Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Qupperneq 11
bóginn. Þegar vistir þraut, fóru þeir í land, sáðu
korni og biðu eftir uppskeru. Af því búnu sigldu
þeir áfram, unz þeir að þrem árum liðnum komu
aftur úr svaðilför þessari, eftir að hafa farið
hringinn, og hétdu þá um Njörfasund og Mið-
jarðarhaf.
Fönikíumenn stofna fyrsta sjóveldið, sem um
getur í veraldarsögunni. Margt sannar það, að
sjóveldi þessarar harðduglegu þjóðar var meira
en nafnið tómt. Greinilegar frásagnir og óvé-
fengjanlegar eru til um gífurlegan skipaflota
Karþagóborgar. Við Karþagó gerðu Fönikíu-
menn stórfelldar hafnabætur fyrir skipastól
sinn. Voru þar tvær hafnir afgirtar, önnur fyr-
ir kaupför en hin var herskipalægi. Svipað, en
nokkru smærra, hefur þetta verið í öðrum hafna-
borgum Fönikíumanna til og frá við Miðjarð-
arhaf, vestur á Spánarströndum og suður með
allri vesturströnd Afríku.
Skip Fönikíumanna munu aðallega hafa ver-
ið af tveimur gerðum, herskip og kaupskip.
Voru herskipin rennileg og hraðskreið, en kaup-
förin breiðari, borðhærri og betur undir það
búin að velkjast lengi í hafi. Minnir þessi skipt-
ing mjög greinilega á þróun norrænna skipa
um og fyrir víkingaöld, en sú þróun hefur orð-
ið með furðu svipuðum hætti.
Ekki verður margt sagt með öruggri vissu
um seglbúnað á skipum Fönikíumanna. Helzt
er svo að sjá, sem þeir hafi í upphafi notazt
við hina einkennilega trönusiglu Egypta. En
síðar hafa þeir lagt niður tvímastrið og tekið
upp einfalda siglu í miðju skipi. Þeir notuðu
einungis rásegl, og hefur það verið allstórt.
Sum yngstu skip Fönikíumanna virðast hafa
verið tvísigld. Stórsiglan var þá aftur í miðju
skipi, en önnur sigla minni mjög framarlega í
skipinu. Var sitt ráseglið á hvorri siglu.
Sægarpar þessir notuðu akkeri, og gátu legið
við þau á grunnsævi þegar veður var ekki mjög
illt. Akkeri þessi voru þó ekki úr járni. I þess
stað notuðu þeir þunga steina eða húðpoka fyllta
grjóti.
Þegar fram liðu stundir, eignuðust Fönikíu-
menn skæða keppinauta á höfunum, sem náðu
smám saman frá þeim verzlun og siglingum.
Voru það Hellenar og síðar Rómverjar. Fyrsta
sjóveldi veraldarsögunnar leið undir lok, en
siglingaafrek Fönikíumanna munu varðveitast
í sögn og sögu, svo lengi sem nokkurt skip fer
um sæinn.
Kjördæmamátíb
13. þing F.F.S.Í. ger'ði ályktun í kjördæmamálinu um að landi'ö yrfii gjört afi einu kjördœmi.
Samþykktin hljó'ðar svo:
„13. þing F.F.S.I. ályktar a'S ríkjandi ástand í kjördœmaskipan á lslandi sé óviSunandi og
hafi skaöleg álirif á stjórnmálalífiö í landinu. Telur þingift hyggilegt, að í sairibandi vlö samningu
nýrrar stjórnarskrár fyrir íslenzka lý'Sveldiö, veröi landiö gert að einu kjördœmi“.
1 sambandi viö þetta mál má upplýsa, að birt liefur veriS í Tímanum 10. nóv. opiö bréf til
Asgeirs Sigurössonar skipstjóra, sem formanns F.F.S.Í., og þar fari'8 fram á að skýrt sé frá
hosningafyrirkomulagi í oörum löndum. í því sambandi tel ég mér ekki skylt, eða stjórn sam-
bandsins, að annast neina upplýsingastarfsemi um kosningdfyrirkomulag annarra þjóöa, en
samþykktin er til oröin í þeim augljósa tilgangi. að ba?ta úr ranglátu kosningafyrirkomulagi
bér á landi.
Samþykktin felur í sér jafnan atkvœöisrétt fyrir hvern þjó'Sfélagsþegn, hvar sem hann á
beinia á landinu. Þetta œttu þeir ekki að hrœSast, sem vita sig hafa góöan málstaS, en hinum
lJ(,l'f ekki að vorkenna, þéir eiga að hverfa, að dómi allra þeirra, sem trúa á sigur hins gófta í
beiminum.
Ásg.
v I K I N G L) R
293