirra með byggingu hafnarinnar hér og stórrar síldarverksmiðju. Þá má og geta þess, að Farmanna- og fiski- mannasamband íslands hefir skorað á þing og stjórn að hraða framkvæmdum á þessum mann- virkjum hér, og er sú áskorun mikils virði, þar sem vitað er, að þann félagsskap skipa fyrst og fremst menn, sem hafa bæði vit og þekkingu á s j ávarútvegsmálum. öllum ætti og að vera það ljóst, hvað brýn VÍKINGUR 8

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.