Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Qupperneq 16
Siglt veatur. Loks eftir of skamman tíma til að útbúa Súðina (því skipasmiðaverkfallið stóð yfir og lentum við í örðugleikum út af því), lögðum við af stað þ. 11. júlí til Grænlands og komum þangað að morgni þess 18. júlí í fjörðinn, sem FiskaSgerö um borö í Súðinni. Færeyingahöfn liggur við, en hann heitir á máli Grænlendinga: K’angerdluarssoruseq, sem helzt gæti þýtt Marghöföafjörður á íslenzku. Ferðin vestur gekk eins og í sögu. Blíðlætis- veður alla leið. Samt var dálítil súld og rign- ing, er við fórum af stað frá Reykjavík og ísland hvarf okkur þess vegna ekki með neinu rómantísku yfirbragði. Er vestur undir Grænland kom, lá þétt þoka yfir hafinu, sem greiddist þó fyrir sólu, en sunnan undir Drangey, sem Danir kalla Egg- ersö, varð hún þéttari með hráslagalegri súld og þar lentum við í íshrafli. Sjór var spegil- sléttur og djúpdimmur undir nótt að sjá. Þarna er flói, sem straumhörð sund liggja að og sýndist vera mikill straumur í sjónum. Þarna urðum við að liggja til heila nótt sökum ísa og þoku. Sást lítt framundan meðan nætur- dimman hélzt, en uppi yfir var eins og brygði fyrir birtu upp af snævi í norðrinu, er tók að elda aftur. Minnti það mann á hinn mikla frera, er maður vissi að lá þar falinn norður í þokunni eða, ef til vill, bak við bungu hafs- ins. Fannst manni loftið og þessi birta minna á vetur, þótt miðsumar væri og staddir værum við langt fyrir sunnan hnattstöðu Islands. Einnig orkaði í þessa átt hinn ferski þefur af ísnum. Segir nú ekki af því að undir eins og birta tók, var haldið enn lengra suður til að losna úr ísnum og ná merkjum stefnuvita, sem er í nánd við Júlíönuvon, svo hægt væri að taka hættulausa stefnu norður með vesturströndinní. Ekki sáum við land á þessum slóðum, utan ímyndað, að ég tel, og sigldum við svo djúpt yfir flóann út af Eystribyggð, sem mun vera á breidd við spölinn milli Garðskaga og Bjarg- tanga hér heima. En þar fyrir imian mun hið ,,Græna land“ Eiríks rauða vera að sögn þeirra, er séð hafa. Þann 16. júlí sjáum við fyrst land. Var það Nunorsuit = Miklulönd, sem er stór, vogskorin eyja með hrikalegum fjöllum úti fyrir skag- anum norðan við Eystribyggð. Úr því hélzt landsýn óslitið, ef ekki byrgði myrkur eða þoka. Þótti mér sú sýn fögur, þegar sólin gyllti sæinn og hinar margbreytilegu fjallamyndir. Minnti það mig mjög á, er maður siglir að vorlagi í björtu veöri djúpt úti fyrir Vest- fjörðum. Feikna stórir fjalljakar voru á sveimi hér og þar norður með ströndinni eftir að kom norður fyrir Friðriksvon eða Pámiut eins og Grænlendingar kalla það. Loks aðfaranótt þess 18. júlí erum við komn- ir norður á móts við Færeyingahöfn og hittum Richard, einn af bátum Björgvins Bjarnasonar frá ísafirði, og eltum hann inn, því að vatn það, er við höfðum með okkur, var næstum þrotið, en annars hafði áetlunin verið að sigla norður til Tovkusaq, sem er um 80 mílum norðar. Innsiglingin í Marghöfðafjörð er nokkuð vandasöm í dimmviðri vegna skerja og eyja, sem fullt er af þar úti fyrir. Er heldur lítill viti á eyju einni, Sátut, rétt fyrir utan fjarð- armynnið, sem visar leiðina, en ekki lýsir hann langt í þess konar þoku, er þar leggst yfir, því að hún er víst ekki öllu þynnri en Aust- fjarðarþokan hér heima, sem ekki gengur hnífur í, eins og allir vita. Enda varð okkur VÍKINGUR 5D

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.