Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Síða 25
og fiskistofninum frá tortímingu, ef íslending-
ar gjöra það ekki?
Svarið virðist vera einfalt og blátt áfram:
Það gerir enginn.
IV.
íslendingar verða að sýna viðleitni til að
sporna við ófarnaðinum.
Samkvæmt bví, sem áður er sagt, hefur Is-
lendingum, þrátt fyrir brýna nauðsyn, ekki ver-
ið mögulegt að fyrirbyggja yfirgang erlendra
fiskimanna á miðunum við strendur landsins,
yfirgang, sem jafnan hefur verið álitinn mis-
beiting á valdi og haft hefur í för með sér hin-
ar alvarlegustu afleiðingar fyrir framleiðslu-
möguleika landsmanna.
Þegar rýrnun fiskistofnsins er orðin svo á-
berandi, eins og að framan segir, þá er það ekki
aðeins tjón fyrir Islendinga, heldur og fyrir
alla aðra, er reka veiðar við landið eða á þeim
stöðvum, sem fiskur fæddur við Island er veidd-
ur, t. d. við Grænland og jafnvel víðar. Þar af
leiðandi eru það ekki Islendingar einir, heldur
og allir þeir fiskimenn, er stunda veiðar á því
svæði, sem fiskur fæddur við ísland aflast, sem
eiga að telja sér skylt, að veita allri starfsemi
til umbóta á ástandinu það liðsinni, er þeir
megna.
Því má ekki gleyma, að mönnum hefur verið
talin trú um að þriggja sjóm. landhelgin, — sem
allir Islendingar síðustu mannsaldra hafa mót-
mælt — væru alþjóðalög, sem menn verði að
sætta sig við, og landsmenn verði að bera það
með þögn og þolinmæði, að erlendir fiskimenn
láti greipar sópa um fiskimiðin, sem liggja fyrir •
utan þriggja sjóm. takmörkin. Að menn yrðu
að líta á það með velvilja, að Frökkum og Þjóð-
verjum og sérhverjum öðrum ríkisborgurum,
séu heimil fiskimiðin við strendur landsins, Eng-
lendingar hefðu fyllsta rétt til að notfæra sér
kolamiðin í Faxaflóa og annarstaðar við strend-
urnar, Norðmenn, Svíar og Rússar mættu taka
alla síld er þeir sæju á yfirborði sjávarins utan
þriggja sjóm. takmarka fyrir Norður- og Aust-
urlandi o. s. frv. Þetta hefur okkur verið kennt
og við höfum verið sjónarvottar að því, að svona
hefur það verið í framkvæmdinni. En þetta er
niesti misskilningur. Þrigg.ja sjómílna ákvæðið
byggist á samningi nolckurra ríkja, er lig-gja
að Norðursjónum, þar sem þessi ríki komu sér
saman um að hvert þeirra fyrir sig væri skyld-
ugt að annast löggæzlu út frá ströndinni, á
svæði, er næmi þessari vegalengd.
Engin ríki hér í álfu nema ísland hafa hagað
sér eftir þessum ákvæðum, heldur sett landhelgi
sína eftir því, sem þau hafa álitið hagkvæmast
til verndar fiskveiðum sínum og öðnmi hags-
munum. Landhelgistakmörk margra ríkja í
Evrópu, svo og í öðrum heimsálfum, eru t. d.
4, 6, 8, og 10 sjómílur, jafnvel 20 sjómílur frá
ströndinni, svo það er enginn alþjóða mælikvarði
fyrir því, hversu langt hagsmunasvæði hvers
einstaks lands nær frá ströndinni.
Landgrunnið við strendur íslands er almenn-
ingur, sem allir nota en engdnn verndar eða gæt-
ir. Að láta það viðgangast, að úrvalsfiskimið
landsins — hrygningarstöðvarnar — séu um-
sjónar- og eftirlitslausar, er óhæfa, og þegar af-
leiðingarnar koma í ljós í allri sinni alvöru,
verður að grípa til varúðarráðstafana.
Vitanlega verður íslendingum, sem hnepptir
eru innan þriggja sjóm. takmarkanna, örðugt að
koma fram óskum sínum og kröfum. En hafi
menn trú á góðum málstað og vinni í eindrægni
að framgangi málsins með festu og hyggindum,
mun 'mega treysta því, að fullur sigur fáist að
lokum.
íslendingar eru sjálfstæð þjóð og yfirráðin
yfir landg.runninu hefur enginn og getur eng-
inn haft nema íslendingar einir. Þeir verða bví
að kref jast þess, að fá þennan rétt viðurkenndan
og jafnframt fá vald til þess að gjöra þær varn-
arráðstafanir til varðveizlu fiskistofnsins við
landið, sem nauðsyn krefur.
Islendingar gjöra ekki og hafa aldrei gjört
neinar kröfur til að hagnýta sér riytjar annara
landa og óska sér ekki íhlutunarréttar um hags-
munamál þeirra og vænta því jafnréttis við aðr-
ar bjóðir hvað þetta snertir.
Að sjálfsögðu verða landsmenn að tryggja
sér góða samvinnu við nágrannaríkin. Þrátt fyr-
ir margt, sem borið hefur á milli í þúsund ára
sögu, þá er reynslan sú, að þar eiga landsmenn
velviljaða og réttsýna nábúa. Til þessara sömu
nábúa má bera það traust, að þeir sýni lands-
mönnum fulla sanngirni og viðurkenni réttmæti
kröfu þeirra.
Með ári hverju kemur það betui- og betur í
ljós, að nágfannaþjóðir okkar una ekki við
minnkandi framleiðslu á heimamiðunum og leita
til fjarlægra staða, þar sem aflavonin er meiri.
Norðmenn hafa um árabil sótt afla sinn heim-
skauta á milli. og jafnvel Danir, sem hingað til
hafa látið sér nægja heimamiðin, reka nú mikla
útgérð við Grænland og í Suður-Ameríku. Ekki
er ólíklegt. að líkt muni fara fyrir íslendingum,
að þegar þi'otið er heima, verði þeir að leita
V í K I N G U R
3G7