Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 10
þessu landi auðæfanna, og flutt þaðan reykslsi, gull, fílabein, augnsmyrsl, apa og þræla. Þegar fram liðu stundir, urðu Egyptar mjög íhaldssöm þjóð, næstum því eins og Kínverjar. Allt stóð í stað, hjakkaði í gömlu fari. Svo var einnig um skipin, enda fór svo fyrr en varði, að framsæknari þjóðir komust langt fram úr Egyptum í skipasmíðum og siglingum öllum. Fyrsta siglingaþjóðin við Miðjarðarhafið, sem verulegar sögur fara af, eru Kríteyingar. Þar reis tiltölulega snemma á fót merkilegt menningarríki, og voru siglingarnar ein af meginstoðum þess. Kríteyingar héldu snemma uppi miklum siglingum til Egyptalands, verzl- uðu við Egypta, lærðu af menningu þeirra og endurbættu margt, einkum í hagnýtum efnum. Um 2000 árum fyrir KriSts burð, virðast leir- vörur Kríteyinga hafa verið algengar orðnar í Egyptalandi. Síðar komust Kríteyingar alllangt suður með Afríkuströndum og ráku þar verzl- un. Þeir sigldu einnig vestur á bóginn, til Sikíl- eyjar og Ítalíu. Hafa fundizt í löndum þessum gamlar myntir Kríteyinga, sumar frá því um 1200 fyrir Krists burð. Loks er vitað, að Krít- eyingar sigldu gegnúm Messínasund. Sumir telja, að þeir hafi komizt fyrir Gibraltar, út úr Miðjarðarhafi, allt til vesturstrandar Spánar. En röskum 1000 árum fyrir Krists burð hrundi ríki Kríteyinga í rústir. Hellenskir þjóð- flokkar lögðu það undir sig og tileinkuðu sér menningu þess og tækni. Þar með var lokið sögu Kríteyinga sem sjálfstæðrar og merkilegrar siglingaþjóðar. Héimildir um skip Kríteyinga eru af heidur skornum skammti. Þau hafa eflaust verið mikl- um mun fullkomnari en fljótabátar Egypta og sennilega líkari skipakosti Fönikíumanna, sem brátt mun lýst. Langmesta siglingaþjóð fornaldar voru Fön- ikíuménn. Hafa fáar þjóðir lagt jafnmikinn skerf og þeir til þróunar siglinga og skipa- gerðar. Fönikíumenn bjuggu fyrir botni Miðjarðar- hafs, milli þess og Líbanonsfjalla. Þeir mæltu á semítiska tungu og voru vafalaust komnir sunnan og austan úr Arabíu, eins og aðrar Semítaþjóðir. Fönikíumenn voru svo vel í sveit settir, að þeir bjuggu í þjóðbraut milli tveggja gamalla menningarríkja, Egyptalands og Mes- ópótaníu. Því fylgdi ágæt aðstaða til að læra af þessum þjóðum og nytja þær uppgötvanir og framfarir, sem þróuðust hjá þeim. Og Fön- ikíumenn voru bæði gáfaðir og námfúsir. Þeir hagnýttu sér tæknilega menningu nágranna sinna og endurbættu margar uppgötvanir þeirra. Þeir tóku upp óbrotið og auðvelt stafróf. Þeir hófu að nota silfur og síðar gull sem gjald- miðil. Skipagerðarlistina lærðu þeir af Egypt- um. En þeim nægði það ekki, að smíða hina sömu gerð skipa og Egyptar höfðu notað um margra alda skeið. Á tiltölulega skömmum tíma gjörbreyttu þeir skipalaginu og komu sér upp góðum hafskipum, sem hægt var að sigla á til fjarra landa. Skip þeirra voru löng, mjó og rennileg, ólíkt hraðskreiðari og betri í sjó að leggja en stamparnir, sem nágrannar þeirra, Egyptar og Babyloniumenn, hjökkuðu í við bakka stórfljótanna. Til eru öruggar heimildir fyrir því, að Fön- ikíumenn héldu uppi stöðugum siglingum um allt Miðjarðarhaf, komu sér þar víða upp ný- lendum og reistu borgir þar sem hafnarskil- yrði voru bezt. Varð Karþagó þeirra langsam- lega voldugust og frægust. Á 12. öld fyrir Krists burð sigldu þessir djörfu garpar gegn um Njörfasund og þar með vestur úr Miðjarðar- hafi. Um 1100 reistu þeir borg á vesturströnd Spánar, en þangað var í lok fornaldar talin 80 sólarhringa sigling austan frá Tyros. Og þeir létu ekki þar við sitja. Nokkru síðar brutust þeir alla leið norður að ströndum Englands, og sóttu þangað tin og aðra málma. Þá eru ýmsar líkur til þess, að Fönikíumenn hafi siglt til hafna við Norðursjó sunnanverðan og jafnvel allt inn í Eystrasalt. Sögur herma, að þangað hafi þeir sótt hið dýrmæta raf, sem ákaflega mikilsvert þótti á þeim tímum. Loks eru til frá- 'sagnir um siglingu Fönikíumanna í kringum Afríku. Ýmsir hafa viljað véfengja þær frá- sagnir, en ferðasagan er svo greinileg og sann- færandi, að maður freistast óneitanlega til að trúa henni. Menn þeir, er förina fóru, lögðu af stað eftir Rauðahafinu og sigldu suður á 292 VI K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.