Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Síða 42
Hood aðmíráll.
ljósasta smjaðri. Það er því ekki ólíklegt, að raunveru-
legur heimiliskærleikur hefði verið honum afar mikils
virði.
Við það verður að kannast, að svo gott þótti Nelson
lofið, að tæplega er unnt að ómerkja að öllu vígorð
það, „sigur eða Westminster Abbey“, sem haft er eftir
honum. Hreinskilni Nelsons kom ósjaldan upp um það,
hve mjög hann þráði lofið og fyrir hve miklum von-
brigðum hann varð, ef það brást honum. Það, sem eink-
um vakti athygli hertogans af Wellington, eina skiptið
sem þeir hittust, var, að sjómaðurinn talaði ekki um
neitt annað en sjálfan sig.
Er franska byltingin braust út, var hann, í janúar
1793, skipaður á Agamemnon, skip með 64 byssur, og
átti hann að vera í Miðjarðarhafsflotanum, er var und-
ir yfirstjórn Hoods lávarðar.
Nelson kveið þjónustunni undir stjórn hins gamla
foringja síns og var alltaf að velta því fyrir sér, hvað
Hood lávarður áliti um hann, þegar Hood lávarður var
kannski alls ekkert um hann að hugsa. Tæpast var
hægt að búast við, að Hood lávarður vissi hvað bjó í
huga hins unga kapteins umfram hálfmótaðar óskir.
1 augum Hoods lávarðar gat Nelson tæplega verið
meira en afburðaduglegur maður, óstýrilátur og lík-
legur til að koma af stað vandræðum. En á leiðinni tii
Miðjarðarhafsins greiddist þegar úr skýjunum á báðar
hendur. Nelson hugsaði æ minna um það, hvernig Hood
mundi koma fram við hann, en æ meir um hitt, hvernig
stjórnandi hann væri yfirleitt. Og aðmírállinn hlaut á
T^hinn bóginn að taka eftir hinum vaxandi virðuleik
kapteinsins.
Sá andi, sem ríkti á Agamemnon, varð brátt kunnur
í flotanum, en foringjar og óbreyttir fylgdust daglega
með því, sem gerðist á skipinu. Áhöfn hvers skips, er
fram hjá fór, sannfærðist um, að þetta væri „sælt
skip“. Sérhver foringi, sem kom um borð í skipið, sann-
færðist um, að innilegt samband væri milli kapteinsins
og liðsforingja hans. Hood lávarði varð Ijóst, að ekkert
var fjær Nelson en að stofna til vandræða, og að hann
var maður, sem hægt var að treysta til að framkvæma
samvizkusamlega hvert það hlutverk, sem honum yrði
falið.
Þrem dögum eftir að hann tók við stjórn á Aga-
memnon skrifaði hann af þeirri ákefð, sem honum var
eiginleg: „Skip mitt er undantekningarlaust bezta skip-
ið í flotanum af þeim, sem hafa 64 byssur“. Um það
bil tveim mánuðum seinna skrifaði hann aftur: „Mér
fellur ekki aðeins vel við skipið, heldur lít ég svo á, að
mér hafi verið fengnir afbragðs liðsforingjar og skips-
höfn mín er frábær. Efist því ekki um, að við munum
verða harðir í horn að taka, ef við skyldum komast í
kast við Frakkana".
í októbermánuði 1793 sendi Hood Nelson til þess að
lóna í nánd við Korsíku, og í febrúar næsta árs var
ákveðið að ráðast á eyna. 17. febrúar gafst San Fior-
enzo upp og franska setuliðið hörfaði til Bastíu.
Hood vildi ráðast á Bastíu þegar í stað, en hershöfð-
inginn, er stjórnaði landhernum, neitaði að veita nokkra
aðstoð og það var ekki fyrr en Nelson hafði notað allan
þann sannfæringarkraft, sem hann átti yfir að ráða, að
Hood lét til leiðast að gera árásina án aðstoðar frá
landhernum.
Án efa átti Nelson stóran hlut í því, hve vel þessi
árás tókst, því að auk þess, sem hann tók beinan þátt
í hernaðaraðgerðunum, er mjög sennilegt, að Bastía
hefði alveg sloppið, ef hann hefði ekki sannfært Hood
um, að hægt væri að taka hana.
„Nelson", segir Southey1), „sem með réttu má telja
að hafi tekið Bastíu, fékk ekkert að launum. Þakkir
þær, er Hood færði honum opinberlega, eða augliti til
auglitis, voru reyndar eins og hann sagði sjálfur, hinar
hjartanlegustu. En hinir frábæru verðleikar hans voru
ekki nefndir í skeytunum á þann hátt, að þeir yrðu
þjóðinni nógsamlega kunnir, eða, að hann öðlaðist þá
viðurkenningu stjórnarvaldanna, sem þeir gáfu ótví-
rætt tilefni til. Þetta hlýtur að hafa stafað af því ein-
ungis, hversu mikil fljótaskrift var á skeytunum. Frá-
leitt var það að yfirlögðu ráði, því að Hood lávarður
var ætíð tryggur og einlægur vinur hans“.
Þessi skeyti voru nú samt ekki send í neinum óhæfi-
1) Robert Southey (1774—1843), brezkt skáld og ævi-
sagnahöfundur. Ljóð hans voru í miklum metum meðal
samtíðar hans og var hann meðal annars gerður að
lárviðarskáldi. Af ritum hans í óbundu máli, sem voru
bæði mörg og stór, þykja ævisögurnar beztar, en lang-
frægust þeirra er ævisaga Nelsons, klassiskt rit. („Life
of Nelson, I,—II., 1813).
3Z4
VÍ KI N G U R