Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Qupperneq 16
fábreytni sjómannalífsins, þessari góðu, trygg-
lyndu skepnu, sem launaði þeim vinsemd þeirra
með einlægu þakklæti og fölskvalausri ást.
Því að Stubbur var skynsamur hundur, þótt
ljótur væri, og fljótur að læra hinar margvíslegu
listir, sem hásetarnir kenndu honum. Þessar list-
ir lék hann svo þeim til skemmtunar, og allir
undruðust leikni hans og gáfur. Og hvílík hugg-
un var hann ekki þessum einföldu, lítilþægu
mönnum, sem hann hjálpaði til að gleyma striti
og harðrétti siglinganna og hinum löngu fjar-
vistum frá ástvinum og heimkynnum.
Hann spígsporaði á afturfótunum með hinn
skringilegasta spekingssvip á greindarlegu and-
litinu; hann klifraði upp í reiðann og sat þar
þangað til einhver kallaði: „Niður úr möstrun-
um“ til hans; hann urraði og fitjaði upp á trýn-
ið, þegar þeir sögðu: ,,Á ég að hýða þig, Stubb-
ur?“ og brosti og dillaði rófustúfinum, þegar
þeir spurðu: ,,Viltu fara í land?“ Þegar flaut-
an gall og bátsmaðurinn hrópaði: „Allir upp
á þilfar!“ þaut hann upp með hásetunum,.
hvernig sem viðraði, og skildi ekki við þá fyrr
en vaktin var á enda. Og í stoi'mum og illviðrum
var hann jafnan uppi á þilfarinu og stytti há-
setunum stundir við strit þeirra og erfiði. Þeg-
ar flautað var til brennivínsskömmtunarinnar,
fylgdi hann þeim einnig til þeirrar athafnar;
og á matmálstímum gekk hann milli þeirra á aft-
urfótunum og þakkaði þeim með gleðilegu gelti
fyrir rausnarlegar krásirnar, sem þeir hentu
til hans.
Eftir kvöldverðinn, þegar vaktin geklt til hvílu,
lagðist Stubbur æfinlega við fæturna á Kochnev
gamla, forhertasta svallara skipsins. Hundurinn
hafði lagt átakanlega hlýju og innilega ást á
þennan þungbúna, fáláta mann, sem hafði
frelsað hann, umkomulausan flækinginn, und-
an snörum götusóparanna og veitt honum ör-
uggt hæli og nægan mat á skipinu, og hamingju-
samt líf meðal manna, er frá byrjun höfðu sýnt
honum vinsemd og blíðu, sem hann hafði ekki
þekkt síðan hann var hvolpur.
Og gamli Kochnev hafði líka tekið ástfóstri
við þennan skjólstæðing sinn, sem hafði reynzt
svo óvenjulegum gáfum gæddur, og gerði hann
að eina trúnaðarvini sínum, sér í lagi þegar
hann var við skál. Þá sagði hann honum frá
þorparanum, sem hafði þröngvað lionum í flot-
ann með klækjum sínum, frá konu sinni, sem
lifði eins og hefðarfrú, og dóttur sinni, sem var
svo fín, að hún vildi hvorki heyra hann né sjá.
Og Stubbur virtist skilja, að það var harma-
29B
saga, sem þessi þunglyndi vinur hans sagði hon-
um, meðan hann tæmdi glas eftir glas í ein-
hverri skuggalegri krá í framandi landi.
Og nú var haft við orð að kasta Stubbi fyrir
borð.
Auðvitað var enginn hneykslaðri yfir hótun-
um lautenantsins en Kochnev sjálfur, og hann
afréð að koma í veg fyrir það með öllum ráðum,
að hundurinn yrði nokkurn tíma á vegi þessa
langa slána. Þennan sama dag, þegar flautað
var til brennivínsskömmtunarinnar og Stubbur
ætlaði að trítla upp á þilfar eins og venjulega,
kallaði hann þess vegna á hann, benti honum á
dimmasta skotið undir lyftingunni og sagði:
„Hér verðurðu að .vera kyrr, Stubbur, því að
annars ei’tu í háska staddur. Ég skal færa þér
matinn þinn hingað".
IV.
Mánuður leið, og hásetarnir hötuðu lauten-
antinn því meir sem þeir kynntust honum betur.
Reyndar lét hann ekki húðstrýkja neinn, og ekki
barði hann þá heldur né gerði sig sekan um önn-
ur grimmdarverk. En þeir hötuðu hann samt
fyrir smámunasemi hans og ástæðulausar að-
finnslur. Alltaf var hann snuðrandi á hælunum
á þeim, og stæði hann einhvern þeirra að smá-
vægilegri yfirsjón, hélt hann fyrst yfir honum
þrumandi áminningarræðu, og hegndi honum
síðan á illyrmislegasta hátt, sem hugsast gat —
með því að svipta hann landgönguleyfi, einu
upplyftingu sjómannsins eftir langa ferð. önn-
ur refsing, sem hann notaði oft, var að „senda
þá upp“ og láta þá standa í reiðanum eða sitja
á ráarhúnum, en sárgrætilegast var það þó, að
hásetunum fannst, þegar hann svipti þá brenni-
vínsskammtinum þeirra.
Baróninn ávann sér ótta og hatur með þessum
hegningum og hinni smásmugulegu hótfyndni í
stjórn sinni um borð. Hásetunum fannst sem
þeir væru að sligast undir einhvers konar misk-
unnarlausu fargi, og ekki bætti það úr skák, að
þeir fundu, hvernig baróninn fyrirleit þá alla
og taldi óbreytta sjóliða vinnuafl og annað ekki.
Aldrei heyrðu þeir gamanyrði né vingjarnlegt
orð af vörum hans’— alltaf þessa sömu, köldu,
þyrrkingslegu rödd með hrokafullum fyrirlitn-
ingarhreimnum.
Ekki báru þeir heldur mikla virðingu fyrir
baróninum sem sjómanni. Frammi í lyfting-
unni (þessum rannsóknarrétti sjóliðanna, þar
sem skaphöfn og eiginleikar hvers yfirmanns eru
vandlega skoðaðir og dæmdir) var sá úrskurður
VÍ KIN G U R
■