Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Page 44
Hinn 14. febrúar 1797 hitti Jervis spænska flotann,
er var að búa sig undir að sameinast franska flotan-
um við Brest, og sigur sá, sem á eftir fór, jók vissu-
lega á frægð Nelsons. Margt villandi hefur verið ritað
um það, hvernig hann hertók spænsku skipin San Nico-
la og San Josef, en þótt viðurkennt sé, að of mikið hafi
verið gert úr persónulegri dirfsku hans, er samt sem
áður ekki hægt annað en dást að hugrekki hans og -—
það sem meira er um vert — hinni miklu þekkingu
lians á sjóhernaði.
Fyrir þennan sigur var Jervis gerður jarl af St.
Vincent, en Nelson sleginn til riddara og gerður heið-
ursborgari i Lundúnum og Norwieh.
Litlu síðar gerði uppreisnarandi vart við sig í flot-
anum. Þá var það, að skipið Captain, er Nelson stjórn-
aði, var sent heim, en Nelson fluttist yfir á Theseus,
er var álitið gagnsýrt af uppreisnarhug.
„Hann hafði ekki verið margar vikur um borð“, segir
Southey, „þegar skjali, sem undirritað var í nafni allr-
ar áhafnarinnar, var varpað yfir á efri þiljur (quarter
deck). Á skjalinu stóðu þessi orð: „Gæfan fylgi Nelson
flotaforingja! Guð blessi Miller kaptein! Við þökkum
þeim fyrir foringjana, sem þeii’ hafa sett yfir okkur.
Við erum sælir og ánægðir og reiðubúnir til að úthella
fyrir þá hverjum blóðdropa, sem í æðum okkar rennur
— og skipið Theseus skal verða gert ódauðlegt til jafns
við kaptein þess“.
Á eftir fór hinn eini mikli ósigur Nelsons — við
Teneriffe — og það er hvorki hægt að segja, að á-
rásin hafi verið vel skipulögð né hugkvæmislega fram-
kvæmd. En það er einmitt hér, sem hið stórkostlega í
fari Nelsons kemur hvað skýrast í Ijós. f myrkri, vit-
andi það, að hafa beðið ósigur og að miklu blóði hafði
verið úthellt til einskis, máttvana af blóðmissi og með
hægri handlegginn sundurtættan var hugur hans bund-
inn við allt annað en hann sjálfan, er hann varð þess
vís, að verið var að flytja hann út á Seashore í stað
Theseus. Hann neitaði að láta flytja sig um borð og
er honum var sagt, að það gæti varðað hann lífið, svar-
aði hann: „Þá vil ég deyja. Ég vil heldur deyja en
hrella frú Freemantle“ (hún var um borð í skipi manns
síns) „með því að láta hana sjá mig í þessu ástandi
og geta ekki fært henni neinar fréttir af manni henn-
ar“.
Það er erfitt að gera sér nægilega grein fyrir valdi
andans yfir holdinu, til að geta séð flotaforingjann fyrir
sér, þar sem hann æðir upp á Theseus með hægri hand-
legginn dinglandi og blóði drifinn og hrópar til læknis-
ins um leið og hann kemur upp á efri þiljur að koma
með verkfæri sín og taka handlegginn af sér. Sextíu
klukkustundum eftir að handleggurinn hafði verið tek-
inn af honum, skrifaði hann St. Vincent lávarði með
vinstri hendi: „Ég er orðinn vinum mínum til byrði
og gagnslaus landi mínu . . . “.
Nauðsynlegt var að senda Nelson heim til þess að
hann næði aftur heilsu. í bréfi, er hann ritaði heiman
frá Bath til hertogans af Clarence segir hann: „Ég
fullvissa yðar hátign um, að byssukúlan hefur ekki
hrifið burt minnsta vott af þeim eldmóði, er stjórnaði
aðgerðum mínum í þjónustu konungsins“.
En áður en Nelson hafði náð aftur fullri heilsu, ið-
aði hann í skinninu eftir að komast á sjóinn aftur. 1
desember árið 1797 var afráðið, að hann tæki að sér
stjórnina á Vanguard, er hafði 74 byssur, þar til
Foudroyant, sem var í smíðum, yrði tilbúið, og skyldi
hann sameinast St. Vincent undan Cadix.
Vanguard lét úr höfn undir stjórn Nelsons 10. apríl
1798. Aðeins fáeinum dögum eftir að hann sameinaðist
flota Vincents var skipunum Vanguard, Ovion og Alex-
ander ásamt þrem freigátum og slúffu dreift um Mið-
jarðarhafið til að hafa auga með franska flotanum,
sem var í þann veginn að yfirgefa Toulon.
Þegar Nelson kom til Toulon hafði Napóleon lagt úr
höfn án þess að skilja eftir nokkur merki um það, hvert
förinni væri heitið. Nelson þóttist viss um, að NapóJeun
hefði stefnt til Egyptalands, og komst nú engin önnur
hugsun að hjá honum en að reyna að finna hann þar.
Hinn 22. júní, er Nelson var staddur undan suðaust-
urodda Sikileyjar, Pasarro-höfða, frétti hann, að
franski flotinn hefði lagt upp frá Möltu aðeins sex
dögum áður. Um sama leyti og þessi fregn barst hon-
um, var eitt skipa hans að elta tvö skip, er haldið var
að væru franskar freigátur. Með tilliti til þeirrar ó-
ráðnu gátu, hver væri ákvörðunarstaður franska flot-
ans, hefði verið sjálfsagt að halda áfram að veita skip-
um þessum eftirför. En er Nelson bárust þessar fréttir,
varð hugur hans enn meir bundinn við Alexandríu og
hann lét hætta eftirförinni. Þegar hann kom til Alex-
andríu, var franski flotinn ekki þar fyrir, og af því að
hann var ekki til staðar, einmitt er Nelson kom þangað,
missti hann skyndilega trú á því, að áætlun sín hefði
verið rétt, dró rangar ályktanir af öllu saman og sigldi
burt frá Alexandríu aðeins fáeinum klukkustundum
áður en Napóleon kom þangað.
Nú virtist okkur liggja í augum uppi, að ekki væri
hægt að gera ráð fyrir að stór flotadeild eins og sú,
er Napóleon var með í förum, gæti komizt eins hratt
yfir og deild með fjórtán skipum. Þar af leiðandi verð-
um við að rekja það til þess, hve Nelson var fljótur að
hlaupa eftir hugboði sínu, að honum skyldi ekki takast
að finna franska flotann á hafinu.
Hinn 1. ágúst komst Nelson fyrst á slóð franska flot-
ans, og þá hófst orustan á Níl. Ekkert gat verið ein-
faldara en fyrirætlun Nelsons á Nílfljótinu, ekkert
stórfenglegra en það, hvernig sú fyrirætlun var fram-
kvæmd.
„Meðan á eftirförinni stóð“, ritar Suothey, „hafði
það verið venja Nelsons að safna skipstjórunum um
borð í Vanguard, hvenær sem tækifæri gafst og skýra
út fyrir þeim, hvernig hann hugsaði sér að bezt væri
að ráðast á óvinina og hvernig hann ætlaðist til að þeir
höguðu sér, ef þeir hittu óvinina, og er sagt, að ekki
hafi verið til sú aðstaða, sem hann var ekki búinn að
gera ráð fyrir“.
Alúð og snilli Nelsons samanlagt var sterkara efl en
svo, að franski flotinn fengi staðizt það. Sagt er, að
allt hafi verið framkvæmt nákvæmlega eins og Nelson
326
VI K I N G U R