Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Síða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Síða 12
Smásaga eftir Konstantin Stanyukovich Longintes og Stnbbur Konstantin Stanyukovich, höfundur eftir- farandi sögu, var rússneskt skáld á síðari hluta 19. aldar (lSJt0—1902). Fjölluðu sögur hans einkum um sjómenn og sæfarir, og er Stanyukovich talinn með fremstu skáldum, sem um þau efni hafa ritaö. Brezki blaða- maðurinn og rithöfundurinn Alan Moray Williams, sem dvelst nú hér á landi, hefur þýtt sögu þessa úr rússnesku og á ensku, en Skúli Bjarkan sneri henni á íslenzku. I. Það var snemma morguns á höfninni í Singa- pore, þar sem deild úr Kyrrahafsflota Rússa lá við akkeri á sjöunda tug aldarinnar sem leið, að nýbakaður lautenant, barón von der Bering, fór fyrstu eftirlitsferð sína um beitiskipið Mofjuchy í fylgd með yfirbátsmanninum, sem Gordeyev hét. Baróninn var hár og grannur maður, á að gizka þrítugur að aldri, ljós yfir- iitum og óvenjulega alvörugefinn á svip, og ekki virtist hann ætla að láta margt fara fram hjá sér. Hann hafði verið fluttur af hraðsnekkj- unni Golup á þetta skip samkvæmt fyrirmælum flotaforingjans og ekki komið um borð fyrr en morguninn áður, og nú var hann að líta yfir skipið. Eins og títt er um nýbakaða lautenanta, var baróninum mikið í mun að finna eitthvað til að setja út á, en þótt hann væri allur af vilja gerð- ur, gat hann það ekki. Beitiskipinu Moffuchy hafði verið haldið í hinu prýðilegasta lagi þessi tvö ár, sem það hafði siglt um höfin, svo að það gljáði stafnanna á milli af þrifnaði og hirðu- semi. Fyrrverandi lautenant þess, hinn ágæti Stepan Stepanich, sem virtur hafði verið og elskaður af foringjum jafnt sem óbreyttum há- setum, og nú hafði verið skipaður yfirmaður á einni hraðsnekkjunni, hafði ekki að árangurs- lausu einsett sér að gera Noguchy að fyrirmynd- arskipi, sem hver sjómaður, er vit hafði á, gat verið hreykinn af. Moguchy vakti aðdáun hvar sem það kom. Barón Bering gekk hægt eftir neðra þilfar- inu, en allt í einu nam hann staðar og benti á eitthvað með löngum, hvítum vísifingrinum, sem skreyttur var stórum hring með skjaldar- merki barónsættarinnar Bering frá Kúrlandi. Og það, sem hann benti á, var stór, loðinn, rauð- leitur hundur, sem lá steinsofandi í svölum skugga lyftingarinnar og teygði nauðljótt trýnið út á þilfarið. ,,Hvað er þetta?“ spurði baróninn köldum, ströngum rómi eftir nokkra þögn. „Það er hundur, yðar göfgi“, svaraði báts- maðurinn, sem hélt að baróninn hefði ekki séð hann í rökkrinu undir lyftingunni og sýnzt hann vera eitthvað annað. „Fífl!“ sagði baróninn með þessari köldu, skýru rödd. „Ég sé, að það er hundur, en ekki þiljuþvaga. En mér er spurn: hvað er hundurinn að gera hér um borð? Hundur á herskipi — heyr á eindæmi! Hver á hann?“ „Skipið, yðar göfgi“. „Bátsmaður — hvað heitið þér?“ „Gordeyev, yðar göfgi“. „Gordeyev bátsmaður, talið þér greinilega; ég skil yður ekki. Hvað meinið þér með því, að skipið eigi hundinn?“ spurði baróninn enn með sömu hægu, nöpru röddinni og kvað skýrt að hverju orði eins og Þjóðverjum í Rússlandi er títt, meðan hann horfði köldum, bláum augunum án afláts á undirmann sinn. Gamli bátsmaðurinn, sem aldrei hafði verið í vandræðum með að gera sig skiljanlegan (nema ef vera kynni stöku sinnum, er hann hafði kom- ið augafullur úr landgönguleyfi), starði orðlaus af undrun á langleitt andlit barónsins og svar- aði ekki. „Hver á þennan hund?“ „Skipshöfnin — hásetarnir, yðar göfgi“, V í K I N □ U R 294

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.