Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Page 8
Vörð, bakborðsmegin, þá sjáum við í skini ljós- kastara okkar, að Vörður sekkur skyndilega. t sömu andránni sjáum við björgunarbát á hvolfi, sem á voru allmargir menn, og rétt á eftir sjáum við björgunarfleka, sem á voru þrír menn, að því er virtist. Báturinn og flek- inn voru skammt framundan. Um leið og þetta gerðist, sem var allt í einni svipan, sigldum við Bjarna Ólafssyni fram til móts við björg- unarbátinn, en þá sást, að Vörður maraði í kafi, rétt við framstefnið, en við sluppum við flakið“. Bjarni Ólafsson var að koma frá Bretlandi, svo sem fyrr er sagt. Var skipið því ákaflega létt og valt mjög mikið er það lagðist þvert í vindinn. óttaðist Jónmundur Gíslason það mjög, að svo gæti farið, er þeir kæmu að björg- unarbátnum, að togarinn myndi velta á bátinn og velta honum yfir og mönnunum af honum. Þetta var hið hættulegasta í sambandi við björg- un mannanna, úr því sem komið var. Frá þessu sagðist Jónmundi á þessa leið: ,,Er við vorum sloppnir fram hjá flaki Varð- ar, fórum við vindmegin við mennina á kjöl björgunarbátsins og dælt var olíu og lýsi í sjó- inn, til að lægja ölduna. — Hér kemur hinn merkasti þáttur alls björgunarstarfsins", segir Jónmundur, „en það er, hve menn mínir gengu rólega og örugglega að því að ná mönnunum af kjöl bátsins upp í skipið, en það veit hver maður, að undir slíkum kringumstæðum, geta hin minnstu mistök orðið æði örlagarík. Níu menn voru á kjöl björgunarbátsins og gekk greiðlega að ná þeim. Gísli Bjarnason skipstjóri, var á meðal þeirra. Hann var meidd- ur á baki og í öxl. Hann hafði orðið á milli bátsins og skipsins. Aðrir skipverjar voru ó- meiddir og hressir vel, þó þeir væru kaldir. Mönnunum á flekanum var því næst bjargað. Voru þessir tólf menn aðeins skamma stund í sjó. Var nú leitað með kastljósi annarra manna. Eftir nokkra stund sést maður í bjarghring og var honum bjargað rétt á eftir. Leið nú alllöng stund, sennilega 30 til 40 mínútur. Fannst ekki annað en brak, en þá sést enn til manns í bjarghring og var honum bjargað skjótlega, en mjög var af manni þess- um þá dregið. (Það mun hafa verið matsveinn- inn). Litlu síðar fundum við Jóhann Jónsson í bjarghring. Hann var látinn er hann fannst og hefur sennilega látizt skömmu eftir að hann fór i sjóinn. Lífgunartilraunir voru gerðar á honum, en þær báru engan árangur". „Allt gerðist þetta með svo skjótum hætti“, sagði Jónmundur Gíslason, skipstjóri, „að um klukkan sjö var allt um garð gengið. Rokið hélst fram eftir nóttu. Það mun hafa verið verst, er Vörður sökk og meðan á björgun mann- anna stóð. Við andæfðum á slysstaðnum fram yfir mið- nætti. Leituðum að mönnum þeim, er enn vant- aði. Við fundum t. d. bakborðs björgunarbát- inn á réttum kili og ýmislegt brak annað, körf- ur og fleira. Mennina fjóra, er fórust, fundum við ekki. Á tólfta tímanum kom togarinn Geir á slys- staðinn, en hann var, eins og sagt var í upp- hafi, lengra frá slysstaðnum og átti á móti storminum að sækja“. Jónmundur Gíslason skýrði frá þessu, sem hér hefur verið sagt, á mjög hógværan hátt. Mjög rómaði hann framgöngu sinna undir- manna og sagðist aðeins hafa sagt frá þessu sem „áhorfandi“, en ekki þátttakandi. „Þessi björgun er sérstakt lán“, sagði Jónmundur að lokum. Undir þessi orð er óhætt að taka. Því óvíst er, hve örlög skipsbrotsmannanna hefðu orðið, ef björgun þeirra hefði ekki borizt skjótt. 'Sv. Þ. Frásögn Kára Jóhannessonar. „Ég var nýkominn á „vakt“ klukkan hálf sjö á sunnudagsmorgun í vélarúmi skipsins, er ég veitti því athygli, að skipið hallaðist óvenju mikið á bakborða. Þegar ég var að hugleiða, hvort kol myndu hafa færzt til í „kolaboxum“, þar sem hálfgerð „grubba“ var, hringdi 1. stýrimaður úr brúnni og spurði, hvort ég vissi ástæðuna til þessa. Hann hafði þá einnig veitt því athygli. Ég sagði honum síðan, að rann- sökuðu máli, að allt væri í lagi hjá okkur, og fékk skömmu síðar þær fréttir úr brúnni, að sent hefði verið „fram í“, og þá komið í sjós, að neðri ,,lúgar“ væri hálffullur af sjó. Vakti ég þegar 1. vélstjóra, Jens V. Jensson, og voru síðan, að stuttum tíma liðnum, gerðar ráðstaf- anir til þess að byrja að dæla ,sjó þessum út. Þurfti 1. vélstjóri að gera smálagfæringar í „framlúgar", svo hægt væri að dæla frá véla- rúminu, en eftir að það var gert, virtist sem skipið rétti sig dálítið aftur, og datt engum í hug, að nein hætta væri á ferðum. Skipverjar margir voru þá einnig við austur, til að reyna að rétta skipið enn meir. Gekk svo til klukkan fimm síðdegis, að haldið var í horfinu, og vel það, en eftir það virtist lekinn aukast. Þegar ég kom upp úr vélarúminu um klukkan sex, til að fá mér matarbita, jókst halli skipsins svo skyndilega, að matur allur og leirtau runnu af borðinu. Framh. á bls. 7h. 42 VIKINSUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.