Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 63
1./10. Verkfall hófst á miðnætti í nótt hjá stálverkamönnum um öll Bandaríkin. Þúsundir manna hafa þegar lagt niður vinnu og hinir miklu stálbræðsluofnar um allt land- ið voru þegar í gær teknir að kólna. John Lewis hefur fyrirskipað 100.000 kolanámumönnum í Bandaríkjunum að hefja vinnu á ný. 400.000 eru enn í verkfalli. • 9./10. Auriol Frakklandsforseti hefur falið Jules Moch, einum af áhrifamestu leiðtogum franskra jafnaðarmanna og innanrikismála- ráðherra í fráfarandi stjórn, að leita fyrir sér um stuðning þingsins til stjórnarmyndunar. Mun forseti fela Moch að mynda nýja stjórn, ef hann fær meiri hluta þingsins til að veita sér stuðning, en fréttaritarar í París telja það mjög ólildegt og búast við langri stjórnarkreppu í Frakklandi. • 18./10. Franski sósíaldemókrata- foringinn Jules Moch gafst í gær upp við að mynda ríkisstjórn, eftir tíu daga árangurslausar tilraunir. • 26./10. Ellefu manns fórust í járnbrautarslysi nærri Avignon í Suður-Frakklandi í gærdag. 64 Norðurlandamenn starfa nú á vegum Sameinuðu þjóðanna, en þeirra á meðal er aðeins einn Is- lendingur, Daði Hjörvar, sem starf- ar við upplýsingadeild bandalagsins. Alls hafa SÞ í þjónustu sinni 4166 starfsmenn og af þeim starfa 3195 á aðalstöðvum bandalagsins í Lake Success, skammt utan við New York. Hinir norrænu starfsinenn skiptast þannig: 24 Svíar, 21 Dani, 18 Norðmenn og 1 íslendingur. Finn- ar eru enn ekki í bandalaginu. Norð- maðurinn Tryggve Lie, aðalritari bandalagsins, er hér ekki meðtalinn. Bretar hafa tilkynnt, að þeir hafi í hyggju að fækka herliði sínu í Grikklandi, vegna niðurskurðar þess, sem gerður hefur verið á fjárfram- lögum til hernaðarþarfa í Bretlandi. Hafa Bretar haft herlið í Grikk- landi síðan í styrjaldarlok, en þess gerist nú minni þörf er borgara- styrjöldinni er lokið. • 2./11. 55 manns fórust í gær er orustuflugvél rakst á Skymaster- farþegaflugvél yfir National flug- vellinum í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Áreksturinn varð í aðeins 100 metra hæð er flugvélarn- ar voru að lenda, og steyptust þær báðar niður í Potomar fljótið og niunu allir hafa farizt, sem voru með farþegaflugvélinni. Brezka stjórnin hefur lýst yfir því, að brezk kol hækki á erlendum markaði, en hins vegar haldist verð þeirra óbreytt á heimamarkaðinum. Kaupmannahafnarblaðið Social- Demokraten skýrir frá því, að ó- metanlegir forngripir, sem þýzki fornleifafræðingurinn Heinrich Schliemenn gróf upp úr rústuni Trojuborgar hinnar fornu í Litlu- Asíu seint á nítjándu öldinni og flutti heim til Þýzkalands, hafi ný- lega farið forgörðum. Gripirnir voru geymdir í safni í Berlín fram á ófrið- arárin, en er loftárásirnar á borgina hörnuðu var nokkrum beztu dýrgrip- unum, gulldjásnum ogmyndum, kom- ið fyrir í neðanjarðarbyrgi hjá Zoo í Berlín, en í stríðslok hurfu gripirn- ir þaðan og hefur ekkert spurzt til þeirra síðan. Allir aðrir gripir hins fræga Schliemannsfundar í rústum Troju, leirker, tígulmyndir og margt annað, var sett niður í kistur síð- asta ófriðarárið og flutt til Lebus á Brandenburg og komið fyrir í kjallara í höll einni, sem auðugur jarðeigandi átti. Það er þessi hluti Trojugripanna, sem nú hefur verið eyðilagður af fáráðlingshöndum á grátbroslegan hátt. Bretar og Tékkar hafa gert með sér mikinn viðskiptasamning. Samn- ingur þessi gildir til 5 ára. Sam- kvæmt honum kaupa Bretar af Tékkum vélar ýmis konar, sykur, timbur og fleiri vörur fyrir 4 millj. 700 þús. pund árlega. Tékkar kaupa í staðinn vörur frá Bretum fyrir 1 millj. 500 þús. pund. Auk þessa leyfa Bretar innflutning iðnaðarvéla frá Tékkóslóvakíu, sem nemur 5 millj. 700 þús. pundum og stendur þetta á- kvæði samningsins í sambandi við greiðslur á skuldum Tékka við Breta, en þær nema 28 millj. pund- um. Einnig eru í samningi þessum sérstök ákvæði varðandi bætur til Breta vegna brezkra fyrirtækja í Tékkóslóvakíu, sem þjóðnýtt hafa verið. Þetta er fyrsti viðskiptasamn- ingurinn, sem Bretar gera eftir að gengislækkunin varð. Bandaríska verkalýðsmálahagstof- an hefur skýrt frá því, að atvinnu- leysingjum í Bandarikjunum hafi fjölgað um 225.000 undanfarinn mán- uð. Er tala bandarískra atvinnuleys- ingja komin upp í 3.600.000, sem er tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra. Urn ein milljón stáliðnaðarmanna og kolanámumanna eru enn í verk- falli í Bandaríkjunum. Samkomu- lagstilraunir eru að hefjast á ný í báðum vinnudeilunum. Komið hefur til átaka á einstökum stöðum. 1 Pikeville í Tennesseeríki særðust þrír kolanámumenn er verkfalls- brjótar hófu skothríð á verkfalls- verði. Enginn árásarmannanna var handtekinn. Gull- og dollaravarasjóður Breta minnkaði um 55 milljónir sterlings- punda á þriðja ársfjórðungi yfir- standandi árs. Sir Stafford Cripps fjármálaráðherra skýrði frá þessu í ræðu í London í vikunni. Hann upp- lýsti að varasjóðurinn hefði við síð- ustu mánaðamót verið kominn nið- ur í 351 millj. punda, en 400 millj. hefur stjórnin talið Iágmark, sem sjóðurinn mætti ekki fara niður fyr- ir, án þess að öllum fjárhag Bret- landsins sé stofnað í bráðan voða. VI K I N G U R 345
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.