Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Qupperneq 51
Hipopp!
Gufustrókur gýs frá spilinu og það tekur að
kyrja söng sinn, hljómkviðu slungna þremur
þáttum, ískri í stáli, skellum, hvæsi í gufuventl-
um. Tromman eykur sífellt við sig, eins og velt-
andi snjóbolti, og loks er hún öll; tuttugu mínút-
ur liðnar og 250 faðmar af vír hafa verið dregn-
ir upp úr djúpinu. Pokanum skýtur upp í nokk-
urri fjarlægð frá skipinu og það hallast undan
þunga veiðarfæranna og aflans.
Þá skellur slæmur hnútur á stjórnborðssíðu
Egils Svarta og leggur hann enn meira. Skipið
nötrar og hásetarnir á bakborða steypast hver
um annan þveran og fálma eftir einhverri hand-
festu. Einn flýtur upp að brúarvæng og nær
taki þar, þriðji stýrimaður og Siggi Brands
brjótast með erfiðismunum upp á keisinn, en
fjórða manninum skolar fyrir borð og dregur
með sér netadruslu, sem hann hefur náð taki á.
Hún kemur honum að engu gagni, því enginn
er til að grípa í hinn endann og hún er bráðum
öll útbyrðis. Hendur sjómannsins krafla ótt og
títt upp úr hvítfreyðandi löðrinu kringum skipið
og reyna að ná taki á borðstokkunum, en sogið
og ferð skipsins slítur takið á svipstundu.
„Haltu þér, mannhelvíti!“ öskrar þriðji stýri-
maður frá keisnum.
Skipstjórinn bregður skjótt við í brúnni. Það-
an berast ákafar hringingar í vélsímann og
skrölt í stýrisvélinni.
Planki af dekkinu skellur á spilkoppnum, rís
þar upp á endann og steypist útbyrðis, ásamt
netakörfu. Siggi Brands og þriðji stýrimaður
sæta lagi, og láta sig skyndilega falla af keisn-
um og lenda harkalega á blakkarboganum. Um
leið slengir alda sjómanninum á lunninguna og
sjómennirnir tveir innanborðs grípa útrétta
hönd hans og keyra axlirnar undir járnbogana
til að skorða sig, þar til skipið hefur rétt sig og
hægt er að innbyrða manninn. Annar hnútur
dynur á skipinu og færir þá alla þrjá í kaf, sjó-
hatturinn af stýrimanninum flýtur upp og skol-
ast út með sjónum, sem fer með þungum brim-
gný og dynk gegnum ganginn undir bátadekk-
inu og þaðan út.
Skipið réttir sig smám saman.
„Kippið honum inn fyrir“, segir skipstjórinn,
og brúardyrunum er skellt aftur.
★
Dimmviðri með haugasjó er skollið á og ís-
lenzki togaraflotinn leitar landvars á Vestfjörð-
um; fyrst fer fylking nýsköpunartogara með
ratsjár, og í kjölfar þeirra fylgja gömlu kláf-
arnir, eins og litli bróðir þeim stóra — allir
nema Egill Svarti. Skipstjórinn Nikulás hefur
hingað til komizt af án fylgdar, og heldur skal
hann lóna upp í dimmviðri næturlangt, en láta
flaggskip gamla tímans sjást elta samflot ný-
sköpunartogara.
Stórir flotar eru á Önundarfirði og Patreks-
firði, einn togari er á Dýrafirði, og einn togari
íslenzkur, fyrir utan Egil Svarta, er enn ekki
kominn í var, en kódaskip hans á Patreksfirði
er að leiðbeina honum inn með útsendingu
morsemerkja. Tveir togarar í landvari kalla á
Egil Svarta.
„Svörum ekki“, segir skipstjórinn og sýpur
á stút kaffikönnunnar. Og um nóttina er lónað
upp í veðrið. Tveir enskir togarar og einn þýzk-
ur, sem elt hafa Egil Svarta af miðunum, halda
sig á námunda og bíða eftir hreyfingu á þeim
íslenzka.
Klukkan fjögur um morguninn í kafaldsfjúki
og 9 vindstigum tekst landtaka, og sigluljós
Egils Svarta bætast við þann aragrúa, sem fyrir
er á Önundarfirði. Útlendu skipin koma í hum-
áttina á eftir.
I tvo sólarhringa samfleytt leita vindar lofts-
ins og kafaldsfjúk um skipin. Þá byrjar veðrinu
að slota og skipin halda aftur á miðin. En nú
hefur sú breyting orðið, að tveir gamlir togarar
eru fyrstir á miðin, Skallagrímur og Egill
Svarti.
★
Þriðji stýrimaður kom niður í káetu, ný-
stiginn upp úr lest og geistlegur mjög með
slöngulokka sína í allar áttir og 7 daga skegg.
Hans skemmtun um borð var að hleypa upp hin-
um danska matsveini, sem ávalt tók stýrimann-
inn alvarlega og taldi hann óskaplegan rudda.
Skærur á milli þessara heiðursmanna voru dag-
legar og þegar stýrimaðurinn var kominn í koju,
yfirfór hann venjulega atburði dagsins og mátti
þá oft heyra kumrað lágt í kojunni, stundum
hlegið hrottalega, og ef maður leit inn í koj-
una, mættu manni samanpírð blá augu, en þetta
var dálítið varasamt, því stýrimaðurinn átti það
til í galsa sínum að lemja mann í hausinn með
bókarskruddu, og hlæja svo enn hærra.
Stýrimaður skálmaði í sæti sitt við skeifu-
lagað káetuborðið.
„Mat, drullusokkur“, sagði hann fruntalega.
Kokkurinn sneri up á sig og gekk penpíulega
að uppvöskunnarfötunni.
„Kokkdjöfull! Hvað sauðstu þetta buff lengi?
Það er ekki fyrir andskotann að tönnlast á
V' K I N G U R
333