Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 61
r
þó leyfi til að hlaupa heim og kveðja konuna
sína, því að það átti að hengja hann.—
Á meðan á þessu stóð sat ég á þvottapokanum
og reykti pípu. Loks kom háttsettur embættis-
maður, og lýsti því yfir, að flutningur óhreinu
fatanna væri alvarlegt vandamál. Hingað til
hafði ég tekið þessu með jafnaðargeði, en nú
fór mér að þykja nóg um, vesalings José leit
iðrunarfullur ýmist á mig eða yfirvöldin, nú
komu fleiri hermenn, og þegar ég greip pok-
ann og ætlaði út, var ég umkringdur af her-
mönnum, sem otuðu að mér fægðum sverðun-
um, ekkert beit á yfirvöldin, hvorki enska,
þýzka eða þau fáu orð, sem ég kunni í portú-
gölsku og spænsku, þeir stóðu fyrir utan og
horfðu á aðfarirnar, reykjandi.
Þótt mig langaði til að láta þá smakka á mín-
um beitta skeiðahníf, þá hafði ég þó enn hemil
á sjálfum mér, ég benti á þann feitasta embætt-
ismannanna og sýndi honum með látbragði
mínu, að ég skyldi fúúslega játa sekt mína og
taka út refsinguna.
Svo sagði ég á dönsku: „Skepnan þín, það
væri réttast að dæma þig til að þvo þvottinn
okkar, og velta þér svo upp úr tjöru og fiðri á
eftir“. Svo fór ég með brot úúr dönsku kvæði.
Þetta dugði. Við urðum vinir, og þegar við sá-
umst seinna, bauðst hann til að aðstoða mig eft-
ir beztu getu.
Reikningur frá tollinum: „Tollur af óhrein-
um föturn 187,52 dollarar. Ég atti aðeins eitt
sterlingspund, en tollarinn lét sér þetta nægja,
og bað mig að heimsækja sig næst þegar ég
kæmi.
Jón Kr. Lárusson
frá Arnarbæli
Fæddur 6. nóvember 1878.
Dáinn 16. september 1949.
KVEÐJA
Á hausti blikna blómin foldar
blunda rótt í skaiiti moldar,
hefjast, aftur æskufögur
ö'ölast vorsins þroskakjör,
þó er eins og alltaf rökkvi,
orki á tungu hugans klökkvi,
þegar bíður bezta vinar
búin skeiö í hinztu för.
Eftir dvelst í mætri minning
mannsins g-öfgi birt viö kynning,
muninn þræöir gengins götu
greinir dýran æfiþátt.
Hvort sem fórstu götu greiöa,
græöisslóöir, uröir heiöa,
barstu glæsti Breiöfiröingur
byggöar þinnar merki hátt.
Fast þú sóttir sæ og leng.i,
sigldir hátt viö auönugengi,
aldrei brugöust happahöndum
hagleikstök viö reiöan sjó.
Hættum varö ei hugur sleginn
horföir djarfur fram á veginn,
þó aö risi þrautabára
þá var ekki slakaö kló.
Góöum málstaö vörn þú veittir,
vits og kapps aö fullu neyttir,
ef aö beittir oröasennu
áttir hvassast stáliö máls.
Aldrei var þín s.æmd til sölu,
sinni ei skift við annars tölu,
gjöröi létt um leiöarvaliö
lundin traust og andi frjáls.
Ráöahollur, g.óöwr grónnum
greiddir veginn þurfamönnum.
Höföingsmaður heim aö sækja
hátt þitt drengskapsmerki ber.
Varma glæddi glaðvært sinni,
gott var aö binda viö þig kynni,
hvar sem fórstu var sem væri
voriö bjart í fylgd meö þér.
Beztu þakldr þér ég færi
þegiö fyrir, vinur kæri,
muninn þina minning g.eymir
meöan ekki þrjóta spor.
Greinast leiöir, gamli vinur.
Góöar stundir, aldni hlynur.
Manndómsgöfgi gefst aö launum
guöi signaö eilift vor.
Sunnuvegi seglum þöndum
siglir gnoö frá heimaströndum,
yfir hafiö yztu nafa
óskaleiöir fleyiö ber.
Er á stjórnvöl örug.g höndin,
uppi hyllir vona löndin.
Bjartra lieima Breiöif jöröur
breiöir faöminn móti þér.
Markús Hallgrímsson.
VIKINGUR
343