Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 13
sagði bátsmaðurinn að lokum, og bætti við með
sjálfum sér: „Ertu skilningslaus, longintes?"
Og sannarlega virtist „longintes" ekki skilja
hann, því að hann sagði: „Þvættingur. Hann
hlýtur að tilheyra einhverjum. Allir hundar til-
heyra einhverjum".
„Ekki þessi, yðar göfgi. Þetta er flækingur".
„Flækingur — hvað meinið þér?“ spurði bar-
óninn, eins og hann hefði ekki heyrt það orð
fyrr.
„Þetta er flækingshundur, yðar göfgi. Hann
elti einn hásetann um borð, þegar við vorum að
búa okkur til ferðar í Kronstadt, og síðan hefur
hann verið á skipinu. Við köllum hann Stubb,
vegna rófunnar, yðar göfgi“, bætti hann við,
svo sem til frekari skýringar.
„Hundar eru óhafandi á herskipum. Þeir
gera ekki annað en óhreinka þiljurnar“.
„Afsakið, yðar göfgi, en Stubbur er greindur
og hreinlátur hundur. Hann hefur aldrei gert
sig sekan um neina slíka óknytti“, sagði báts-
maðurinn fljótmæltur vini sínum til varnar.
„Stepan Stepanich, fyrrverandi lautenant, sagði
að við mættum hafa hann, af því að hann væri
svo einstaklega siðprúður seppi, og hásetunum
þykir mjög vænt um hann“.
„Það leynir sér ekki, að ykkur hefur verið
fengið of mikið frjálsræði, og það hefur spillt
ykkur. Ég ætla mér að herða agann hér á skip-
inu — skiljið þér mig?“ sagði baróninn hrana-
lega, gramur yfir undanbrögðum bátsmannsins,
sem virtust benda til þess, að hann bæri ekki
sérstaka virðingu fyrir honum.
„Já, yðar göfgi“.
Baróninn þagnaði andartak og velti því fyrir
sér þungur á svip, hver skyldu verða örlög
Stubbs. Og bátsmaðurinn, sem þótti mjög vænt
um hundinn, beið úrskúrðar hans með kvíða-
fullri eftirvæntingu.
„Ef ég stend hann nokkurn tíma að því að
óhreinka þiljurnar", sagði baróninn að lokum,
„læt ég kasta honum fyrir borð. Skiljið þér
mig?“
„Já, yðar göfgi“.
„Og hafið þér þetta hugfast: ég er eklci van-
ur að endurtaka skipanir mínar“, bætti barón-
inn við með valdsmannssvip.
Gordeyev bátsmaður, sem siglt hafði undir
stjórn hinna sundurleitustusu yfinnanna um
dagana og var mikill mannþekkjari, hafði þegar
komizt að þeirri niðurstöðu, að Longintes ætl-
aði að verða hin mesta plága og í öllu ólíkur
hinum vinsæla Stepan Stepanich.
Þegar Stubbur heyrði nafn sitt nefnt oftar en
einu sinni, opnaði hann augun og teygði sig,
reis letilega á fætur og gekk nokkur skref út í
birtuna úr dimmu skotinu sínu. Þegar hann sá
þennan ókunna mann í sjóliðsforingjabúningi,
dillaði hann rófunni með lotningu eins og greind-
um hundi sæmdi, sem kunni góðan sjóliðsaga.
„Svei! En sú ófreskja!“ sagði baróninn og
leit með fyrirlitningarsvip á stóran, luralegan
hundinn með úfinn, rauðleitan feldinn, loðin
eyru og breitt og klunnalegt trýnið, sem flekk-
að var snöggum blettum eins og það væri möl-
étið. Yfirleitt var allt útlit hundsins hið fer-
legasta, að undanteknum augunum, sem höfðu
óvenjulegan og greindarlegan svip. En eftir
þeim hefur baróninn sennilega ekki tekið, og er
hann hafði mælt þessi síðustu orð, sneri hann
sér á hæli og gekk upp á efra þilfarið, og á eftir
honum kom bátsmaðurinn grettur og gugginn.
En Stubbur lagði rófustúfinn (minjarnar um
meinlegan grikk, sem matsveinn nokkur í
Kronstadt hafði gert honum) milli fótanna og
skreið aftur inn í skotið sitt, dálítið haltur á
öðrum framfætinum, sem brotnað hafði endur
fyrir löngu. Honum hefur eflaust verið ljóst,
að honum hafði ekki auðnazt að finna náð fyrir
augliti þessa langa, mjóslegna manns með rauð-
leitt vangaskeggið og vonzkusvipinn í hvöss-
um augunum, sem vissulega boðaði ekkert gott
fyrir varnarlausa hunda.
II.
Vesalings bátsmaðurinn varð að standa í
stundarfjórðung í káetu barónsins, gagntekinn
liinu þjakandi þunglyndi, sem leggst eins og
mara yfir hvern rússneskan almúgamann við
ákúrur yfirboðara hans, og hlusta á langar,
flóknar útlistanir hans um það, hvernig beiti-
skipinu skyldi stjórnað í framtíðinni; hvaða
hæfileikum bátsmenn og undirforingjar þyrftu
að vei'a búnir; hvers konar hegðun yrði heimtuð
af hásetunum; hvaða merkingu baróninn lagði
í orðin „góður agi“; og hvílíkar refsingar lægju
við afbrotum eins og drykkjuskap í landgöngu-
leyfum.
Þegar hann slapp að lokum með áminninguna:
„Minnizt þess, sem ég hef sagt yður, og segið
hinum frá þvá“, andvarpaði bátsmaðurinn af
hugarlétti og flýtti sér fram í lyftinguna til
þess að fá sér reyk, kafrjóður í framan eins og
hann væri að koma úr baði.
Ekki var hann fyrr kominn þangað en hinir
höfðingjar lyftingarinnar flykktust kringum
VI K I N □ U R
295