Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Síða 5
Togarinn Vörðu r ferst ■ hafí
Sunnudagskvöldið 29. janúar s.l. vildi það
sviplega slys til, að togarinn Vörður frá Pat-
reksfirði fórst í hafi, um 165 sjómílur suðaust-
ur af Vestmannaeyjum. Fimm menn fórust, en
fjórtán skipverjum tókst togaranum Bjarna
Ólafssyni að bjarga.
Togarinn Vörður var á leið til Englands með
fullfermi af fiski, er slysið bar að höndum.
Þessir rnenn fórust:
Jens Viborg Jensson, 1. vélstjóri, 41 árs að
aldri. Hann lætur eftir sig konu og tvær upp-
komnar dætur og sex ára fósturson.
Jóhann Jónsson, 2. vélstjóri, 48 ára. Kvænt-
ur, átti sjö börn, þar af þrjú innan fermingar-
aldurs.
Guðjón Ólafsson, 2. stýrimaður, 43 ára.
Kvæntur, átti tvö börn á æskualdri.
Halldór Guðfinnur Árnason, kyndari, 33 ára.
Kvæntur, átti þrjú ung börn.
Þessir menn fjórir voru allir búsettir á Pat-
reksfirði.
Ólafur Kristinn Jóhannesson, háseti, frá
Tálknafirði, 32 ára. Hann var nýkvæntur, barn-
laus, en átti á lífi foreldra og fósturföður.
Frásögn skipverja.
Hér fer á eftir frásögn skipverja á Verði af
tildrögum slyssins og endalokum skipsins.
B.v. „Vörður“ lagði af stað frá Hafnarfirði
klukkan fimm síðdegis föstudaginn 27. janúar
s.l. áleiðis til Grimsby, með fullfermi af ísuð-
um fiski, var þá suð-suðaustan hvassviðri, 8—9
vindstig og töluverður sjór. Skipið fór fram
hjá Vestmannaeyjum laugardagsmorgun klukk-
an sjö, og var þá enn sama veður og mikill sjór.
Haldið var áfram með fullri ferð, án þess að
nokkuð óvenjulegt bæri við.
Klukkan hálf sjö á sunnudagsmorgun varð
1. stýrimaður var við að skipið tók á sig óeðli-
lega mikla sjói og hallaðist óeðlilega mikið til
bakborða. Var skipstjóri þá látinn vita um
þetta, og jafnframt var skipið athugað nánar
að framan, og kom þá í ljós, að leki hafði komið
að skipinu fyrir framan fiskilestar, svo að neta-
rúm og neðri hásetaklefi var hálffullur af sjó,
en skipverjar allir bjuggu aftur í skipinu.
Skipverjar voru þegar settir til þess að ausa,
því að vegna sjávargangs varð ekki komizt að
handdælum. Auk þess var dælt úr rúminu frá
vélarúmi, og var haldið þannig áfram allan
daginn fram til klukkan sex um kvöldið, að séð
var að ekki varð haft við lekanum, og var þá
kominn svo mikill sjór í klefann og netalestina,
að lestaropið sprakk upp undan vatnsþungan-
um.
Klukkan tíu um morguninn var byrjað að
kalla á b.v. „Geir“, sem vitað var að var stadd-
ur um 60 sjómílur vestar en b.v. „Vörður“, og
hann beðinn að koma að skipinu svo fljótt sem
verða mætti. Um hádegi náðist samband við
b.v. „Bjarna Ólafsson“, sem kvaðst vera
skammt frá, en þó nokkuð vestar. Kom hann
að „Verði“ klukkan um hálf þrjú e. h., og.hélt
sér síðan við skipið allan tímann, ef verða mætti
að hann gæti orðið því til aðstoðar.
Eftir klukkan fimm síðdegis fór veður mjög
versnandi, og um klukkan sex var vindur orð-
inn um 8 stig, og eykst sjórinn þá enn að mun.
Er þá sjáanlegt, að skipinu verður ekki bjarg-
að, og -er b.v. „Bjarni Ólafsson“ þá beðinn að
koma svo nálægt skipinu, sem framast væri
unnt. Sígur nú Vörður meira og meira niður
að framan og hallast mjög til bakborða, er vél
skipsins þá þegar stöðvuð og skipið stjórnlaust.
Var þá skipverjum, sem fram á voru, gefin
skipun um að færa sig aftur á, og öllum skip-
verjum sagt að losa björgunartækin og taka á
sig belti. Skipti þá litlum togum, að skipið seig
svo hratt að framan, að tveir skipverjar, sem
voru í efri hásetaklefa, komust þaðan ekki, og
sukku því með skipinu. Aðrir skipverjar fóru
allir í sjóinn, er skipið sökk, en náðu flestir í
annan björgunarbátinn, sem flaut á hvolfi, og
í bjargfleka, eða flutu í bjarghringum og bjarg-
beltum.
Beitti b.v. „Bjarni Ólafsson“ þá leitarljós-
um á staðinn og tókst að ná upp 14 skipverj-
um, sem flutu umhverfis á hafinu, og auk þess
líki af einum, sem hafði dáið í bjargbeltinu á
meðan á björguninni stóð. Skipverjar voru að
vonum mjög þjakaðir og sumir þeirra nálega
meðvitundarlausir, er þeim var bjargað, og
fengu þeir strax alla þá aðhlynningu, sem unnt
var að láta í té um borð í „Bjarna Ólafssyni“.
Má fullyrða, að hér hafi verið unnið einstakt
VÍKINGUR
39