Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Page 17
felldur, að hann væri hvergi nærri slíkur garp- ur sem Stepan Stepanich, og raunar huglaus skræfa, er sýnt hefði órækan vott um bleyðu- skap, þegar beitiskipið lenti í illviðri á leiðinni frá Singapore. Eldri hásetarnir sögðu, að hann hefði aðeins yfirborðsþekkingu á sjómennsku, þrátt fyrir ráðríki sitt og afskiptasemi, og ekki mundi heilabúið heldur mikið í hausnum á hon- um, þótt langur væri — hann væri bara mont- inn, það væri allt og sumt. Yfirleitt höfðu þeir megnustu óbeit á honum og kölluðu hann Lon- gintes eða Nöldurskrjóð sín á milli. Fyrst eftir að hann kom um borð reyndi bar- óninn að koma á ýmsum breytingum í starfs- venjum skipsins. Áður höf'ðu æfingarnar verið fremur stutt athöfn, en baróninn fór að lengja þær allt upp í þrjár klukkustundir — hásetun- um til mikils kvalræðis, þar eð þeir voru nógu þreyttir fyrir, eftir sex tíma vaktir, þar sem þeir urðu að standa upp á endann allan tímann. En kapteinninn var fljótur að beizla ofurkapp hans. Og æringinn Yegorka, einkaþjónn kapteins- ins, sagði hásetunum frá orðaskiptum þeirra á þessa leið: „Jæja, hann sendir eftir Longintesi, bræður, og segir við hann: „Heyrið þér, Karl Kernan- dich“, segir hann, ,,þér megið ekki vera að taka upp þessa nýbreytni á starfsháttum skipshafn- arinnar og þreyta mennina með óþörfum æf- ingum. Látið þér þetta afskiptalaust“, segir hann“. „Og hvað sagði kauði við því?“ „Hann varð eldi’auður eins og karfi. „Já, herra“, segir hann. „Ég áleit bara, að það væri flotanum fyrir beztu“. segir hann. „Afsakið mig, barón“, segir kapteinninn þá, „en þér þurf- ið ekki að segja mér, hvað flotanum er fyrir beztu. Honum er fyrir beztu, að mennirnir séu ekki ofreyndir að ástæðulausu. Þeir hafa nóg að gera fyrir því“, segir hann. „Og hásetarnir okk- ar eru duglegir menn og prýðispiltar, svo að þér þurfið engar áhyggjur að hafa þeirra vegna. Og svo var það ekki meira“, segir hann. Og Longintes mátti snauta burt, heldur en ekki lúpulegur", sagði Yegorka að lokum, en háset- arnir réðu sér ekki fyrir kæti. Yfirleitt varð barón von der Bering illa þokk- aður á öllu skipinu vegna fi’amkomu sinnar og skoðana á hei-aga. Yfirmönnunum geðjaðist ekki að honum heldur, allra sízt hinum yngri, sem drukkið höfðu í sig hinar nýju frelsishug- sjónir þessa tímabils og vildu koma þeim í fram- v í K I N G u R kvæmd með fi’jálslegri samskiptum við háset- ana. Ihaldssamar skoðanir barónsins og ski’af hans um það, sem hann kallaði „hinar helgu erfðavenjur" aðalshroki hans og stói’bokkaskap- ur — allt var þetta eitur í þeirra beinum. Þá var þeim ekki betur við hann, „olnbogaböi’num flotans", stýrimönnum og vélstjórum. Þeir eru jafnan móðgunargjarnir og tortryggnir gagn- vart hinum yfirmönnunum, enda urðu þeir fljót- lega varir við séi’gæðið og mikillætið, sem leynd- ist bak við kuldalega hæversku barónsins. Og loks var kapteininum ekkert um lauten- antinn gefið. Hann var aðmírálnum engan vegin þakklátur fyrir að „demba þessum þýzka þver- haus á sig“ og vissi ekki, að aðmírállinn hafði í klókindum sínum flutt baróninn yfir á Moguchy, einmitt vegna þess, að hann þóttist vita, að kapteinninn á Moguchy mundi ekki geta þolað hann, og þannig fengi hann tilefni til að senda þennan óvinsæla yfirmann heim til Rússlands. Vai’la kom það fyrir, að nokkur yfirmanna yrti á baróninn, nema nauðsyn bæri til. Heita mátti, að hann væri útskúfaður úr hinum kumpánlega félagsskap þeirra. Þó gátu mið- skipsmennirnir ekki á sér setið að ei’ta hann öðru hverju með nöprum glósum um „þi-æla- haldai’a og afturhaldsseggi, sem ekki skildu tákn hinna nýju tíma“, og með því að vegsama Stepan Stepanich. „Hvílík unun það var að vinna undir hans stjói’n!“ sögðu þeir fjálglega. „Hann var i’eyndur og mikilhæfur sjóliðsfoi’ingi, og prýði- legur félagi þar að auki! Hvernig hásetai-nir elskuðu hann líka og dáðu! Og hve vel hann skildi þá! Og hveniig þeir lögðu sig í líma til að gera honum til geðs!“ „Jafnvel Stubbxp- elskaði hann!“ hrópaði hrokkinhæi’ður miðskipsmaður, Koshutich að nafni, sem hafði sérstaka unun af að erta „þenn- an þýzka þurrdrumb“, eins og hann kallaði hann. „Við sjáum aldi’ei Stubb þessa dagana“, bætti hann við. „Hann hlýtur að liggja ein- hvei’sstaðar í felum, veslings skepnan. Hvernig skyldi standa á því?“ Baróninn virtist ekki hlusta á þessar sneiðar og í’eigði sig aðeins ekki ósvipað kalkúnhana. Og með hinni blindu fastheldni eintrjáningsins hélt hann áfram uppteknum hætti og lét sem hann tæki ekki eftir óvinsældum sínum. Bax’óninn hafði reyndar aldrei séð tangur né tetur af Stubbi, allan þennan mánuð, þótt Stubb- ur hefði einu sinni séð hann, úr öruggri fjar- lægð. Þá hafði Kochnev bent á hann og sagt: „Vai-aðu þig á þessum“ með svo skelfilegri rödd, 299

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.