Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 66

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 66
hann stóð upp í vagninum og fleygði sér í út- breiddann faðm móður sinnar. Og þarna, á meðan vagninn skrölti niður göt- una, með glápandi vagnstjóra og farþega, föðm- uðust móðir og sonur, grátandi hrærðum hjört- um. Þrátt fyrir að ég væri mjög snortinn af þess- um viðburði, sat enn í nösum mínum ilmur af þessum kjötbúðingum. Svo þegar vagninn stanz- aði, kippti ég í kápu frú Flitt. „Ekkert held ég að gleddi Dikka meira en ein kjötkaka frá „Mömmu Walsh“. „Þú segir nokkuð“, svaraði frú Flitt, og nú var tungan laus í Dikka. Við snerum nú öll til búðarinnar og fengum okkur þrjár þær stærstu kjötkökur, sem til voru. Vel bakaðar, með fall- egri, sprunginni, brúnni skoi'pu. „Hvenær“, spurði ég milli bitanna, „hvenær verður þú að fara aftur Dikki?“ „Aldrei“, greip móðir hans fram í. „Við lát- um það duga, sem Dikki hefur lært af orðum“. Og hún hélt áfram: „Ekki að tala um að hann fari aftur og lifi á köldu drasli, aðeins til að læra örfá orð í viðbót“. Heyr, heyr!“ skrækti Dikki og feitin rann niður hökuna. ' Þýtt: M. Jensson. Eyjólfur Guðmundsson sjómaður, Þórsgötu 15, Reyltjavík Gamall sjómaður setur skip sitt í naust. Eyj- ólfur er nú 61 árs og hættur sjómennsku. Hann hefur verið háseti á skipum Eimskipafélagsins í þrjú ár og ríkisins síðan, eða í 30 ár. Eins og að líkum lætur, hefur margt á dag- ana drifið á öllum þessum tíma. Þarna hefur hann starfað öll sín manndómsár og situr nú uppi með þreytta limi og bogið bak. Hann hefur verið með mér háseti á Esju, hinni eldri og hinni yngri, og nú síðast á Heklu í rúmt ár. Saman höfum við siglt í 30 ár. Ávallt hefur hann sýnt árvekni og trúmennsku í starfi, svo að fágætt er. Veikindadagar hans hafa ekki verið ýkja margir öll þessi ár, því að staðið var meðan fært var. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka Eyjólfi fyrir dyggilegt starf og fyrir það, hve góður skipsfélagi hann var. Veit ég, að ég mæli einnig fyrir munn annara skipsfélaga hans, er ég flyt honum þakkir og kærar kveðjur, með ósk um bjart æfikvöld, að loknu góðu dagsverki. Ásg. Sigurðsson. ReykjavíkursýrLLngLn Reykjavíkursýningin, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur í hinum nýju og glæsilegu húsakynnum Þjóðminjasafnsins, tókst að ýmsu leyti vel, enda mun hún hafa kostað geysimikla vinnu. Mjög áberandi vað það á sýningu þess- ari, hversu við erum fátækir af gömlum gripum og minjum um líf og starf horfinna kynslóða. Það, sem sýnt var af því tagi, var í miklum minnihluta á sýningunni. Þetta er ekki sýn- ingarnefnd að kenna, heldur stafar það bókstaf- lega af því, hve lítið hefur geymzt af slíkum minjum. Einhver athyglisverðasta deild sýningarinnar var sjávarútvegsdeildin. Var þar mjög ánægju- legt að koma og höfðu forstöðumenn hennar sýnt bæði dugnað og hugkvæmni við að koma henni upp. Mátti fá þar furðu glögga mynd af þróun sjávarúútvegs í Reykjavík frá tímum ára- skipanna og fram á vora daga — tíma nýsköp- unartogara og glæsilegra kaupskipa. Svo var til ætlazt, að hér í blaðinu birtust nokkrar myndir frá sjávarútvegsdeildinni, ásamt stuttri lýsingu á ýmsu hinu helzta, sem þar var að sjá. Mynd- irnar urðu ekki tilbúnar í tæk tíð, en væntan- lega birtast þær í næsta blaði. Leiðrétting. Leiðar villur slæddust inn í smágrein í síðasta blaði, um Björn Ólafs frá Mýrarhúsum sjötugan. Faðir hans var Ólafur Guðmundsson (ekki Sigurðsson). Móðir hans var Anna Björnsdóttir bónda á Möðruvöllum í Kjós Kortssonar (ekki Karlssonar). 34B VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.