Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Síða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Síða 6
Gils Guðmundsson Þœttir úr siglingasögu, I. Upphaf siglinga Þegar hvítir menn komu fyrst til Ástralíu og tóku að kanna þá heimsálfu, fundu þeir með- al annars báta úr tréberki, sem frumbyggjar álfunnar notuðu mikið. Frumbyggjarnir losuðu börkirin af stórum trjám, lokuðu endum barkar- hólksins með viðarspeldum, — og þá var fleyt- an fullsmíðuð. Síðan ýttu þeir á flot, settust upp í farkostinn og stjökuðu sér áfram með priki eða reru jafnvel með höndunum. Með þess- um hætti komust þeir yfir vötn og lygnar ár og gátu einnig veitt skelfiska og önnur sjávar- dýr uppi við lanidsteina. Þarna var enn í notkun svo frumstæð flevta, að naumast var hægt að kalla hana bát. Óra- langt er bilið frá barkarnökkva þessum og til eimdrekanna miklu, sem nú plægja úthöfin. Og þó má fullyrða, að sízt hafi þeir farkostir verið veglegri, sem forfeður okkar, hvítra manna, notuðust við fvrir örófi alda. Að vísu má gera sér það í hugarlund, að einhvers konar flekar hafi verið notaðir til fargreiða áður en nokkur sú fleyta varð til, sem bátsnafn verðskuldar. En skammt mun þá hafa verið komið sögu manns hins viti gædda, þegar hann tók að hola innan trjábút og ýta honum eða damla eftir ám og vötnum. Frumstæðir þjóðflokkar á eyjum ýmsum í Kyrrahafi, Borneo, Sumatra og Java, notast enn í dag við mjög einfalda og auðsmíðaða báta, sem eru þó svo gerðir, að þeir þykja ótrúlega traustir og góðir í sjó að leggja. Aðalhluti báts- ins er trjábútur, holaður innan, en samsíða bátnum, í fimm til sex feta fjarlægð, er komið fyrir á bæði borð tveim öðrum trjábútum, álíka löngum, en grennri, til að koma í veg fyrir að báturinn velti. Þessi einfaldi útbúnaður gerir eintrjáninginn furðu stöðugan og góðan í sjó að leggja. Á slíkum bát má fara allra sinna ferða þótt mikil ylgja sé og jafnvel krappur sjór. Maður, sem kann að stjórna þess konar fleytu, er jafnöruggur og Eskimói í húðkeip sínum, því að viðarbútarnir, sem festir eru sam- síða bátnum, mynda jafnvægi og koma í veg fyrir að hvolfi. Bát þessum er auðstýrt með ár- um og hægðarleikur að sigla honum undan vindi. Að vísu er ekki hægt að koma þar fyrir margbrotnum seglabúnaði, en þurrkað skinn eða jafnvel strigamotta fest við krosstré, tekur nógu mikið á sig til þess, að báturinn skríði undan vinidi. Það mun nú skoðun margra fræðimanna, að vagga skipagerðar hafi staðið við sti’endur Asíu, en ekki við Níl eða Miðjarðarhaf, eins og löng- um var talið. Víst er það, að Kínverjar kunnu til siglinga löngu á undan forfeðrum okkar, Evrópumanna. Fleyta Kínverjanna, sem junka nefnist er harla ólík vestrænum skipum. Sú skipagerð mun vera firnagömul, og er raunar líklegt, að junkan hafi engum höfuðbi’eyting- um tekið um óralangt skeið. Og þessum sér- kennilegu skipum, sem að stofni til eru aftan Bátur úr trjábol, sem hefur verið holaður innan. úr grárri forneskju, hefur á síðari tímum verið siglt yfir úthöf, jafnvel umhverfis jörðina, með strádúk í segla stað. Miklar siglingar Asíuþjóða löngu áður en Evrópumenn koma fram í birtu sögunnar, eru óvéfengjanleg staðreynd. Frá Suðurlöndum kom áttavitinn, sem gjörbreytti siglingum Evrópumanna á 14. öld. Með nokkru öryggi má rekja för hans vestur á bóginn og mestar líkur ZBB VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.