Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Qupperneq 59
Um kvöldið fengu allir whisky, nú sigldum
við meðfram strönd Portúgals.
Svo fengum við byr — Portúgalsvindinn —
sem blés okkur í einni lotu til Madeira. Á nótt-
unni ,var aðeins einn á vakt, og tveir á daginn,
morgunvaktin var á vakt til hádegis og eftir-
hádegisvaktin var til kvölds. Piltarnir fengu
lengri hvíldartíma og ég fékk frí. Aftur á móti
var ég alltaf vakinn, ef vindur breyttist og ef
hryð.jur voru í aðsígi, og eins ef haga þurfti
citthvað seglum eða skip sáust.
Næsta morgun var ég vakinn kl. 4, drakk kaffi
með vaktinni, skrifaði dagbókina og las til kl. fí
og stýrði til kl. 8. Eftir morgunverð tók nýja
vaktin til starfa, þreif til, lagfærði segl, reipi
og fleira. Um kvöldið stýrði ég frá kl. 9—10.
Fyrstu nóttina eftir að breytt var um vaktir
átti Karl að hafa hundavakina. Ég var á þilfari,
þegar skipt var um á miðnætti. „Monsúninn"
fór 9 mílur, fyrir tveimur ásseglum og í miklum
sjó. Þó gekk á með hryðjum, ég neitaði að vera
á þilfari, þótt hann bæði mig um það, pilturinn
var duglegur og frá Óðinsvéum, ég bað hann að
vekja mig, ef eitthvað skeði. Um morguninn
vaknaði ég við köllin í Kúlunni. „Seglskip í
augsýn“. Skipið var á stjórnborða, þetta var
skonnorta, við sigldum rétt fyrir framan hana
og Helga tók myndir. Við spurðum með mark-
veifunni „Q Z K“ „Hver er gráða lengdar
núna?“
Skonnortan var portúgölsk á leið af Nýjasjá-
landsmiðin. Skipið leit út fyrir að vera sjóræn-
ingjaskip með sínum 20—80 skeggjuðu sjómönn-
um, þar sem þeir stóðu á þilfari. Sá gamli stóð
við stýrið og öskraði „D W“ — 13 gráður. Við
öskruðum, „Bueno Marinero“ og veifuðum húf-
unum.
Svo skildum við, og eftir hálftíma voru þeir
horfnir, og við byggðum hafið einir.
Við áttum engin landabréf af Madeira, allar
upplýsingar mínar um eyna voru frá 1879, og
þá var víst stórhættulegt að taka þar höfn.
Eldavélin var í ólagi, sagði Alfred, hann sagð-
ist ekki geta bakað brauð í henni, svo við skrúf-
uðum hana í sundur, og þá kom í ljós stórt gat
á vélinni, við höfðum ekki ráð á nýrri, og löpp-
uðum því upp á hana eins og við bezt gátum
og bundum hana saman með vír. Svo var gert
við segl á hverjum degi. Laugardagskvöldið 2.
nóvember kl. 10 átti Porto Santo að vera í 17
mílna f jarlægð og í stefnuna S.S.°, en úr þessari
átt skyggði eyjan á vitann á Cima og við sáum
ekki út úr augum fyrir regni, svo við felldum
seglin og biðum. Þegar birti voru bæði „Monsún-
„Atlantsha,fsskólinn“. -— Helr/a kennir börnunum.
VI K I N □ U R
341