Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Qupperneq 41
■J
lands. En á Hinchinbroke komu þessir óviðjafnanlegu
hæfileikar hans þegar í ljós.
Hann var lífið og sálin í árásinni á San Juan í Nicar-
agua, er var haldið áfram þangað til hann sjálfur og
meirihlutinn af mönnum hans var orðinn sjúkur af
hitasótt. Sagt er, að af 200 mönnum hafi 145 verið
greftraðir, en lífi Nelsons verið borgið af því einu, að
hann var kallaður til að taka að sér stjórn á Janus við
Jamaica, þar sem kona Parkers kapteins (en Parker
var sá, er hafði gert hann að höfuðsmanni á Badger
og kapteini á Hinchinbroke) og dóttir hennar hjúkruðu
honum, þar til hann náði aftur heilsu.
Cornsallis kapteinn flutti hann heim á skipi sínu, og
Nélson þykist hafa átt góðri umhyggju hans líf sitt að
launa. Hann fór þegar í bað, en var svo aðframkom-
inn og ósjálfbjarga, að bera varð hann til og frá rúmi
hans, en hver minnsta hreyfing olli honum ægilegum
sársauka. Eftir þrjá mánuði hafði hann aftur náð fullri
heilsu. Flýtti hann sér þá til Lundúna og sótti um stöðu.
Innan árs var Nelson aftur kominn á sjóinn og
stjórnaði skipinu Albemarle, er hafði 28 byssur.
Það var á Albemarle, sem Nelson fyrst sýndi fyrir
alvöru hina takmarkalausu ánægju sína með umhverf-
ið, er var í senn styrkurinn og veikleikinn í skapgerð
hans. Allt, er varðaði Albemarle, hóf hann til skýjanna.
Hann þóttist hafa undir stjórn sinni beztu liðsforingj-
ana, mesta mannvalið og bezta skipið sinnar stærðar,
sem nokkurn tíma hefði á sjó komið. Seinna varð sama
uppi á teningunum hvað snerti Boreas og Agamemnon.
Ævisagnaritari hefur gert þá athugasemd, að enginn
af undirmönnum Nelsons á skipum hans hafi nokkru
sinni síðar á ævinni réttlætt mat hans á hæfileikum
þeirra. í raun og veru var ekkert sérlega framúrskai-
andi við neinn þeirra.
En þessi barnalega og gagnrýnislausa ákefð var eitt
af því sem gerði hann þann mikla foringja, sem hann
varð. Hann trúði svo algerlega á fylgismenn sína og
fór ekkert dult með það, að þeir gátu vart annað en
gert allt, sem í þeirra valdi stóð til að réttlæta mat
hans á þeim. Glæsilegasti foringi, sem brezki flotinn
hefur nokkru sinni átt, skýldi forustu sinni og var sem
hann veitti undirmönnum hluta af orku sinni og snilli.
Þeir voru félagar hans og starfsbræður í blíðu og stríðu,
og þeir gerðu sér tæpast ljóst, að það var andi hans,
sem blés í þá h'fi og gerði þá að samtaka bræðrum.
Svo gagnrýnislaus sem ást Nelsons var að jafnaði,
þannig átti hann það einnig til að leggja jafngagn-
rýnislaust hatur á einstaklinga. Þegar hann var, til
dæmis, skipaður á herskipið Boreas, fékk hann gífur-
lega andúð á Lady Hughes, er hún kom um borð til
að láta flytja sig til manns síns, en hann var yfir hern-
um á Leeward Island-stöðinni. Þó virðist honum hafa
tekizt giftusamlega að láta hana ekki verða vara við
þessa andúð sína.
Ef Lady Hughes hefði fengið tækifæri til að hjúkra
honum á sjúkrabeði, er ekki vafi á því, að tilfinningar
hans hefðu breytzt gagnvart henni og hann hefði álitið
hana beztu konu í heimi. En því var ekki að heilsa, og
meðan hún skrifaði um aðdáun sína á Nelson fyrir
Horatio Nelson.
hugsunarsemi hans við menn sína, skrifaði hann um
hana sem óþolandi kjaftaskjóðu.
Andúð Nelsons á Lady Hughes náði einnig til manns
hennar. Þessi andúð stafaði greinilega jafnframt af
því, eða varð meiri fyrir það, að Sir Richard lék á
fiðlu. Því verður vart trúað, að Nelson hefði ekki verið
harðskeyttari gagnvart hinum amerísku kaupmönnum,
slíkir vágestir sem þeir voru honum, ef hann hefði haft
jafnvinsamlega afstöðu til Lady Ilughes og hann hafði
til flestra kvenna.
Arinar galli á skapgerð Nelsons var kímniskortur.
Allt, sem hann skrifaði, var magnað þunglyndi og ein-
lægri alvöru. Þessir ágallar hjöðnuðu að vísu algerlega
fyrir starfsemi hans, kappi, dirfsku og skapfestu, en
þeir einangruðu hann að vissu leyti frá samtíðarmönn-
um hans, og sú einangrun varð mjög dapurleg fyrir
hann á síðari hluta ævi hans. Smámunir, eins og ávörp,
virðast leiða í 1 jós, að einlæg vinsemd hafi auðveldar
streymt úr penna hans til annarra foringja í hans stétt,
en frá þeim til hans.
Fátt eitt hefur verið ritað um konu þá, Mrs. Nisbet,
er Nelson kvæntist. Hún var augsýnilega ein af þeim
róiyndu og jafngeðja konum aimennrar greindar, sem
hafa enga samúð með óstýrilátum skapsmunum snill-
inga og eru næstum ófærar um að skilja þá. Hún hefði
efalaust getað lifað ánægð og hamingjusöm við hlið
venjulegs manns, en hún mun aldrei hafa verið sam-
ctillt ástríðufullu skapi Nelsons.
Löngun Nelsons i lof var óseðjandi og í hrekkleysi
sínu var hann berskjaldaður gegn jafnvel hinu aug-
V 1 K I N G U R
323