Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Qupperneq 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Qupperneq 11
að honum þykir vænt um að hitta yður, þegar hann kemur“. „Og mér þykir vænt um að kynnast honum“, sagði skipstjórinn í hrekkleysi sínu. Ungfrú Pilbeam lét ekki uppskátt um efa- semdir sínar, og braut heilann ákaft um það, hvernig framkvæma skyldi handtökuna. Hana grunaði fastlega, að jafnskjótt og faðir hennar birtist í dyrunum myndi gesturinn hafa það til marks og skjótast út um bakdyrnar. Drykk- langa stund vai- óbægileg þögn. ,,Ég var heppinn að reita þennan lögreglu- þjónsbjálfa til reiði“ sagði skipstjórinn að lok- um. „Hversvegna?" spurði stúlkan. „Annars hefði ég aldrei farið inn í garðinn yðar“, svaraði skipstjórinn. „Þetta er í fyrsta sinn sem við liggjum í Woodhatch, og ég hefði kannske látið úr höfn án þess að kynnast yður. Hvar værum við nú á vegi stödd, ef feita lög- regluþjónsins hefði ekki notið við?“ Ungfrú Pilbeam sagði, jafnskjótt og hún náði andanum: ,,Já, það er orð og að sönnu!“ og í fyrsta sinn á ævinni iðraði hana þess, að hafa ekki gæzlukonu við hlið sér. „Skringileg tilhugsun að vita hann leita að mér dyrum og dyngjum meðan ég sit hér“, sagði skipstjórinn. Ungfrú Pilbeam var honum sammála, og skellti upp úr — hló svo hjartanlega, að hann áræddi loks að færa stól sinn nær henni og klappa henni á bakið. Hún stilltist jafnskjótt við snertingu hans, og færði sig fjær honum og sendi honum kuldalegt augnatillit. ,,Ég óttaðist að þér mynduð ekki ná andan- um“, sagði skipstjórinn vandræðalega. „Þér eruð ekki reiðar við mig, er það?“ Það létti augsýnilega af honum þungu fargi, þegar hún sagði „nei“, og skap ungfrú Pilbeam tók að mýkjast, þrátt fyrir það afhroð, sem faðir hennar hafði goldið. Því varð ekki neitað að þessi hrellir lögregluþjóna var laglegur; og framkoma hans gagnvart henni var svo skemmtilega tvíþætt dirfsku og feimni, að ang- urværð setti að henni yfir skapgerðarbrestum hans. „En ef þér verðið nú handtekinn samt?“ sagði hún upp úr þurru. „Þér verðið hnepptur í fangelsi". Skipstjórinn yppti öxlum. „Ég held það verði ekki af því“, sagði hann. „Iðrist þér ekki eftir þetta?“ hélt ungfrúin áfram skjálfrödduð. „Ég held nú síður“, sagði skipstjórinn. „Ég hefði ekki kynnzt yður ef ég hefði látið það vera“. Ungfrú Pilbeam leit á klukkuna og reyndi að einbeita huganum. Klukkuna vantaði fimm mín- útur í níu. Hún hafði fimm mínútna frest til að koma skipun á hugsanir sínar, sem voru í upp- námi. „Ég býst við að mér sé bezt að fara“, sagði skipstjórinn og gaf henni gætur. Ungfrú Pilbeam stóð upp. „Nei, verið þér kyrr“, sagði hún áfjáð. „Þegið þér. Ég þarf að hugsa“. Bligh skipstjóri beið í andakt og hirti ekki um dýrmætar sekúndurnar, sem aðvöruðu hann frá arinhillunni. Ungfrú Pilbeam greip snögg- lega í handlegg hans og leiddi hann að dyrun- um. því utan af steinstéttinni barst þunglama- legt en háttbundið fótatak. „Farið þér!“ hvíslaði hún. „Nei, verið þér kyrr!“ Hún reyndi árangurslaust að taka ákvörðun. „Upp stigann“, sagði hún. ,,Fljótir!“ og hún fylgdi honum inn í svefnherbergi föður síns og opnaði bar veggskáp, eftir nokkurt hik. „Farið þér þarna inn“, hvíslaði hún. ,,En —“ andmælti Bligh grallaralaus. Útidyrnar voru opnaðar. „Lögreylan!“ sagði ungfrú Pilbeam skjálf- rödduð. Skipstjórinn skreið inn í skápinn án frekari andmæla, og stúlkan sneri lyklinum, lét hann í vasa sinn og hljóp niður stigann. Pilbeam yfirlögregluþjónn sat í hæginda- stólnum og hafði spennt frá sér beltinu, þegar hún kom niður; hann var hungraður og hafði ekki af henni augun meðan hún kveikti á lamp- anum og dró niður gluggatjöldin. Af ævilangri viðkynningu við lögregluna vissi hún hvað henni kom, og hún setti ölkrús við hlið föður síns áður en hún lagði á borðið. ,,Æ. þetta kom sér vel“, sagði lögregluþjónn- inn. „Ég hef verið á hlaupum". Ungfrú Pilbeam yppti augnabrúnunum. „Á eftir sjómanni, sem kollsigldi mig þegar ég uggði ekki að mér“, sagði hann og lét frá sér krúsina. „Það var laglega af sér vikið, og það ætla ég að segja honum þegar ég næ í hann. Sjáðu!“ Hann stóð upp og sýndi henni forarblettina. „Ég hef náð því versta“, sagði hann og settist aftur, „og ég býst við að ég geti burstað hitt af, þegar blettirnir þorna. Á morgun ætla ég að fara niður að höfn og reyna að hafa upp á of- jarli mínum“. Hann dró stólinn að borðinu og tók til matar síns, og meðan hann tróð gúlann hélt hann á- fram að leggja á ráð um handtöku árásarmanns- ins; ungfrú Pilbeam var í þungum þönkum og sneri að honum daufu eyra. V' K I N □ U R 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.