Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Page 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Page 30
Fyrstii gufuskip jiir Atlantsliaf Allt frá þeim tíma, er hvítir menn tóku í stórum stíl að nema Vesturálfu heims og koma þar nýjum þjóðríkjum á fót, voru samgöngur milli Evrópu og Ameríku eitthvert mesta við- fangsefni og vandamál, sem erfitt reyndist að leysa. Flytja þurfti f jölda fólks og mikinn varn- ing vestur um haf, og slíkt hið sama hina leið- ina, frá nýja heiminum til gamla heimsins. Á öld seglskipanna voru svo stórfelldir flutningar fólks og varnings þessa löngu leið miklum erfið- leikum bundnir. Skipin voru af eðlilegum ástæð- um sein í förum, þar eð eingöngu varð að treysta seglum og vindi. Seglskipin gátu heldur ekki lestað eða rúmað mikið, miðað við hina stóru Atlantshafsdreka vorra tíma. En þá, eins og nú, voru stærstu og beztu skipin höfð í sigl- ingum þessum, hin svokölluðu „Western Ocean Packets". Þegar kom fram á 19. öldina tóku Ameríkumenn forystuna um siglingar þessar. Skip þeirra, er voru allstór og vel búin seglum, voru að meðaltali 34 daga vestur yfir hafið og 22 daga austur yfir það. Langt er síðan menn veittu gufuaflinu at- hygli og hófu tilraunir til að taka það sem orku- 312 gjafa í þjónustu sína. Er talið, að það hafi fyrst borið nokkurn árangur hjá gríska vísindamann- inum Arkimedesi á þriðju öld f. Kr., sem reyndi að nota gufuþrýstinginn til að skjóta kúlum úr fallbyssu. Hér um bil einni öld f. Kr. beizlaði Grikkinn Heron gufuaflið og notaði það við dælu eina, er hann fann upp, til að dæla með vatni. En þó var það eigi fyrr en átján öldum síðar, sem gufuaflið var með verulegum ár- angri tekið í þjónustu mannsins. Frumkvæðið að því átti franski hugvitsmaðurinn Denis Pap- in, sem gerði frumdrætti að vél, þar sem gufa væri látin þrýsta á stimpil. Það var um 1690. Bretarnir Savary, Newcomen og Cowley gerðu síðan tilraunir til að smíða vélar, er byggðar voru á þessari hugmynd. Varð þeim nokkuð ágengt. Þó var það eigi fyrr en James Watt gerði hinar stórmerku endurbætur sínar á gufu- vélinni, sem hún fékk hagnýta þýðingu, enda þóttu uppgötvanir hans svo mikilvægar, að hann hefur jafnan síðan borið tignarheitið „faðir gufuvélarinnar". Til eru heimildir um það, að Rómverjar hinir fornu gerðu þrem öldum fyrir Krists burð til- VÍ KIN B U R i

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.