Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Síða 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Síða 65
vinnutaps á meðan. Hún hafði keypt blá seviots- föt á Dikka, sem reyndar voru alltof stór, skó, sem voru minnst 2 númerum of stórir, og jafn- vel húfan gleypti hausinn á Dikka. Þá keypti hún handa honum skrítlublöð til að lesa á leið- inni og sælgæti. Loks gaf hún honum tvo skild- inga. En Dikki sat bara með hendur í vösum á bekkendanum og horfði niður á vagngólfið. Ekki vildi hann kveðja hana með kossi, eða taka í hönd mína. Ég sá að frú Flitt var komin á fremsta hlunn með að taka hann úr lestinni aftur, þegar stöðvarþjónninn blés til burtferð- ar. Rétt þegar lestin hafði runnið nokkur fet meðfram brautarpallinum, leit hann upp og horfði á okkur, alvarlegur og stúrinn á svipinn. Þegar lestin var komin úr augsýn, sneri frú Flitt sér að mér og faðmaði mig að sér grát- andi. Kyssti mig og þrýsti mér að sér, alveg eins og ég væri sonur hennar, og veinaði: „Dikki, elsku Dikki minn, af hverju lét ég þig fara ?“ Eftir hálfan mánuð kom fyrsta bréfið frá Dikka. Hann skrifaði, að auk stafrófsins væri hann nú búinn að læra að segja: „Gjörið svo vel. Þakka fyrir“. Þetta var það fyrsta, sem honum var kennt. Nú var hann að læra að segja „Mamma“ og fleiri orð. Eftir það skrifaði hann vikulega og lét ávallt miða til mín fylgja bréf- inu til mömmu sinnar. Hún kom vanalega heim til okkar og las bréfin og sagði okkur hvaða ný orð hann hefði lært. Dikki virtist vera gáfað- astur af nemendunum og þeir höfðu ekki við að kenna honum ný orð. Einhvernveginn trúði ég þessu ekki, fannst það óskiljanlegt. Þó grobbaði ég af honum með- al strákanna, þegar við söfnuðumst saman und- ir ljósastaurnum á horninu. Ég hafði fundið upp að Dikki kynni nú miklu fleiri orð en nokkur okkar hinna. Loks, er hann hafði verið í skólanum í sjö mánuði, fékk frú Flitt orðsendingu um að Dikki kæmi heim í leyfi. „Hann kemur með lestinni næstkomandi laugardag um miðdaginn“, sagði frú Flitt. „Og ég vona að þú mætir þar með mér til að taka á móti honum“. Auðvitað varð ég glaður og fór með henni, til að bjóða Dikka velkominn. „Hvað ætli verði hans fyrsta orð?“ sagði frú Flitt upp aftur og aftur, er við biðum á stöðinni. „Ég gat ekki sofið síðastliðna nótt“, sagði hún, „vegna um- hugsunar um það. Ætli hann segi: sæl mamma!" Sjálfur var ég afar spenntur og stóð upp við grindurnar/og horfði í gegn um rímiana, til að sjá þegar Dikki stigi af lestinni. Hann var með þeim fyrstu er stigu út úr vagninum og kom hlaupandi eftir stöðvarpallin- um með töskuna í hendinni. En hvað hann hafði breytzt! Andlit hans og allt! Hann leit miklu fullorðingslegar út. „Þarna er hann“ hvíslaði frú Flitt. Hún var svo nærsýn, að hún sá hann varla, en stakk höfðinu milli rimlanna og kallaði: „Dikki, elsku Dikki minn!“ Hann kom hlaupandi til okkar án þess að skipta sér af farmiðaafgreiðslumanninum, greip um hendur mömmu sinnar, opnaði munninn — en ekkert orð heyrðist. Ég hélt fyrst að orðin drukknuðu í hávaðanum í kring um okkur. En þá hlýtur hann sjálfur að hafa fundið að engin orð komu. Hann þrýsti saman vörunum og gleð- in hvarf úr augum hans. Hann sleppti hönd móður sinnar, greip töskuna, afhenti farmiða sinn og kom yfir til okkar. Engan koss bauð hann móður sinni, né heilsaði mér, fram yfir smáhneigingu. Ég tók tösku hans og spurði hvernig hann hefði það. Hann svaraði með gamla merkinu, stakk þumalfingrinum upp úr vasanum, og labbaði áleiðis að götunni. Við gengum þegjandi frá stöðinni og biðum öll þrjú eftir sporvagni númer 22, án þess að segja eitt orð. Stigum upp í vagninn og sett- umst í sætin við dyrnar. Dikki sat einn sér á móti mömmu sinni og mér. Enn var ekkert sagt og engin merki gefin. Ég bað í sífellu: „Heilaga guðsmóðir, fyrir guðs skuld, láttu eitthvað ske!“ Spenningurinn var orðinn aumingja frú Flitt óbærilegur. Ég hefi aldrei í lífinu séð eins niðurbrotna manneskju. Sporvagninn skrölti eftir Doddsstræti og stanzaði við gatnamótin. En einmitt þá lagði hinn indæla ilm af hinum ljúffengu kjötbúðing- um „Mömrnu Walsh“ fyrir vit okkar, þar sem við sátum í vagninum. „Dikki“, sagði ég í hugsunarleysi. „Hvað fékkstu að borða?“ „Kalt drasl, gamli“, hrópaði Dikki. „Morgun, kveld og miðjan dag ekkert annað en bannsett kalt drasl“. Ég var nærri dottinn niður á gólfið, og hvað frú Flitt viðvék, sem hafði setið í hnipri, eins og deyjandi fugl, er það að segja, að hún spratt upp allt í einu. „Dikki!“ hrópaði hún hástöfum. „Dikki, litli drengurinn minn!“ „Mamma!“ stundi Dikki. „Mamma mín“. Og VIKINGUR 347

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.