Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Page 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Page 36
ar, datt einhverjum snjöllum mönnum í hug, hvort eigi væri hægt að nota einhvers konar skrúfu, í stað spaðahjólanna. Er eigi með full- um sanni vitað, hver átti fyrstur þessa hug- mynd, en svo mikið er víst, að skömmu, eftir aldamótin 1800 tók Englendingurinn John Stev- ens að fást við smíði slíkrar skipsskrúfu. Hon- um tókst þó ekki að leysa hin tæknilegu vanda- mál, en aðrir héldu tilraununum áfram. Um 1830 tókst að leysa vandann. Áttu heiðurinn að því tveir menn, Englendingurinn F. P. Smith og Svíinn John Ericsson. Var nú tekið að nota skrúfuna í einstaka skip, einkum er kom fram um 1840. Árið 1840, þá er smíði hins stóra skips í Bristol var fyrir nokkru hafin, vildi svo til, að inn á höfnina þar kom eitthvert nýjasta, stærsta og bezta skrúfuskipið, sem þá var til. Það hét ,,Archimedes“. Brunel verkfræðingur, sem teiknað hafði skip það, er í smíðum var, og hafði aðalumsjón með byggingu þess, varð svo hrifinn af vélbúnaði ,,Archimedes“, að hann tók þá ákvörðun, að gera drekann nýja að skrúfuskipi. Hins vegar varð honum það á í messunni, að gæta þess ekki nægilega vel, hve mikla örðugleika þetta myndi hafa í för með sér við sjósetningu skipsins, þar eð slippurinn var alls ekki við slíkt miðaður. Kom það og í Ijós, þegar skipið átti að hlaupa af stokkunum í júlímánuði 1843, að gera þurfti stórvægilegar breytingar á slippnum. Var það fyrst í desemb- ermánuði 1844, sem tókst að ná skipinu á flot. Sett var í það 4 cylindra vél, sem knúði sex- blaða skrúfu. Vélaraflið var 1000 hestöfl. Nafni skipsins var breytt, frá því sem í fyrstu hafði verið ætlað, og kallaðist það „Great Britain". Jómfrúferð skipsins frá Liverpool til New York var farin í júlímánuði 1845. Ferðin vestur tók 14 daga, mestur hraði skipsins reyndist rúmar 9 sjómílur. Það tók 260 farþega og 1000 smálestir af vörum. Reyndist það að ýmsu leyti vel, þann stutta tíma, sem því entist aldur. En ógæfan var á næstu, grösum. I septembermán- uði 1846, þá er skipið hafði farið nokkrar ferðir yfir hafið, allar vel heppnaðar, vildi svo slysa- lega til, að það strandaði í þoku við írlands- strendur. Fólki og flutningi var bjargað, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná skipinu á flot fyrir veturinn. Var það eigi fyrr en sumarið eftir, sem heppnaðist að losa það úr strandinu. Þá voru vélarnar nokkuð skemmd- ar orðnar og skipsbotninn töluvert dældaður. En samt má hiklaust fullyrða, að „Great Brit- ain“ hafði mikil áhrif á skoðanir manna á járn- skipum. Ekkert tréskip, sem legið hefði í öll- um veðrum um ellefu mánaða skeið strandað á þessum slóðum, hefði þolað þá raun til jafns við hann. Mönnum skildist, að járnskrokkur þyldi meiri áreynslu og barning en nokkur tré- skrokkur fengi staðizt. „Great Britain“ var nú seldur öðru útgerð- arfélagi, sem hafði hann í siglingum til Ástra- líu. Árið 1874 var gufuvélin tekin úr honum og skipið gert að þrísigldum „fullriggara". Nokkru fyrir aldamót var þó aftur breytt um og gufu- vél sett í „Great Britain“ að nýju. Var það síð- an kolaflutningadallur og vai' enn í förum 1935, þá fullra 90 ára gamalt, hvað sem um það hefur orðið síðan. G. G. Þorvarhur Björnsson hafnsögumaður, sextugur 14. nóv. Heill sé þér, sextugi hafnsögumaður. Heiöur þér, bróðir, svo starffús og glaöur. Öðrum þú veitt hefir leiösögn svo lengi, aö leikiö í dag. slcal á gleöinnar strengi. Þú lagöir á djúpiö svo ungur að aldri, — í ungdæmi kynntist þá hafmeyja skvaldri. Meö útþrá í barmi á æskunnar vori, eldmóöi lcnúinn og farmannsins þori. Hamingjudísirnar lengi þig leiöi, Ijós yfir götuna starfsþráin breiöi. Ég veit, aö þú enn gengur styrkur aö störfum; þitt stolt er að bæta úr farmannsins þörfum. Lilja Björnsdóttir. 31B VÍKINOUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.