Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Side 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Side 8
stjaka sér yfir meS stöng. Næsta skrefið var að binda saman nokkra trjáboli og gera úr þeim fleka, sem ýta mátti áfram með stöngum. Síðan datt einhverjum það snjallræði í hug, að kljúfa trjádrumb og hola hann innan, bæði með rauð- glóandi steinum og hníf eða exi úr beini. Það Fornar skipamyndir. var stórum þægilegra að sitja í slíkum farkosti og ýta sér áfram, en að standa á fleka og stjaka honum. Síðan hefur einhver Edison þeirra frum- mannanna fundið það af hugviti sínu eða lært af reynslunni, að núningsmótstaðan í vatninu varð minni og fleytan gangbetri með því að ycHa hana til endanna. Loks hefur einhver tekið eftir því, sennilega af tilviljun, að vindurinn jók á hraðann, einkum ef dýrshúð eða strá- mottu var tyllt upp þvert yfir nökkvann. Þar með var fyrsti vísirinn að segli kominn til sög- unnar. Hinir holuðu trjádrumbar voru mjög þung- lamaleg farartæki og burðarmagn þeirra sára- lítið. Þróun skipagerðar með þessum hætti voru ákaflega þröngar skorður settar. Það var því ekki lítið framfaraspor, sem þeir forfeður okk- ar stigu, sem fyrstir hófu raunverulega að smíöa báta, lyftu skipagerðinni yfir eintrján- ingsstigið, ef svo mætti að orði kveða. Löngu fyrr hefur þetta orðið, en mannkindin kom fram í birtu sögunnar, og verður því að ráða flest af líkum. Fræðimenn hyggja, að næsta skrefið eftir eintrjáningana hafi verið gerð húðkeipa eða skinnbáta. Frumstæðum manni var það ekki um megn að leggja saman nokkra viðarbúta, klístra á milli þeirra trjákvoðu eða biki, og þekja síðan að utan með húðum. Skinnbátar Eskimóa eru gott sýnishorn þess, hversu prýði- legar slíkar fleytur geta verið. Sjálfsagt hafa fyrstu bátarnir af þessari gerð verið klunna- legir og óhentugir, en smám saman hefur reynsl- an kennt mönnum að sníða af þeim helztu lýtin. Þegar smíðar skinnbáta voru komnar á all- hátt þróunarstig, gengu bátasmiðir feti framar. Þá voru ýmis hjálpartæki manna, einkum egg- vopn, orðin fullkomnari en áður var. Nú fóru menn smám saman að smí'öa báta og skip úr tré, leggja borð við borð, planka við planka, og telgja eða sauma saman. Þegar fyrst fara sögur af elztu menningarþjóðum, er skipagerð- arlistin komin á allhátt stig, ef miðað ev við Rómverskt skip. trjádrumb frummannsins. Er fyrst að segja frá Egyptum. Egyptaland er, eins og flestir vita, mjó land- ræma beggja megin Nílar. Fljótið Níl varð snemma lífgjafi og menningargjafi milljóna manna, sem komust upp á lag með að breyta eyðimörk í frjósama akra, með flóknu og hug- vitssamlegu áveitukerfi. Frá þeirri þjóð, seni þarna bjó, hcfum við nútímamenn fyrstu raun- verulegar heildir um skipagerð og siglingar. Elzta mynd, sem til er af skipi, er á egypzku leir- keri, sem geymt er í British Museum, og þykir að sjálfsögðu hinn mesti dýrgripur. Mynd þessi er talin vera um 8000 ára gömul. Frá næstu árþúsundum þar á eftir er til fjöldi mynda af egypzkum skipum á veggjum grafhýsa og must- era. Lítil skipslíkön hafa einnig fundizt í gröf- 290 V í K I N E U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.