Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Qupperneq 6
Efri röö: Jens V. Jensson, 1.
vélstjóri, Jóhann Jónsson, 2. vél-
stjóri, Guðjón Ólafsson, 2. stýri-
maður.
Neöri röö: Ólafur Kr. Jóhann-
esson, Halldór G. Árnason.
björgunarafrek, að ná þannig 14 mönnum fljót-
andi á hafinu í slíku veðri og náttmyrkri.
Róma skipverjar mjög alla framkomu félaga
sinna á b.v. „Bjarna Ólafssyni".
B.v. „Bjarni Ólafsson" flutti skipverjana til
Reykjavíkur, sem komu þangað allslausir, því
að þeir höfðu misst allt sitt í skipinu. — Héldu
þeir allir heimleiðis þriðjudaginn 31. janúar,
nema skipstjórinn, sem fluttur var í Lands-
spítalann.
*
Morgunblaðið hefur birt mjög greinargóð
viðtöl bæði við Jónmund Gíslason, skipstjóra á
Bjarna Ólafssyni og skipverja á Verði. Leyfir
Víkingur sér að taka þau hér upp.
Viötal viö Jónmund Gíslason, skipstjóra.
„Ég var nú meira sjónarvottur en beinn þátt-
takandi að björgun skipsbrotsmannanna um
borð í skipið okkar“, sagði Jónmundur Gísla-
son, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni, í viðtali við
Morgunblaðið.
„Skipsmenn mínir eiga mestan þátt í því,
hve vel björgun mannanna 14 tókst. Skömmu
áður en Vörður sökk, taldi ég litlar líkur til,
að takast mætti að koma mönnunum til hjálp-
ar“, sagði Jónmundur og byrjaði síðan að segja
frá björgun Varðar-manna.
„Við vorum að koma frá Bretlandi. Laust
fyrir hádegi á sunnudaginn kemur loftskeyta-
maðurinn okkar, Haraldur Samúelsson, til mín,
og segist hafa heyrt til togarans Varðar frá
Patreksfirði, og muni eitthvað hafa komið fyrir
skipið. Hélt Vörður þá uppi spurnum um, hvar
nálæg skip væru stödd. Togarinn Geir, sem var
á leið út, var þá kominn í samband við Vörð
og búinn að miða hann. Hið sama gerðum við
á Bjarna Ólafssyni. Við miðunina kom í ljós,
4D
V í K I N □ U R